Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 7
7
hana“, sagði Tamangó, „að öðrum kosti drep eg hana;
eilt slaup af brennivini, ella skýt eg.“—„Hvern fjandann
á jeg að gjöra af henni?“ sagði Ledoux. Tamangó skaut,
og féll konan dauð til jarðar. Hann miðaði þegar bissunni
á hinn naesta. það var öldungur nokkur og mjög örvasa.
„Eitt staup af brennivíni, ella . . .“ 1 því bili þreif önnur
konan hans í handlegg honum; skotið reið af, og í.Iopt
upp. Hún hafði þekkt öldunginn; liann var töframaður,
og hafði spáð henni, að hún mundi verða drottning.
Tamangó var orðinn drukkinn mjög; fremur var hann
vondur við brennivín og réði sér ekki, cf honurn var
gjört á móti skapi. Hann lamdi konu sína meðbissunni;
síðan sneri hann sér að Ledoux, og mælli: „Eg vil gefa
þér konu þessa.“ Konan var fögur. Ledoux leit á haua,
tók i hönd henni, og rnælli brosandi: „Einhverslaðar mun
eg koma henni fyrir.“
Túlkurinn var maður brjóstgóður. Hann keypli þá 6
þræla, er eptir voru, fjrir tóbaksdósir; hann tók afþeim
kvíslarnar, og Ijet þá fara hvert á land, er þeir vildu.
Hlupu þeir þegar sinn í hvérja átlina og vissu þeir ógjörla
hvert halda skyldi, þvi að 200 mílur voru lil heimkynna
þeirra.
Ledoux kvaddi nú Tamangó; bað liann menn sína
flytja þrælana á skipið og búast sem skjótast. þólti
honum ekki hyggilegt að eiga þar langa dvöl, því að herskip
Englendinga gátu komið á hverri stundu. Ætlaði hann að
sigla þegar daginn eptir. En það er frá Tamangó að
segja, að liann lagðist þar niður, er hanu var kominn, til
þess að sofa af sér.
Næsta morgun vaknaði Tamangó. Sá hann þá að