Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 135
135
Ítalíu hafði kensla í grisku verið nær því ófáanleg, en
vísindamenn þráðu mjög að nema grísku og kynnast hin-
um grísku bókmentum, sem verið höfðu fyrirmynd hinna
rómversku. þannig opnuðust fjársjóðir hinna grísku bók-
menla. Dauða málið og hið lifandi, lalínan og ítalskan
héldust nú í hendur; skáldin riluðu latínumál með sömu
snild og móðurmál sitt, og vísindamennirnir Politian og
Muretus rituðu það eins hreint og Cicero sjálfur, og mundi
víða örðugt að greina það frá gullaldarmáli Rómverja.
Engu minni var áhugi manna á grískunni, þegar menn
fóru að komast niður í henni, kvað svo ramt að því að
sumir tóku sér grísk nöfn, sömdu sig að grískum siðum
og blótuðu heiðin goð. Griskur maður, Gemistus Plotho,
flutti ræður í Florenz til að útskýra heimspeki Platons, og
fannst höfðingjanum Cosmus af Medici svo mikið um
hana, að hann stofnaði sérstaklegan skóla handa þeim, er
hana vildu nema. þá var og í Flórenz annar ágælur
lærdóms maður, er Ficinus hét; hann bar svo mikla loln-
ingu fyrir Plalon, að hann reisli honum altari í húsi sínu
og líkneskju hans upp af altarinu, en fyrirframan hana
lét hann brenna lampa, er aldrei slöknaði á nótt né dag.
Cosmus af Medici var hinn mentaðasti maður ogstórríkur,
enda varði hann og ógrynni fjár til að safna latínskum
handritum og sendi menn í allar áttir til að kaupa þau,
hvað sem kostaði. þessi tímaskipti hafa menn kallað
„endurnýjuu vísindanna“. Varð nú þekking í grísku og
latínu almenn og barst til annara landa. Arið 1348 var
stofnaður háskóli í Prag, og varð liann eitt af höfuðsetrum
vísindanna. A 15 öld voru ágætir fræðimenn í þýzka-
landi, Rudolph Agricola, Johan Reuchlin og Erasmus frá