Fylkir - 01.05.1920, Blaðsíða 92
/
92
»fjölli« og »ralii« áfram, svo mun forspá þeirra Dana rætast, er
sögðu við mig fyrir 25 árum, að þálifandi kynslóð væri ekk1
nógu þroskuð hér á landi til að nota eða hagnýta sér uppfinning'
ar og visindastörf. Ef til vil! eru draumar mínir einnig að raetast.
Sá t. d., er mjg dreymdi í Edinborg fyrir 23 árum síðan, er e£
þóttist sjá ungan mann sofandi og allsnakinn á skeri, en alls'
konar höggormar og nöðrur hringuðu sig í kringum hann. Eg
óttaðist hvað um hann yrði, ef hann skyldi vakna þá og hreyf3
sig. — Fornkunningi minn, Einar H. Kvaran, hfifur ritað sögU-
»Sálin vaknar«, og söguhetjan vaknar með óráði á sjúkrahúsi
fær loksins, að fengnum bata, skrifstofustöðu á Bretlandi.
Annar draumur, sem mig dreymdi, þegar egf var í París fyr,r
10 árum síðan, er nú óneitaniega að rætast. Eg þóttist þá stand3
nálægt sigurboganum >>Stjarnan« (Etoile) við enda stórgö*
unnar Hermannavegur (Avenue de la grande Armée) og sjá Þar
koma fylking svartklæddra hermanna: En þegar þeir komu n#1"'
sá eg þeir gengu allir á hækjum og voru limlestir. Sú fylkif1^
ætlaði aldrei að taka enda. Einn þeirra heilsaði mér með hneig'
ingu. Pað var íslendingur. Eg skildi, árið 1914, fyrir hverju Þae
var, og óskaði þá, að eg mætti segja eitt orð í eyra íslands’
vonandi það virti það meir en fyrir 20 árum. Pví eg hélt, a
Ísland ætti framtíð og þjóðin hefði sérstakt verk að vinna,
það, að framkvæma beztu áform forfeðra sinna og gera land'
heimili Ijóssins, verulega Ásaborg. — En nú, þegar eg hef se
landið og tilraunir þjóðarinnar, þá sé eg ýmsar tálmanir. ' aC
eru ekki svo mjög eldgos, hafís og illviðri, eins og fordild,rl'
fávizkan, valdafíknin og heimskan. Skólar okkar eru til skrau*5
fremur en til gagns. Embættismenn, alt of margir, eins og UPP
á stáss. Siðirnir orðnir útlendir og hlægilegir. Margir gamlir
góðir siðir, svo sem húslestrar á kvöldin, hafa lagst niður; 5}j0
einnig kirkjugöngur; en ýmiskonar hjátrú og hégiljur útbreiða5
meðal alþýðu í stað vísinda, ráðvendni og verklegrar menningar’
Vonandi það breytist fijótt til hins betra.
Menn hafa lengi kvartað yfir því, að ísland væri svo fát#