Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 78

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 78
78 Ó Ð I N N í járnbrautarlestinni borðuðum vjer dýrindis máltíð og höfðum svefnvagn; hafði jeg aldrei áður verið í svefnvagni á járnbrautarferð. Svaf jeg því fremur óvært um nóttina. Um morguninn vorum vjer komnir til Minneapolis; það er stærsta borgin í Minnesota- ríkinu. Það er borg með eitthvað um 300,000 íbúum og stendur á bökkum Missisippi-fljótsins, og er hún runnin saman við aðra stórborg, St. Paul, sem eigin- lega er höfuðborg ríkisins, og hafði þá um 200,000 íbúa. — Þar ætluðum vjer að vera um daginn, til þess að jeg gæti skoðað mig um í bæjunum, aðallega í Minneapolis. Fyrst tókum vjer oss árbít á einu stærsta hóteli bæjarins. Mjer leið hálf-illa, því að jeg varð lasinn, og dvaldi jeg á hótelinu fram eftir deg- inum. Þeir fjelagar mínir fóru eitthvað út í borgina, en jeg varð eftir og hafðist við í forsal hótelsins, og voru þar djúpir stólar og alt mjög fínt; þar voru líka skrifstofur, sem menn gátu setið í og skrifað, var nægilegt fyrir hendi af brjefsefnum og umslögum, sem ekki einasta þeir máttu nota, sem hjeldu til á hótelinu, heldur og þeir, sem komu inn af götunni. — ]eg sat mest af tímanum í djúpum hægindastól og var að lesa. Jeg var hálf-smeykur að gera mig þarna svona heimakominn í marga klukkutíma, þar sem jeg ekki keypti neitt. — ]eg vissi þá ekki, að þessir forsalir voru ætlaðir almenningi til afnota; er það auglýsing fyrir hótelið, og um leið mjög þægilegt fyrir ókunna menn í bæjunum. Þegar þeir Gunnar komu aftur, þá fór hann með mig upp í V. M. C. A. (K. F. U. M). Það var gríðar- stórt hús, en nokkuð fornfálegt og gamaldags. Fram- kvæmdarstjórinn tók mjer tveim höndum, og sýndi okkur alt húsið. Þótti mjer einkennilegt að sjá þar stóra sali með mörgum biiljard-borðum, og voru piltar að leika þar. Framkvæmdastjórinn sagði mjer, að þetta væri gert til þess, að vinna á móti billjard-knæp- unum, sem væru hinar verstu spillingarholur fyrir ung- linga. Hjer gætu þeir í allri siðprýði og sakleysi skemt sjer stund og stund við þessa fögru íþrótt, undir ströngu og góðu eftirliti. Þeir höfðu og mjög stóra og góða sundlaug, og var fjöldi ungra manna að synda þar. — Þegar jeg hafði skoðað húsið og við setið þar nokkra stund inni hjá framkvæmdastjóran- um, bar þar gest að garði; það var aðal-framkvæmda- stjóri fyrir öll K. F. U. M.-fjelög í Minnesóta ríkinu. Hann hjet Mr. Peck, roskinn maður, en fullur af fjöri. Hann var mjer mjög góður og spurði mig um margt frá fjelaginu í Reykjavík. Hann spurði, hvort mig langaði ekki til að vera á kristilegum stúdentafundi, sem halda ætti um nýársleytið í Kansas-city í Missouri, og gæti jeg þar sjeð blómið af æskulýð Bandaríkj- anna og Canada. Jeg svaraði, að það mundi mjer vel iíka, ef þess væri kostur. Hann sagðist ekki vita, hvort því yrði komið í kring, en hann mundi grensl- ast eftir því. — Hann skrifaði hjá sjer dvalarstað minn fyrirhugaðan í Minneota, ásamt nafni mínu. — Um kvöldið fórum vjer fjelagar með næturlestinni áleiðis, og komum til Minneota kl. 5 um nóttina. Bjarni Jones fór með mig heim til sín og tók frú hans hjartanlega á móti mjer. Þetta var eitthvert fallegasta húsið í bænum, en ekki var heimilisfólk þar fleira en þau hjónin. — Svo fór jeg að sofa og svaf vel til kl. 9. — Jeg fjekk síðar að vita, að þau hjónin voru barnlaus, og eitthvað um fimtugt. Voru þau ákaflega vel metin hjón, og mestu safnaðar- stólpar í íslenzka söfnuðinum þar. Jeg borðaði þar morgunverð, og fjekk í fyrsta sinn þann morgunrjett, sem í miklu afhaldi er þar vestra, en það er Corn- flakes (bakaður og valsaður maís), með rjóma og niður skornum banönum. — Svo fór jeg út, að litast um í bænum. Það var nú ekki langrar stundar verk, því bærinn er lítill; jeg veit ekki, hvort hann hafði þá yfir 1100 íbúa. Þar af er nálægt þriðjungur Is- lendingar, annar þriðjungur Norðmenn, og það, sem þar er fram yfir, fólk af ýmsum þjóðum, flest kaþólskt. Bærinn stendur á sljettu, nálægt suðvesturhorni ríkis- ins. Liggja að bænum frjósamar sveitir, og má heita, að hver blettur sje ræktaður. Islendingar hafa þar eitt prestakall með þremur sóknum. Minnir mig að í prestakallinu væru als eitthvað nálægt 1000 Islend- ingar. — Þrettán mílum enskum fyrir vestan Minne- ota stendur önnur íslenska kirkjan á þessum slóðum, og eru þar margir íslenskir bændur á víð og dreif í nokkuð hólóttri bygð. Sú bygð heyrir til þeirri sveit, sem heitir Lincoln sýsla, en sú sveit, sem Minneota heyrir til, heitir Leon-sýsla. Þar austur af bænum er þriðji söfnuður prestakallsins, og heitir Westerheims- söfnuður, og er sú kirkja 8 mílur frá bænum.- — Prestur þessa presfakalls var þá sjera Ðjörn B. Jónsson, sem varð prestur í Winnipeg að dr. Jóni Bjarnasyni látnum, eins og seinna verður um getið. Skömmu fyrir hádegi fór jeg á fund sjera Björns og fjekk hjá honum ágætar viðtökur. Þar átti jeg að búa meðan jeg dveldi í Minneota. Sjera Björn var hinn skemtilegasti maður og einnig skörulegur og áhugasamur prestur, einn með atkvæða- mestu prestum Kirkjufjelagsins; fjell ágætlega á með okkur. Frú hans, Ingiríður, var og mjög skemtileg kona og stýrði húsinu með mikilli prýði. Þau áttu tvö börn ung, og var það eldra drengur, Rolf að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.