Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 41
41
kom, var sjórinn grænn og beiðgulur; hann staðnæmdist
við sjávarmálið og kvað:
„Róa, róa, fram í fiskisker,
flóki þar við botninn er,
kelli mín vill eitt, en eg
annan hygg á veg.“
þá kom flókinn syndandi og mælti: „Hvers óskar hún
sér þá?“ „Æ!“ sagði maðurinn, „eg var húinn að veiða
þig, og nú segir konan mín, að eg hefði átt að óska mér
nokkurs. Hún vill ekki búa í þánggryfjunni, hana langar
til að fá sér kofa.“ „Farðu heim!“ sagði flókinn, „kofinn
biður þín!“
Maðurinn fór nú heim og stóð kona hans í kofa-
dyrunum og sagði: „Komdu bara inn og líttu á; nú er
allt betra en áður.“ þar var stofa, kompa dálítil að auki
og eldhús; að húsabaki var garður með allskonar kálteg-
undum i, og í kofagarðinum voru hænsn og endur. —
„Nú skulum við lifa glöð og ánægð,“ segir fiskimaðurinn.
„Ojá!“ mælti konan, „það skulum við reyna.“
Nú liðu svo sem átta eða níu dagar og tók konan þá
til máls og sagði: „Maður niinn! mér þykir nokkuð
þrönghýst í kofanum hérna, kálgarðurinn er oflítill og
kofagarðurinn líka; eg vil búa í stórri marmarahöll; farðu
til flókans og láttu hann útvega okkurhÖll.“ „Æ! heillin
mín!“ ansaði fiskimaðurinn, „flókinn hefir gefið okkur
kofann, og eg get ekki fengið af mér að vera að náuða á
honum; hann kann að þykkjast við það.“ „Ekki nema
það!“ segir konan, „það er honum hægðarleikur og hann
mun gjöra það fús!ega.“ Fór maðurinn þá og var í þungu
skapi, en er hann kom ofan að sjónum, þá var hann
I