Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Side 116

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Side 116
118 nýbýli, nema vatnssytra hefði verið eða fengizt úr brunni undir brún- inni þar í nánd. Leifar bygginga í högum Sandgils. — Landnám Kols hefir verið stærra en svo, að hann gæti notað nema lítinn hluta þess sjálfur. Er því lík- legt, að hann hafi bæði fljótt og fúslega byggt öðrum — selt, leigt eða gefið — fjarlægustu hluta landsins og girnilegustu fyrir aðra til ábúðar, svo sem Reyðarvatn og Keldur.1 — En um skipting efri hluta landnámsins verður bráðlega getið. — Jafnvel þótt fleiri jörðum hefði verið úthlutað, væri samt ærið land eftir í Sandgili fyrir stórbú þeirra feðga þar. Hjarðir nauta og sauða varð Egill að hafa í búi sínu, ef þar hafa verið (eins og á Keldum) 15 heimamenn, vígfærra karla, er sitja skyldu fyrir Gunnari í Knafahólum — með öðrum 15 undan Þríhyrningi. Ekkert kotungsbú hefði heldur bætt á sig vetrarlangt „austmönnum“ tveimur, norskum kaupmönn- um að líkindum, eins og Egill gerði. Rústir. Að þessu íhuguðu tel eg ekki ólíklegt, að leifar bygginga þeirra, sem nú skal lýst, séu frá dögum Egils í Sandgili eða annars stórbónda þar litlu síðar. I austur frá Sandgili I, laust neðan við efri Skógshrauns- brúnina er rúst mikil og óvenju löng, full 50 fet og um 9 fet á vídd, eftir því sem grjótdreif sýnir. Dyr hafa, vegna afstöðu og halla, verið á vestur- enda hússins, og líkindi virðast til þvergirðingar nærri innri enda. Of mjótt er þetta til að geta verið rétt fyrir fé eða hross og of vítt sem mjalta- kvíar. (Þær voru eigi meira en 6—7 fet, fyrir tvær raðir af ám við vegg- ina og gangur mjaltakvenna á milli). En þar sem engar rústir útihúsa hafa sést þarna í kring né heldur kunnugt um neitt annað, er sannað geti íbúð fólks þar að staðaldri, get eg þess til, að þetta hafi verið nautafjós frá Sandgili, með sambyggðu kumbli. Hafi nautpeningi öðrum en mjólkur- kúm og ungkálfum verið beitt í skógana sífellt á veturna, hýstur þó um nætur og gefið hey í aftaka harðindum. Heygjöf fylgdu básar, og vídd rústar (9 fet) svarar til einstæðra fjósa, og húsin varð helzt að gera mjó og löng vegna erfiðleika með yfirgerð úr torfengnu timbri öðru en birki- röftum, svona líka langt frá sjó og kaupstað, og án nokkurs rekaréttar. — Ef rétt var getið til, hefir mykjan verið notuð vel, og nærtækt að fá töðu í kumblið, því að enn sést brot af túngarði þar nálægt að vestanverðu, sem bendir til afgirðingar. Sauðféð var harðgerðara og betur „klætt“ í vetrarkulda og byljum. Voru því og víst ekki ætluð hús á þeim dögum, 1) Ókunnugt er þó um fyrstu byggð á bæjum þessum. En vegna tíma og aldurs gæti Höskuldur hinn hvíti, Ingjaldssonar sterka, faðir Ingjalds á Keldum, verið fyrsti ábúandi þar, og þótt litlu væri síðar en í Sandgili- Viðskipti Ingjalds og Flosa mega allir þekkja úr Njálu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.