Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 6
6
báða. Ledoiu bauð ávallt minna og miiina, aðþvískapi,
er liann drakk meira; en þvi meira sem Tamangó drakk,
þá selti hann æ minna og minna upp. Loksius urðu þeir
ásáttir um kaupin; enda var brennivinið þá búið. Keypti
Ledoux enn 160þræla; fyrir þá greiddi hann dúka lélega,
dálítið af púðri og tinnusleinum, 90 potta af brennivíni
og 50 ónýtar bissur. Tamangó var nú orðinn kenndur
til muna. þeir Ledoux tókust höndum saman til þess að
staðfesta kaup sín. Skipverjar tóku nú við þrælunum;
tóku þeir þegar af þeim kvíslarnar, en lögðu aptur járn
á háls þeim og hendur.
Enn voru eplir 30 þrælar; það voru Oldungar,' börn
og veikar konur. En nú var skipið fullt orðið.
Tamangó vissi ekki, hversu hann skyldi fara með
úrtíning þenna; Ijet hann þessvegna þrælana fala við
einni brennivíusflösku hvern. þetta þótti Ledoux hið
inesla kostaboð. Kom honum þá til hugar, að hann eitt
sinn hefði verið í leikhúsi l Nantes; var rúm áhorfenda
alskipað, en þó komu enn margir menn og miklir vexti,
og lauk svo, að þeir fengu allir sæti. Tók hann þá 20
af þrælunum, þá er grennstir voru, og sagði: „þröngt
mega sáttir sitja.“
Nú voru eptir 10 þrælar, og bauð Tamangó Ledoux
þá fyrir eitl staup af brennivíni hvern. Kom Ledoux þá
til hugar, að tveim börnum nægir rúm eins manns, og
lók hann við þremur börnum, en kvað engan kost á, að
hann tæki við fleirum. Voru þá 7 eptir, og þótti Tamangó
illt að sitja undir ómegð þeirri. Hann þreif bissu sína,
og miðaði á konu þá er fremst gekk; hún var móðir
þeirra þriggja barna, er Ledoux hafði áður keypt. „Kauptu