Ný sumargjöf - 01.01.1865, Side 45
45
vitleysa!“ mælli konan, „fyrst hann gat gjört niig að keisara,
þá getur hann líka gjört mig að páfa.“ „A stað með þig,
maður!“ Fór maðurinn þá sneyptur og skjögruðu undir
honum kné og fælur; út á sjónum var bálviðri og geysilegt
hafrót, drifið rauk einsog mjöll, en skipin voru í mesta
háska og rak þau óðfluga; þau riðuðu og hossuðust á
öldutoppunum. Ljósaði ennþáí hálopti, en lágt á himninum
allt umhverfis gengu upp rauðlitir illviðrisbakkar, einsog
von væri á ofsalegu skrugguveðri. Gekk nú fiskimaður
fram að sjónum med hálfum huga og kvað:
„Róa, róa frarn í fiskisker,
flóki þar við botninn er,
kelli min vill eitt, en eg
annan hygg á veg.
„Hvað vill hún þá?“ spurði flókinn. „Æ!“ sagði
maðurinu, „hún vill vera páfi.“ „Farðu heim,“ sagði
flókinn, „hún er það nú þegar.“
Fiskimaðurinn gekk nú burt, og er heim kom, sat
kona hans í hásæti, sem var tvær raslir á hæð, og hafði hún
þrjár kórónur á höfði; stóð í kringum hana fjöldi klerka
og biskupa, en á báðar hendurhenni voru tvær ljósaraðir;
stærsla Ijósið jafnaðist að hæð og digurð við hina stærstu
turna, en hið minnsta var á borð við sárlítinn eldhússprosa.
„Kona!“ sagði maðurinn, „ertu nú páfi? Vertu nú ánægð,
því fyrst þú ert erðinn páfi, þá geturðu ekki orðiðmeira.“
„Eg vil nú sjá hvað setur,“ ansaði konan. Að svo mæltu
hátluðu þau. En konan var ekki ánægð og ástríðan stóð
henni fyrir svefni; hún var alltaf að bugsa um, hvað hún
vildi vera. Nú rann sólin upp. Og er geislar hennar
skinu inn um gluggann, varð henni þetta að orði: „Get eg