Ný sumargjöf - 01.01.1865, Qupperneq 36
36
þYRNIRÓSA.
(eptir J. Grimm).
Einusinni fyrir aldaöðli voru konungur og droltning;
þau sögðu á degi hverjura: „Ó, að við eignuðumst barn!“
en þeim varð ekki að ósk sinni. það var einhvern dag,
er drottning var í baði, að krabbi skreiddist upp á land
úr flæðarmálinu og sagði við hana: „Ósk þinni skal
framgengt verða og skalt þú dóttur eignast.“ Spásaga
krabbans rættist, og ól drottning mevbarn svo fagurt, að
konungur réði sér ekki fyrir fögnuði, og bauð að halda
almenna gleðihátíð. Til þeirrar hátíðar bauð hann ekki
aðeins æltingjum og vitium, heldur einnig vísindakonum,
til þess að þær yrðu allar hollar og velviljaðar barninu.
Voru þrettán í ríki hans, en með því hann átti ekki nema
tólf gulldiska til að bera á borð fyrir þær, þá gat hann
ekki boðið hinni þreltándu. Komu nú þær, er boðnar voru,
og er hálíðin var á enda, þá gæddu þær barnið undragáfum
sínum; ein gaf því skírlífi, önnur fríðleik, þriðja auðlegð; og
þannig veiltu þær barninu hver af annari allt sem ágætast
er i heimi. En rétt sem ellefu voru búnar að mæla fram
óskir sínar, kom hin þrettánda, sem ekki var boðin, og
var henni í hug að hefna sín. Kallaði hún þá og sagði:
„Kóngsdóttir skal á flmmtánda ári stinga sig á snælduteini og
detta dauð niður.“ þá gekk hin tólfta fram, sem enn átti
ósk sina ósagða; gat hún að visu ekki brugðið hinu illa
dómsalkvæði, en linað gat hún það og mælli: „Samt skal
kóngsdótlir ekki deyja, heldur liggja heila öld l dauðadái.“
Konungur vonaði samt, að sér mundi takast að geyma
Larn sitt fyrir hrakspá þessari, og lél nú boð út ganga,