Ný sumargjöf - 01.01.1865, Qupperneq 84
84
til að vinna Jórsali. Leiðin lá uni fjöll og (irnindi og
fórust þar margar þúsundir manna, en hinir sem á eptir
koniu, létu ekki á sér festa, þó þeir sæju ógreptruð líkin
og livltar beinahrúgurnar; þeir höfðu þær að veganiörkum
uni öræfin. þá sigldu menn og sjóveg þúsundum saman
fyrir suðurhöfða Ameriku, sumir brutust í gegnum Mexico
til vesturhafna landsins, og var öllum jafnmikill hugur á
að komast sem fyrst til gullnámanna.
Nokkru síðar bárust og tíðindi þessi lil Norðurálfunnar,
og óðara stökk þaðan fjöldi slarksamra, ágjarura og stór-
hugaðra ungra manna; þeir slitu sundur bönd þau, er
tengdu þá við foreldra, ættmenni og fósturjörðu, og hugð-
usl þeir annaðhvort að vinna fé og fullsælu allt í einu eða
láta lífið að öðrum kosti. þannig safnaðist á stuttum
tíma á einn stað svo sem svaraði 350,000 manna, úr öllum
áltum og frá öllum löndum jarðarinnar. Aldrei hefir
kynlegri þjóðblendingur verið saman kominn á einn blelt.
b'æstir »oru þar meira en háltfertugir, og svo var þar fátt
af kvennfólki, að ekki mundi svara meiru en tíunda parti.
Yoru að vísu margir seyrðir í liði þessu, en að sumu
leyti má segja, að það hafi verið kjarni mannkynsins, því
þess ber að gæta, hvílíkan kjark og áræði lil þess þurfti,
að hætla sér í slíkan félagsskap, þar sem menn á hverri
stundinni urðu að verja líf sitt og eignir og máttu aldrei
vopnlausir vera. Svo mikið er víst, að menn þessir voru
himr harðsnúnustu og ekki ólíkir Spánverjum þeim, er
eyddu ríki Inka og Azteka með Kortez og Pizarro. En
það var og gleðilegt að sjá, hversu lög og réttur smám-
saman eyddu soránum og óhroðanum í félagi þessu,
einsog dýrindis vínlögnr skilst frá dreggjunuin þegar