Fylkir - 01.05.1920, Blaðsíða 50
50
kostnað vatnsorkuvera, (samkvæmt skýrslu yfirkennara Arrhenius-
ar), sem höfðu 400 hestorkur eða þar yfir, var sem fylgir:
Fallhæð 3 mtr. Kostnaður á hverfihjól h.orku 600 kr.
5 -
10 -
30 -
70 -
- 500 -
— 400 -
— 300 -
- 250 -
En þessi skýrsla var geíin út í Svíþjóð árið 1900, og skal vik-
ið að þessu atriði síðar.
Höf. ætlast til, að hið unga ríki, ísland, nái umráðum yfir svo
orkumiklum vatnsföllum, að nægi til allra almenningsþarfa uru
fyrstu 70 ár, nl. þar til fyrstu orkuverin, sem leyft yrði að byggj3
samkvæmt sérleyfislögunum, verða eign ríkisins. Þau orkuvötri,
sem honum þykja álitlegust til ríkis starfrækslu, eru þessi:
1. Sogið milli Pingvallavatns og Álftavatns um 80 þús. hestöfl
2. Dynjandi í Arnarfirði 15 -
3. Hvalá á Ströndum 20 — —
4. Laxá við Mývatn 65 — —
5. Lagarfljót 30 — —
Samtals 210 þús. hestöfl
(Sjá bls. 43).
Á bls. 44 gerir höf. ráð fyrir, að 50 þús. hestorkuver við
Sogið geti fullnægt 40 þús. manns til Ijósa, suðu, hitunar og
iðnaðar. Ef 6000 meðal fjölskyldur (7 í fjölskyldu) borguðu að
jafnaði 500 kr. hver á ári (þ. e. 70 kr. á hvern), þá nægðu tekj'
urnar til aó borga rentur, fyrning og reksturskostnað, alt það
reiknað 15°/o af stofnkostnaði, þó orkuverið með öllum leiðslm11
kostaði 20 mill. króna, eða 400 kr. á hestafl.
Á næstu bls. segir höf. ennfremur: »Ef nú ríkið hefði náð
yfirráðum yfir þessum 200 þús. hestorkum, sem það tæki til af'
nota eftir hentugleikum næstu áratugina, og þar við bættust oll
hin smærri orkuvötn, vafalaust önnur 200 þús. hestöfl, þá vær'
landsmönnum í næstu 70 ár trygð vatnsorka, sem minst næm>
5 hestorkum á hvern íbúa, og þær framfarir eru því nær óhugs-