Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 71
Ó Ð I N N
71
skemti mjer við að horfa á hafrótið. — Matur var
ágætur og lyst mín góð, eins og vant er á sjó, en
einn daginn var okkur ekki fært að fara affur í káetu
til að matast og brautst einn skipverji, albrynjaður,
fram tii okkar og færði okkur harðfisk og eitthvað
að snarla. Síðdegis fór jeg aftur fyrir turninn og sá
þar sliga liggja niður í skipið; jeg klifraði þar niður
og komst ofan í kolarúmið, þaðan inn í vjelarúmið
og svo alia leið aftur í káetu. Þar var tekið vel á
móti mjer og settar fram ríkulegar vistir, þótt ekki
væri matmálstími. Eftir góða máltíð fór jeg sömu leið
til baka, og þóttist skipstjóri mig úr helju heimtan
hafa; hann var orðinn hálfhræddur um að jeg hefði
farið mjer að voða. — Suður með öllu Skotlandi og
Englandi að austanverðu fengum við stórviðri á móti,
og seinkaði það ferðinni, svo að vjer komum ekki til
Grimsby fyr en á föstudagsmorgun. Nú fanst mjer
fyrst æfintýrið vera að byrja. Tollþjónn kom á skip,
og með því að jeg átti þar í land að fara, sýndi jeg
honum rækilega pjönkur mínar. Mjer höfðu gefist
vindlar drjúgum við burtförina úr Reykjavík, og átti
jeg eítir 130 stykki af þeim. Tollþjónninn þorði ekki
að ráða fram úr því vandamáli, hvað gera ælti við
vindlana, og stakk upp á því, að jeg kæmi með sjer
upp á tollbúð. Þar var sett ráðstefna um málið; þeim
fanst hart að setja toll á vindlana, þar sem jeg yrði
að eins einn dag eða svo í landinu, en að sleppa
mjer ótolluðum var heldur ekki gerlegt. Eftir allmiklar
málalengingar var komist að þeirri niðurstöðu, að
jeg skyldi borga toll af þeim í Grimsby, og fá hann
endurgoldinn í Liverpool. Þetta varð svo að ráði;
jeg borgaði 9 shillinga, og fjekk ávísun til tollbúðar-
innar í Liverpool og pakkann innsiglaðan. Á toll-
búðinni var jeg spurður, hvort jeg hefði fengið far-
seðil til Ameríku, og hvort jeg þekti nokkurn »agent«,
og er jeg neitaði hvorutveggja, vísuðu þeir mjer á
sænskan »agent«, sem væri mjög áreiðanlegur maður,
og ljetu tollþjón fylgja mjer þangað. Þóttist jeg hafa
farið góða för upp á tollbúðina. — Jeg fjekk svo far
alla leið til Winnipeg, í þriðja flokks vagni á járn-
braut og öðru farrými á skipi, sem leggja átti af stað
frá Liverpool daginn eftir. Til þess að vera sem lengst
með Gísla, og fjelögum mínum af togaranum, valdi jeg
mjer að fara með seinalest, sem átti að leggja af stað
kl. 6ty2. Jeg fjekk hjá »agentinum« ávísun á skandina-
viskt gistihús og sendi hann símskeyti þangað, að tekið
yrði á móti mjer á járnbrautarstöðinui. — Á tilsettum
tíma fylgdu skipverjar af togaranum mjer á járn-
brautarstöðina. Hún virtist vera alveg manntóm. Jeg
gekk þar að klefa, til þess að stíga inn; þar voru
þá tveir ungir menn fyrir, og tóku á móti farangri
mínum mjög fúslega. Þeir voru í vinnufötum og all-
óhreinir. Fjelögum mínum leitst svo glæfralega á þá,
að þeir vildu láta mig skifta um vagn. En jeg ljet
mjer lynda að vera þarna, þó að auðsýnilegt væri að
þeir væru dálítið kendir. Svo kom skilnaðarslundin,
og jeg kvaddi landa mína með þökk. Þá fyrst fanst
mjer að jeg vera að skilja við Island; jeg hafði ekki
fundið til þess áður. — Svo rann lestin af stað og
jeg var dálítið viðkvæmur og sat eins og í hálfgerðri
leiðslu. Alt í einu hrökk jeg við, því að jeg fann, að
handlegg var stungið undir handlegg mjer, og í sama
bili var einnig hönd stungið inn undir hinn handlegg-
inn. Þetta voru þá báðir piltarnir. Jeg spurði, hvað
þeir vildu, og þeir sögðu mjer það og töluðu ört, en
jeg skildi ekkert hvað þeir voru að segja. Svo tók
jeg upp vasabók og blýant og bað þá að skrifa það,
sem þeir vildu mjer. Þá skrifaði annar, að þá langaði
til að vita, hvaða mál jeg hefði talað við þá, sem
höfðu verið að kveðja. Jeg skrifaði svarið, og svo
hófst einkennilegt samtal, bæði skriflegt og munnlegt.
Jeg sagði þeim, hvert jeg væri að fara og í hvaða
erindum. Þeir kváðust vera á leið heim til sín í
Sheffield. Jeg skrifaði, að mjer þætti leitt að sjá svo
efnilega unga menn hálfdrukna, og fóru þeir að af-
saka sig. Þeir voru ákaflega innilegir og kurteisir,
og reiddust ekki, þótt jeg segði þeim til syndanna.
Þagar þeir skildu við mig, kvöddu þeir mig með
handabandi, og skrifuðu í bókina, að þeir skyldu fara
í K. F. U M. í Sheffield og segja, hvað jeg hefði sagt
við þá; annar teiknaði sexboraða skeifu í bók mína
sem fararheill. Jeg sá eftir þeim, er þeir voru farnir.
Svo var jeg aleinn í lestinni, að minsta kosti í þeim
vagni; jeg fjekk mikinn höfuðverk; svo sofnaði jeg,
og var batnað, er jeg vaknaði. KI. 12 V2 um miðnætti
var komið til Liverpool. Jeg vissi ekki til að aðrir
kæmu út úr lestinni en lestarstjórinn og jeg; það var
engan mann að sjá á stjettinni og enginn að taka á
móti mjer, eins og jeg hafði vonast eftir. Jeg sneri
mjer að lögreglumanni og sýndi honum nafn gisti-
hússins, sem jeg ætlaði mjer til, og bað hann að út-
vega mjer vagn. Hann gerði það og útskýrði fyrir
ökumanni, hvert hann ætti að fara með mig. Það var
afarlöng keyrsla. Loks komum við að gistihúsinu. Þar
var alt dimt, ekki ljós í neinum glugga. Okumaðurinn
barði og hringdi, en enginn kom til dyra. Svo tók
hann eftir að lögreglu-innsigli var á dyrunum. Við
• ókum svo að hóteli einu, en þar var alt fult. Hann
kvaðst þekkja eitt »Temperance-Hotel« og bað jeg
hann að aka mjer þangað. Svo ókum við hátt upp í