Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 14
14
orð við Tamangó. Ekki grunaði hann hið minnsla, hvað
þau höfðu talazt við, og ekki spurði hann þess.
Tamangó talaði bæði nælur og daga fyrir þrælunum,
að þeir skyldu gjöra lilraun nokkra, til þess að ná aptur
frelsi sínn. Leiddi hann þeim fyrir sjónir hve fámennir
skipverjar væru, og kvað varðmenn þeirra verða æ
hirðuminni dag frá degi. Hann lét þá einnig á sér
skilja, að hann mundi gela komið þeim heim aptur; sagð-
ist hann vera galdramaður, en svertingjar hafa mesta
traust á fjölkynngi. þeim er engan hlut vildu i þessu
eiga, ógnaði hann með djöflinum og öllum hans árum.
þrælarnir gjörðu góðan róm að máli hans, enda var Tam-
angó vel máli farinn; hafði hann og verið höfðingi mikill
með svertingjum, og þeir vanir að hræðast hann og hlýða
honum. Kom svo að þeir báðu hann ákveða dag, löngu
fyr en hann hafði nokkra von um, aðþettamundi heppnast.
Sagði hann, að tíminn væri enn ekki kominn. Hann kvað
djöfulinn koma til sln i draumi, og inundi hann segja sér
stund og tíma, en þeir skyldu ávallt vera viðbúnir. Tam-
angó gaf jafnan gætur að, hve gælnir varðmenn væru.
það var eitt sinn, að einn þeirra hafði reist bissu sína
upp við borðstokkinn, og horfði á fiska, er syntu í kjöl-
farinu. Tamangó tók bissuna, og fór með hana líkl og
hann hafði séð skipverja gjöra við vopna-æfingar; fórst
honum það mjög klaufalega. Bissan var skjótt af honum
lekiu. En nú vissi hann, að hann mátti á vopni taka,
án þess menn grunaði nokkuð.
það var eirthvern dag, að Ayché kastaði brauði einu
til hans, og gjörði honum bending um leið. í brauöinu
var dálítil þjöl, og skyldi hún verða þeim að frelsi.