Fylkir - 01.05.1920, Blaðsíða 70
70
verið, þegar þau eru athuguð hver í sambandi við önnur, er
þessi:
1. Vatnið er eigi alment undirorpið eignarrétti þewa, sem land
eiga undir þvi.
2. Landi því, sem vatn flýtur um eða vatn liggur á, fylg'r
undantekningarlaust tilkall til að nota vatnið til heimilisþarfa-
Sbr. Jónsbók, Ib. 24, lög nr. 84, 22. nóv. 1907, 1. gr., o. s. frv.
3. Sama tilkall fylgir landi til að nota vatn á því til jarðræktar
(áveitu) o. s. frv.
4. Sama . . . til að nota það til iðnaðar eða iðju í þarfir lands-
ins beinlínis o. s. frv.
5. Vatn, sem löglega er notað til iðju, iðnaðar eða áveitu>
verður eigi endurgjaldslaust notað til annarar iðju, iðnaðar
eða áveitu ...
6. Það vatn, er eigi er notað samkvæmt 2-5, er öðrum frjálst
til notkunar endurgjaldslaust. Jónsbók Ib. 22 og 24, lög nr. 84,
22. nóv. 1907, 1. gr., o. s. frv.c.
Höf. lýkur ritgerð sinni með þessum orðum (bls. 45):
»Eins og áður hefur verið sagt, hefur löggjafarvaíðið í löguifl
sínum, bæði á aiþingi 1907 . . . og síðar, haldið sömu stefnu 1
vatnalöggjöf sinni, sem kemur fram í ákvæðum Jónsbókar, þeiu1
er lýst hefur verið hér að framan og bygð eru á þeirri hugsuri,
að vatn er alment almennings eign, að því leyti, sem [jess er
eigi þörf til nytja þess lands, sem það er á eða flýtur um.«
Ritgerð Guðm. Björnssonar landlæknis um »Vatnastjórnsemi
annara þjóða«, gefur Ijóst og skipulegt yfirlit yfir vatnalöggjöf
helztu Evrópu og Ameríku þjóða, og sýnir einnig, hve mikl3
vatnsorku þau lönd geyma á hvern km., og á mann,*og hve
mikið af þeirri orku er notað.
Samkvæmt þeim skýrslum nota mestu iðnaðarþjóðir í þessum
álfum ekki meir en brot úr 1 h.orku á mann. Heldur höf. að
þar af sé auðsætt, að hér á íslandi muni landsmenn ekki nota
I