Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Side 126

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Side 126
128 honum, eru húsarústir fjórar, samanbyggðar og svo stórar, að vel gátu hæft hverju meðalbýli. Vegna þess hefi eg leyft mér að tölusetja þær sem sjálfstætt býli, annað hvort í bróðerni með búendum á Hrappsstöðum eða á eftir þeim. En mögulegt er þó, að þarna hafi verið einhver útihús frá stóra býlinu, og þá helzt peningshús. Varla smiðja og því síður útibúr eða útieldhús, nokkur hundruð metra í burtu. Gróið er hér og óblásið, eins og á hinum staðnum. Húsin hafa staðið saman nálægt því í ferhyrning, tvö framar og tvö að baki. Fremri húsin sýnast jafnvíð inni, 9 fet, og lík að lengd, 24—26 fet, en þó tekur vestra húsið nærri 2 faðma lengra fram með þykku gafl- hlaði og þykkur veggur á milli. Dyr sýnast vera sunnan á báðum, en austan á eystra bakhúsinu (12X15 fet), og húsin öll aðskilin með þykkum veggjum tvöföldum. Hitt bakhúsið sýnist um 13 fet á lengd og 6 á vídd og líklega innangengt í það, en dyr ekki sýnilegar. — Hér ætti líka að grafa út rústirnar, ásamt fjósrústunum. Kynni þá einhvers staðar að koma í ljós smiðjan, sem nesið er kennt við, og hvort þetta hafa ekki verið tvö býli sjálfstæð, fremur en eitt og hið sama. Telja má víst, að býlin á Hrappsstöðum og Smiðjunesi hafi lagzt í auðn mjög snemma á öldum. Og ef nokkuð hefir blásið upp þar í kring frá ánni, þá er það fyrir löngu gróið upp aftur. Líklegra er, að byggðin hafi horfið þaðan af öðrum ástæðum. Bærinn stóð á lágum stað, þar var þröngsýni og sólarlaust nærri hálft árið. (Reynifell er mikið fjær Þríhyrningi að norðvestanverðu norðan í hárri öldu, og sést þar ekki sól í 14 eða 15 vikur). Jarðvegur mun alltaf hafa verið grunnur og þyrrinn, og túnið því snögglent og misbretasamt. 24. Holt. Svo hefir verið nefnd grjótdreif mikil, sem sýnilega er leifar af bæ, þótt ekki móti þar neitt fyrir húsaskipun. Þetta er í blásnu hrauni suðvestanundir enda á langri og stórri öldu, sem nú er kölluð Reynifellsalda, en vel gat heitið Holt að fornu fari. Fiská rennur milli öldunnar og Þríhyrnings, og er undirlendi þar við ána næsta lítið á báðar hliðar. Smiðjunes er na. við ölduna. Liggur hún því öll á milli nefndra bæjarstæða, og það langt milli, að vel gátu báðir þeir bæir verið í byggð samtímis. — Reynifell er nú norðan í sjálfri öld- unni, og er bær sá byggður fyrir 1330 (Þorleifsstaðir fyrir 1270). Varla hefir Reynifell verið byggt fyrr en annað eða bæði býlin, Holt og Smiðju- nes, voru lögð í eyði, og mun það byggt upp úr landi Holts fremur en hinna býlanna, er nú teljast til Þorleifsstaðalands. Líklegt er, að vikur og blástur frá Fiská ásamt eyðing skógar og hrís-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.