Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 19
Ó Ð I N N
19
frá mjer einhverjum fátækum leikmanni í hreppi yðar,
sem vill fá þekkingu á Guði af verkum hans, því að
þar til er hún flestum bókum beíur fallin á vora tungu
og yfir höfuð mikið snildarverk, að dómi ágætra lær-
dómsmanna, sem mig, er ekki hef verið til menta
settur, langar til að styðja að, að útbreiðist meðal
alþýðu, henni bæði til fróðleiks og guðrækilegrar upp-
byggingar*.
I Reykjavík vann Páll bæði hjá Lúðvík Alexíussyni,
föður Lárusar skósmiðs, og Eiríki í Grjóta. Var hann
þá stundum við vegabætur að sumrinu, en við sjó-
róðra á veturna. Þá skrifa þeir Guðmundur í Elliða-
koti og Þorlákur í Fífuhvammi opinberlega í blöð um
vegalagningar, að undirlagi Páls, og verður það til
þess, að landsstjórnin fær hingað upp norskan mann
(Hovdenak), til að mæla fyrir vegum og kenna mönn-
um vegalagning. Kom hann til Seyðisfjarðar, og
rjeðst Páll til hans og vann með honum tvö sumur.
Þá ákvað hann að brjótast til Noregs, til þess að
verða færari í þessu starfi, og hjet Einar sýslumaður
Thorlacius honum 300 kr. styrk til fararinnar. En
vegna þröngsýni amtsráðsins varð Páll að endurgreiða
þær krónur síðar.
Páll var nú þrjú ár í Noregi við vegagerð. Kyntist
hann þá presti einum heittrúuðum, Benner að nafni,
og varð fyrir djúptækum áhrifum af honum, og jafn-
vel trúarlegu afturhvarfi, að eigin sögn. Þá sá hann
og eitt sinn við kirkju stúlku nokkra. Eigi töluðust
þau við, og ekki vissi hann nafn hennar. En þau
horfðust örstund í augu, og voru þá ráðin örlög hans,
því hann hjet að ganga að eiga þessa stúlku eða
enga aðra. Og því heiti hefur hann verið trúr. —
Hjer má þess geta, að síðan fór hann tvær ferðir til
Noregs um aldamótin.
Þegar Páll kom úr Noregs-förinni fyrstu, var hann
eitt ár hjá Einari sýslumanni Thorlacius, en að því
lokr.u rjeðist hann í þjónustu landsins, sem verkstjóri.
En er hann kom til Seyðisfjarðar úr síðari siglingu,
1901, og beið skipsferðar til Reykjavíkur, gerðist þessi
saga. Páli barst til eyrna, að uppi í ]ökulsárhlíð stæði
svo á, að þar væri komið efni til brúar einnar, en
vantaði mann til að sjá um brúarsmíðina. Fór þá Páll
þangað og kom á brúnni, en er gerð voru reiknings-
skil, setti hann upp kr. 0,50 — fimmtíu aura —, er
hann hafði greitt fyrir ferju eða greiða. Annars kvaðst
hann »engu hafa slökt niður við ferðina«, og taldi
því ekki eftir sjer ómakið. Mundi þetta ekki næsta
einstakt dæmi um ósjerplægni og fórnfýsi? En mörg
slík hafa gerst í æfi þessa manns.
í 10 — 11 ár er Páll ráðinn verkstjóri af Magnúsi
landshöfðingja Stephensen fyrir landsins hönd, og vann
hann þá fyrir Reykjavíkurbæ að vetrinum. Síðan af-
salaði hann sjer því starfi, og hefði þó gjarnan getað
haldið því, þar eð reglusemi hans og ráðvendni og
trúmenska var algerlega einstök. Þá voru nokkur
erfiðleikaár í búskaparlegu tilliíi og virtist Páli
landbúnaðurinn þurfa einna mest manna við, og
ákveður að ganga
í vinnumensku,
þótt honum þyki
vinnutíminn í sveit-
inni helst til iang-
ur og óreglulegur.
Fyrir áeggjan syst-
ur sinnar ræðst
hann í visttilBjörns
bónda Bjarnason-
ar á Brekku íBisk-
upstungum, og var
rneð honum tvö ár.
Sóknarprestur
hans var sjera
Magnús Helgason
á Torfastöðum, og
tókst með þeim
aldavinátta, er helst
fram á þenna dag. Hefur sjera Magnús Helgason
átt trúnað Páls allan, og hefur nú ákveðið að láta
sumt af brjefum Páls og ritgerðum í Landsskjala-
safnið, svo að það varðveitist frá glötun. Hann er og
heimildarmaður minn að þessari grein öðrum þræði,
en Páll sjálfur að hinum.
Svo segir sjera Magnús, að aldrei hafi Páli fallið
verk úr hendi hinn venjulega vinnutíma á Brekku,
»tók prjónana sína, ef ekki var annað; en eftir þann
tíma las hann eða skrifaði, ef ekkert kallaði að«.
Og enn segir hann: »Okkur sveitungunum kom hann
í góðar þarfir: Áhugi var að vakna á vegabótum,
fyrsti vagninn þegar keyptur til ofaníburðar og ráðið
að setja dragferju á Hvítá hjá Iðu. Páll stýrði því.
A vetrum kendi Páll börnum lestur og reikning, og
hafði þau með sjer til kirkju hvert sinn, er messað var.
— En Páll var ekki lengi á Brekku. — Haustið
1903 vildi það hörmulega slys til, að Runólfur bóndi
á Iðu druknaði í Hvítá, frá konu og 4 börnum ung-
um. Þau hjón voru nýkomin þangað austan úr Skafta-
fellssýslu. Efni voru lítil og ekki annars kostur en að
ekkjan yrði að flytjast aftur austur á sína sveit, nema
einhver maður fengist til bús með henni. Var nú
leitað til nokkurra, en allir neituðu; þótti ráðið ekki
Páll Jónsson.