Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 122
122
færðist smámsaman t enskau ham; er efni liinna ensku
sögukvæða mestmegnis tekið úr Artussögunum. Á Eng-
landi og á Skotlandi voru kvæðainenn og söngmenn
þeir, er „minstrels“ hétu, og orktu þeir stutt og gagnorð
kvæði(„ballads“ eiginlega: danskvæði)um afreksverk hreysti-
manna eða sorglega atburði; eru þau að efiiinu til
áþekk hinum sænsku og dönsku fornkvæðum frá miðöld-
dunum, en sum af þeim eru þó gamankvæði. (t. a. m.
vísurnar um Robin Hood). Hin sænsku og dönsku forn-
kvæði eru að öllum líkindum orkt af vopnsveinum riddar-
anna eða öðrum í sveit þeirra. það sem einkum ein-
kennir kvæði þessi, er viðkvæðið, sem tvílekið er við enda
hverrar vísu. Að efninu til eru sum kvæðin frá heiðni, og
mega þau að réttu lagi heita fornkvæði, sum eru um helga
menn, sum eru kveðin uin sögulega viðburði (t. a. m. vísurnar
um Dagmær drotningu og riddara Stíg) en flest eru þó um
ástaræfinlýri og styrjöld lendra manna sín i milli, og eru
þau að miklu leyti sameigínleg fyrir Svía og Dani. — Til
eru líka norsk fornkvæði, íslenzk og færejsk, og eru þau
frá sömu tímiim og i líkiim anda og hin. — Böhmen er
og auðugt land að miðaldakvæðum, og eru við þau fögur
sönglög; mörg af þeim eru andlegs efnis eða herhvatir
frá Hússítastríðunum. Með skáldskaparritum verðum vér
einnig| að telja „rímkroníkurnar,“ sem um þetta leyti
voru samdar hvervetna í Norðurálfunni; þær eru sögur
eða annálar í bundinni ræðu og skýra annaðhvort frá
heilli sögu einhvers lands eða einslöku tímabili. þær eru
mest verðar fyrir þá sök, að þær hafa mikinn sögu fróðleík
að geyma um þá tíma, er fátt var ritað, auk þess að sum-
ar þeirra eru vel kveðnar og viðahvar skáldlegar. Hinar