Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 137
137
lærdómsmennirnir sjálfir voru stundum í sömu villunni.
Mestu fjölvitringar eyddu aldri sínum til að stunda gull-
gjörðarlist (Alchymie), og var það almenn trú, að sá, sem
í þeirri list yrði fullnuma, mundi sigrast á öllum freist-
ingum og aldrei deyja. — Sumir náttúrufræðingar voru
þó langt á undan öld sinni; Englendingurinn RogerBacon
(f. 1214 f 1294) sagði fyrir að gufuvélar og loptfarir munda
geta lieppnast, enda var hann ákærður fyrir fjölkynngi og sat
í fangelsi mörgum árum saman. Albertus Magnus (f 1280)
þýzkur maður, var og nállúrufræðingur mikill og góður lækn-
ir, er hann opt nefndur í alþýðukvæðum og kallaður galdra-
maður. í Salerno á ítalíu var ágætur læknaskóli.
Stjörnufræði var skamt á veg komin og héldu menn enn-
þá víð skoðun Ptolemæusar, að jörðin stæði kyr í miðjum
alheiminum; sljörnuspádóms list (Aslrologie) var almenn,
og þóttusl menn af gangi liimintunglanna geta sagt fyrir
óorðna hluti. Utn lok miðaldanna lifði Nikolaus Coperni-
cus (Köpernick) pólskur maður (f. 1453, f 1533) hann
reiknaði út göngu jarðarinnar kringum sólina, eif þó leið
meira en heil öld áður en menn alment féllist á kenn-
ingu hans.
í engu lýsti andi miðaldanna sér fullkomnar en í
byggingarlislinni. í hinum rómversk-katólsku löndum
höfðu menn alment tekið upp hinn byzantínska*) stíl, er
*3 Á kyrkjum, sem bygðar eru í byzantínskum stíl, er þakið
hvolfmyndað; miðkyrkjan er kringlótt hvelfing og hvílir á
tvisetlum súlnaröðum, og eru gluggar efst í hvolfþakinu.
Fjórar lægri hvelfingar eru áfastar við miðhvelfinguna, og
mynda þær kross með jafnlöngum álmum (.griskan kross),
ef ofan frá er litið í kyrkjuna; yfir gluggum og dyrum eru
hvolfbogar og flúrverk mikið, hvert sem augum er litið; er