Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 16
1.6
Nú voru svertingjar reknir á þiljur upp. þeir höfðu
sorflð járnin þannig, að þau litu út sem heil væru , en
hrukku í sundur, ef að á var treyst. þeir sátu um hríð.
Síðan stúðu þeir upp, tókust höndum saman, og tóku að
dansa. þá lézl Tamangó verða þreyltur, og lagðist niður
við fætur skipverja einum , er studdist við borðstokkinn.
Slíkt hið sama gjörðu hinir. Voru þá margir svertingjar
umhverfis sérhvern varðmanna.
Tamangó smeygði af sjer járnunum í laumi, og rak
allt í einu upp öskur mikið. þá skyldi byrja. Hann
kippti fótum undan skipverja þeim, er hann lá hjá, sté fæti
sínum á brjóst honum, þreif bissu liaus, og skaut varð-
stjórann. í sama vetfangi voru allir liinir varðmennirnir
drepnir. Æplu þá svertingjar heróp. Lyklavörðurinn var
skjótt drepinn, og þustu litlu síðar allir svertingjar upp á
þilfarið. Nokkrir af skipverjum höfðu hlaupið á pallinn
hinu aptara, og vörðust þaðan; en þá skorti bæði vopn
og snarræði. Ledoux var enn á lífi, og hvergi hræddur.
Sá hann að Tamangó var fvrir uppreistinni; hélt hann
að svertingjar mundu verða að gjalti, ef að hann gæti
fellt Tamangó. Haun bregður sverði, og ryður sér braut
fram ad honuiu. Tamangó snýr til móls við hann. Hann
hafði bissu í hendi, hélt um hlaupið, og lamdi með
skeptinu. Tamangó reiðir upp bissuna tveim höndum.
Ledoux vék sér undan högginu, og missti Tamangó hans.
Kom höggið áþilfarið. Skeptið brolnaði, en hlaupið stökk
úr höndum Tamangó. Var hann nú hlífarlaus. þá hló
Ledoux, og leggur sverðinu til Tamangó. Tamangó var
mjúkur sem köttur. Hann skýzt undir lagið, og ræður á
Ledoux; takast þeir nú fangbrögðum; var aðgangur þeirra