Fylkir - 01.05.1920, Blaðsíða 104
104
ing bygðist á því, að hún vœri sek um striðið, né andsvarleg
fyrir breytni sinnar fyrri stjórnar; en slik skuldbinding er óhugS'
anleg, nema sá, sem þannig er bundinn, sé sekur.“ Og síðan vís-
ar höf. til bréfsins frá ríkisskrifara Lansing 5. nóv. 1918, Þar
sem krafan til bóta byggist á „frumhlaupi Þýzkalands á sjó, landi
og i lopti.“ Bréfið endar samt með franskri kurteisi: »Hér með
votta eg yður, herra forseti, mína mestu samhygð.!«
Hinn 29. marz 1919 hafði nefnd, útnefnd af Bandamönnum,
til að rannsaka upptök stríðsins og sakir stríðsaðila, sent friðar-
þinginu álit sitt í sundurliðuðum greinum, sem byrja með þess-
um orðum: „Þýzkaland og Austurriki eru sek um upptök striðs-
ins og næst þeim Tyrkland og Búlgaria. Pýzkaland og Austur-
ríki eru sek, af því að þau hafa brotið þjóðaréttindi á LuxeiH'
burg og Belgíu; þau eru ennfremur sek í ofríki við Frakklanð
og Serbíu, með því að hafa gert spell á landamærum þeirra,
áður en strið var opinberlega tilkynt." Svo kemur sagan um
morðið 28. júní, sem nefndin segir, að Þýzkaland og Austarrik1
hafi notað sem ástæðu til að hefja ójriðinn, til þess að undiroka
Serbíu og aðrar Evrópuþjóðir; ályktar nefndin þar af, að striðið
hafi verið undirbúið og hafið að undirlagi Miðveldanna og þeirfa
liða, Tyrkjum og Búlgurum, og segir, að Pýzkaland og Austut'
ríki hafi marg sinnis hafnað miðlunartilboðum Breta og Frakka-
Ofanritað er tekið upp eftir bókinni „Deutschland schuldig?
(»Pýzka þjóðin sek?«), útg. í Berlín 1919, Karl Heymanns Verlag>
bls. 1-23.
Önnur bók, sem vert er að lesa í þessu sambandi, eru friðaf'
skilmálarnir sjálfir, útgefnir á frönsku, ensku og þýzku, og sef11
ísafoldargreinin er tekin úr.
þjóðverjar undirskrifuðu samningana 28. júní, eins og kur>n'
ugt er; sáu sér þann kost einan, og vonuðu, ef til vill, að kröt'
ur Bandamanna yrðu linaðar síðar meir. En af því hefur ekk1
orðið enn. Bandamenn hafa ekki látið sér segjast við aðvöruu
greifa Rantzau, heldur lagt þýzku þjóðinni talsvert þyngri
á herðar, en hún getur borið. Tvenn stjórnarsRifti hafa orðið a