Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 88
88
Ó Ð I N N
Æfiminningar
sjera Friðriks Friðrikssonar.
Eftir prófessor Richard Beck.
Andlegt frjómagn og helgunarafl sannrar kristni lýsa
sjer hvergi jafn öfluglega og í lífi og starfi þeirra, sem
fylgt hafa trúlegast fyrirdæmi meistara síns á jarðar-
göngu sinni. Æfisögur slíkra eru því bæði vekjandi
og eggjandi, kærkominn lestur kristilega sinnuðu fólki
og þeim öllum, sem skipa siðferðislegum þroska í
öndvegi menningarlegrar framsóknar.
Svo munu flestir mæla, að sjálfsæfisaga sjera Frið-
riks Friðrikssonar eigi tvímælalaust heima í flokki
þess konar rita, en hún hefur, sem kunnugt er, verið
að koma út í tímaritinu »Óðni« um nokkurt skeið, og
er enn ólokið. >Undirbúningsárin«, fyrsta bindi þessara
æfiminninga, var sjerprentað 1928, en framhald þeirra,
»Starfsárin« (fyrsti partur), kom út í bókarformi fyrir
eithvað ári síðan.
í »Undirbúningsárunum« sagði, eins og nafnið bend-
ir til, frá æsku höfundar og yngri árum, því timabili,
þegar horf unglingsins við lífinu mótast auðveldast og
varanlegast af umhverfi, atvikum og samneyti við aðra.
Þá eru lagðir hornsteinar að framtíðarheill hlutaðeig-
anda. Hvað sjera Friðrik snertir, var lífsskoðun hans
— trúarvissa hans og eldheitur kristlegur áhugi —
ekki bygð á foksandi augnabliksákvörðunar, heldur á
kletfi langrar, harðrar trúarlegrar baráttu; og á þeim
trausta grundvelli rís smámsaman og eflist víðtæk og
blessunarrík starfsemi í þágu íslensks æskulýðs, þess
hluta hverrar þjóðar, sem mest er þörf hollrar leið-
sagnar.
Frá þeirri starfsemi og aðdraganda hennar segir í
»Starfsárunum«, en í inngangsorðunum að þeim kemst
höfundur svo að orði (með Undirbúningsárin í huga):
»]eg hafði fundið markmið mitt í heiminum, og Oissi,
að hverju jeg ætlaði að stefna. Þess vegna endaði
jeg bókina um undirbúningsárin á þessu tímabili, enda
þótt þeim væri eigi að fullu lokið, því jeg sá engan
Magnús Pjetursson státaði hjá nafninu H. v. Euler.
Mjer er og kunnugt um, að prófessor v. Euler hafði
mjög mikið áiit á Magnúsí sem vísindamannsefni.
— Erfiðustu árin voru að baki. Það leið að náms-
lokum. Heima biðu næg verkefni. Alt virtist leika í
lyndi. —- Nú eru allar þær borgir brotnar.
— Magnús, fjelagi og vinur. Orð og óskir, hversu
einlægar sem eru, fá þig eigi afturkallað. En þakkir
veg, hvernig byrja ætti, og hafði hugsað mjer að fara
að öllu hægt og gætilega. Starfið lá framundan; jeg
sá það í hillingum álengdur, og lagði það í Guðs
hönd, hvenær og hvernig það ætti að byrja. En fyrsti
liður starfsins áleit jeg að vera ætti námið á presta-
skólanum. Svo yrði hitt að koma á einhvern veg«.
Atburðaríkum prestaskólaárum sínum lýsir sjera Frið-
rik því næst hispurslaust og skemfilega, eins og honum
er lagið; kynnist lesandinn hjer talsvert ýmsum fremstu
mönnum íslenskran kirkju, þáverandi og núverandi, og
ber höfundur þeim öllum vel söguna; en þessi frá-
sögn hans frá skólaárunum verður jafnframt næsta
glögg lýsing á trúarlífinu í Reykjavík, og raunar víð-
ar á landinu, því hann ferðaðist á þessum árum bæði
norðan lands og vestan í kristilegum erindum, bein-
línis eða óbeinlínis.
Jafnhliða náminu vann sjera Friðrik fyrir sjer með
drengja- og unglingafræðslu; hitt var þó enn meir um
vert, að snemma á prestaskólaárum sínum hóf hann
þegar kristilega æskulýðsstarfsemi sína, sem von bráð-
ar bar ríkulega ávexti í stofnun Kristilegs fjelags ungra
manna (K. F. U. M); bygði hann þar á reynslu sinni
í slíkum fjelagsskap í Danmörku og naut aðstoðar
og samúðar margra ágætismanna þarlendra og ís-
lenskra, lærðra sem leikra.
Var fjelagið stofnað 2. janúar 1899 með rúmlega
50 drengjum og hjet framan af »Kristilegt unglinga-
fjelag*. Telur sjera Friðrik stofnfundinn rjettilega
»einn af merkustu atburðum« lífs síns, því þar með
var eigi að eins hlaðinn fastur grunnur að æskulýðs-
starfi hans, heldur einnig brotið blað í nútíðarsögu
íslenskrar kristni. Stuttu síðar stofnaði sjera Friðrik
einnig Kristilegt fjelag ungra kvenna (K. F. U. K), í
fyrstunni undir nafninu »Kristilegt stúlknafjelag«. Hafa
bæði fjelögin dafnað vel og lifa góðu lífi, þó stund-
um hafi að vonum verið á brattan að sækja. Og ekki
eru þeir fáir unglingarnir, sem þar hafa orðið fyrir
heilnæmum áhrifum, verið vísað til vegar, þegar þeir
stóðu áttaviltir á einhverjum krossgötum æfi sinnar.
Af öðrum atburðum frá prestaskólaárunum dvelur
og árnaðaróskir litlu »nýlendunnar« okkar fylgja þjer
yfir í ókunna landið. — Þú varst gæddur þeirri guðs-
gáfu, að skapa alt af sólskin og sanna gleði í kring
um þig. Við þökkum þjer margar sólríkar samveru-
stundir. — Vertu sæll!
Sigurður Þórarinsson.
I