Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 28
28
„Hversu skal að fara?“ mælli Markús, og túk nú að
íhuga þetla mál.
Komuinaður svaraði:
„það er ekki annað, en að þú hefir þrisvar yfir
faðirvorið og trúarjátninguna aptur á bak, og ákallar hinn
ósýnilega myrkrahöfðingja. Hann mun þá segja þér, livað
hezt hentar.“
Markúsi reis hugur við, er hann heyrði þessi ógurlegu
orð. Hann hélt hljóðlega áfram. Svarti maðurinn gekk
á hlið við Markús, og gaf Markús honum öðruhverju
hornauga. |>egar Markús kom að dyrunum á húsi sínu,
bauð hann komumanni að koma inn, en hann kvaðst eigi
hafa tíma til þess, því hann liefði vandamál að leysa af
hendi annarstaðar. Hann bauð Markúsi því góðar nætur.
Skraddaranum kom eigi dúr á auga alla nóttina;
hann var ávalt að hugsa um, hvað komumaður hefði sagt.
Sú varð niðurstaðan, að hann ásetti sér, að reyna ráðið
svarta mannsins, og sjá, liversu færi. „Eg þarf ekki að
binda hendur mínar með neinum skilmálum,“ sagði Markús
við sjálfan sig. „Mig langar aðeins til þess að vita, til
hvers þetta leiðir.“
Daginn eptir fór skraddarinn á afvikinn stað, og ætlaði
að hafa upp hin helgu orð aptur á bak, en í livert skipti
og hann byrjaði, var sem bjarg legðist á hjarla hans;
hann tók að titra og skjálfa. Loksins herti liann upp
hugann ogþuldi upp alla romsuna, og ákallaði hinri forna
fjanda mannkynsins. þá var eins og há skrugga dryndi,
og I sama vetfangi slóð myrkrahöfðinginn hjá Markúsi.
„Hvað viltu mér?“ spurði kölski; rödd hans var að