Fylkir - 01.05.1920, Blaðsíða 22
22
þeir þyrftu að bórga, og hvort rafstöðin yrði einungis fyrir efn-
aðri bæarmenn, eða fyrir alla jafnt,. fátœka og ríka. Petta finst
mér ekki óþarft að athuga áður en menn binda sér meira en
million króna skuld á herðar, að eins fyrir afl til Ijósa og mat-
suðu. f*að sé langt frá rnér, að aftra mönnum frá að koma upp
fullnægjandi rafstöð fyrir bæinn; en það er í þessu efni sem
öðru, að »mikið skal vanda það, sem vel á að standa* og »flas
gerir engan flýtir«.
þrátt fyrir hina miklu verðhækkun á öllu, held eg rafveitustöð
til Ijósa, eldunar og smáiðju fyrir þenna bæ eigi ekki og megi
ekki með öllum tækjum og leiðslum inni húss, lömpum og suðu-
áhöldum kosta yfir eina million króna, ef árleg útgjöld fyrir
rentur og afborganir, viðhald og rekstur eiga ekki að verða ó-
bærileg fyrir allan fjölda bæarmanna: því ætla verður árleg út-
gjöld a. m. kosti \2xl2°lo af stofnkostnaðinum til jafnaðar; og
fyrstu árin full 16%, nl. 10% til renta Og afborgana af stofn-
kostnaðinum, þ. e. 100,000 krónur, og auk þess 25,000 til 60,000
krónur til reksturs og viðgerða, og verður það þó of lítið, ef
vélar eða leiðslur og áhöld ganga mikið af sér. En 12'/2 til 16%
af stofnkostnaði gerir árleg útgjöld 125,000 til 160 þúsund krón-
ur, þ. e. um 60 til 80 krónur á hvern mann af 2000. En þau
árs útgjöld munu verða flestum nógu þung fyrir rafveitu til
Ijósa og matsuðu einnar og lítilfjörlegrar iðju. O. J. Hlíðdal á-
ætlar árleg útgjöld við fyrirhugaða 600 h.afla rafstöð kr. 137,000.
F*ess vegna virðist mér áætlun þeirra G. J. Hlíðdals og Jóns
Porlákssonar bæði of ónákvœm og of há, eins og hún kemur
nú fyrir almennings sjónir, til þess að ráðlegt sé að byggja
tnikið á henni, eða leggja hana til grundvallar fyrir nefndri rafveitu,
þótt áætlunin dugi til hliðsjónar.
Mín tillaga er sú, að bærinn leiti sér þegar í stað upplýsinga
hjá ábyggilegum rafmagnsfélögum um, hve mikið fyrirhuguð raf-
veitustöð með öllum tilheyrandi tækjum mundi kosta, en láti
framkvæmdir í þessu máli bíða þar til þær upplýsingar eru
fengnar.