Fylkir - 01.05.1920, Blaðsíða 12
12
líkindum framfært margfalt fleira fólk en þar býr. Fann Baldviit
bónda á Stóru-Reykjum við slátt úti á engi, og fór hann þegar
með mig heim til sín og sýndi mér margt mjög eftirtektarvert
þar, svo sem ágætlega ræktaða jarðeplagarða, sem voru enn
þaktir laufi, þvf hitinn frá hverunum verkar eins og suðrænir
vindar í grend við þá. Leirinn við hverana er sundursoðinn, en
annars ekkert markverður að mér virtist. Hitt hefur talsvert gildi,
er Baldvin bóndi hefur sýnt, að nota má hveri til þess að breyta
gamalli sinu í nýtilegan áburð. Sumir hugmyndamenn á Húsavík
höfðu orð á því, að nota hverina til niðursuðu á matvælum, og
vildu stofna gróðafélag til þess og leggja járnbraut upp að hver-
unum! Peir um það; eg hef lítið vit á niðursuðu; en ei að síð-
ur ber eg beztar endurminningar frá Stóru-Reykjum, þótt Uxa-
hver sé nú farinn að þreytast og eigi eins tignarlegur og áður.
Raðan fór eg sem leið liggur yfir heiðar og dali, kom að Grenj-
aðarstað um kvöldið og hingað til Akureyrar næsta dag án nokk-
urra tíðinda, ríkari af sýnishornum af steina- og jarðtegunduni
en eg hafði farið og ekki stórt fátækari af peningum. Pó kost-
uðu þessar ferðir mig alls nálægt 100 krónum.
Hinn 19. september s.l. sendi eg Gísla Guðmundssyni, yfir-
manni rannsóknarstofunnar í Reykjavík, sýnishorn af steinteg-
undum þeim, sem hér segir:
Dökkgrár sandsteinn, tekinn úr landssjóðsnámunni á Tjörnesi,
samskonar og eg sendi í sumar, merktur nr. 72.
Sami steinn brendur, merktur nr. 73.
Sandsteinn úr Hringversnámunni, samskonar og nr. 57.
Sandsteiun (móberg) úr höfðanum fyrir utan Laxamýri, mérkt-
ur nr. 75.
Sandsteinn úr klöppinni fyrir utan Húsavík, nr. 76.
Auk þessara steintegunda hef eg sent fáein fleiri sýnishorn
til efnarannsóknarstofunnar, n!.:
Grænleitan blágrýtismola, tekinn úr farvegi Bægisár, rétt fy«'ir
neðan brúna, nr. 77.
Hraungrýtismola frá sama stað, nr. 78.