Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Side 148
150
hefir leysingavatn náð að grafa jarðfall gegnum túnið, og sést þar,
hve geysiþykkur er orðinn jarðvegurinn. Gári sá og sandur, sem eyði-
lagði Austasta Reyðarvatn á 17. öld, hefir brunað svo ört áfram, að
Síkið hefir ekki getað veitt nægilegt viðnám, eyðilagt að mestu lönd
Strandanna og spillt bæði Odda og Selalæk, á 18. öld. Eins er það
líklegt, að ennþá miklu fyrr en á 15. eða 16. öld hafi foksandurinn
og vikurinn af Geitasandi verið búinn að brjóta sér útrás vestan Síkis,
rétt við bæinn Melakot og eyðilagt hann.
En nú er einnig hjá Strönd kominn álitlegur nýgræðingur í gára
þenna, slægja orðin aftur sums staðar á túninu, og svæði mikið af-
markað með sandgræðslugirðingu.
Bygging Stranda í fyrstu er óviss. En líklegt, að þær hafi byggzt á 11.
öld, því að Landnáma telur „Strandir báðar og Varmadal" með Oddalandi,
er Þorgeir í Skarði keypti af Hrafni á Hofi snemma á 10. öld. Ólíklegra
er þó, að þá þegar á 10. öld væri búið að byggja tvö býli í svo náinni
sambúð.1 Að öðru leyti er fyrsta vitneskja um Efri Strönd sú, að Oddur
biskup (1589—1630) keypti hana til Skálholtsstóls. Jörðin hefir verið talin
stór og góð, og eigi heldur sparað afgjaldið til stólsins: 7 ærgildi í land-
skuld og 7 kvígildi (14 fjórðungar smjörs). Furðulegt er það, að 1681 telst
jörðin 20 hundruð, því að þá hlýtur hún að hafa verið farin mjög að spillast
(þá 5 kúgildi), og ört hrakar henni úr því. Eftir 15 ár, 1696, er hún ekki
metin nema 3 hundruð. Lækkaði þá jafnframt afgjaldið svo, að árið 1700
er það ekki nema 2 ær og 6 fjórðungar. Algjörlega fór jörðin í eyði 1709.
— Á sama tímabili lækkuðu mjög að mati margar jarðir aðrar á Rangár-
völlum, og hefir Heklugosið mikla, 1693, átt mestan þátt í því. I jarða-
skjölum stólsins 1781 er Efri Strönd ekki nefnd, sýnist þá alveg gleymd
sem gömul eyðijörð, og ekki seldist hún með öðrum jörðum stólsins á
árunum 1787—1840. Síðar var þó rumskað og reynt að selja jörð þessa.
Að fyrirskipun amtmanns 1856 bauð Magnús Stephensen sýslumaður
Ströndina til sölu. Eigi sést, hvað í hana var boðið, en sýslumaður taldi
það ekki „meðtækilegt", af því að kunnugir segi, að þar sé land að gróa
upp, og kunni að geta orðið byggilegt að nokkrum árum liðnum. — En
nálgast fara þau nú öldina, án líkinda til byggingar, þessi „nokkur ár“.
Næst vitnast það, að Guðmundur á Kornbrekkum bauð 80 rd. fyrir „Gömlu
Strönd“ 1861. Og þótti það eigi heldur „meðtækilegt“. Á hreppsþingi 1864
1) Selalækur er ekki talinn hér með landi Odda. Hann hefir því verið
byggður síðar. En verið í fyrstu sel frá Odda, sama og „Selsland", eins og
Brynjólfur biskup hélt að væri.