Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Side 89
93
urinn og leysingavatnið hefir svo tekið við og rótað ösku og vikri
yfir graslendið.
3. Gárar nefnast sandgeirar þeir, sem brjóta sér Ianga, en oftast
mjóa farvegi fyrst, gegnum graslendið niður í grjót og möl. Oftast eru
þeir litlir í fyrstu, en lengjast fljótt eftir því sem sandur berst yfir og
grasrótin veikist. Allir stefna gárarnir frá austlægri átt til vestlægrar,
vegna landnyrðings þurrveðranna, og upptök þeirra allra eru nær
Heklu en endir þeirra. Oftast hafa myndazt bakkar á báðar hliðar við
gárana, og þótt jarðvegur sé þar þunnur í fyrstu, þykkna fljótt og
hækka bakkarnir og jarðvegurinn út frá þeim af mold og sandi, sem
yfir rýkur. Þannig geta bakkar þessir orðið nokkurra metra háir.
Bakkarnir tefja svo fyrir útvíkkun gáranna, að útbrot sumra þeirra
hefir varað öldum saman. ,,Rofalýja“, rætur sandjurta, sem hanga
út úr sumum bökkunum, tefja mikið blásturinn og bakkahrunið. Gárar
stöðvast sjaldan fyrr en þeir rekast á læki, flóð eða votar mýrar,
sem gleypa mesta sandfokið. Upptök sumra gára má rekja til
hranna og eyra af vikri, ösku og sandi við læki, þar sem lygna
verður.
4. Tungur nefnist graslendi, sem verður mjótt, en getur orðið geysi-
langt milli gára. Upphafsendi tungna getur líka verið kallaður tangi
eða tögl, sem svo smám saman slitna sundur í einstaka bakka, unz
allt er farið sömu leiðina út í veður og vind, en heiðar allar og tungur
horfnar í samfellda sandhraunafláka.
5. Sandar. Svo eru gárarnir á Rangárvöllum kallaðir, þegar þeir
eru komnir yfir óralanga og breiða flatlenda aurmela. Tveir eru þar
sandar slíkir: Helluvaðssandur, allt frá Gunnarsholtinu og fram um
Selalækinn til Ytri-Rangár, nálægt 11 km á lengd og 2—4 km á
breidd. Hinn er Hofssandur, með Geitasandi áföstum efst, frá Reyðar-
vatnshæðum niður að Stóra-Hofi gamla og Eystri-Rangá, um Djúpa-
dal, líka um 11 km. langur og allt að 5 km breiður. Báðir munu þeir
hafa verið orðnir til á dögum Njálssögu, fyrir hálfri 10. öld, eða að
minnsta kosti, þegar Njála er rituð, því að ekki gátu það verið aðrir
,,sandar“, sem þeir Gissur hvíti og Geir goði ,,riðu austur yfir til
Hofs“ í herförinni að Gunnari á Hlíðarenda.
Líklegt er, að upptök sandanna beggja séu því eldri en landnámið
og frá rifrildi vatns og veðra frá öskufönnum úr fokskjóli fyrrnefndra
hæða. Þá segir landnámsnafnið Sandgil líka sína sögu. Þarf varla að
efa, að sandur hafi þá þegar verið kominn í farveg bæjarlækjarins
þar. Og mun þá hafa verið byrjaður uppblástur — á sama hátt og