Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 82

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 82
82 0 Ð I N N stöðinni norskum presti, sjera Hinderly, og ætlaði hann til Minneapolis. Við áttum samleið til Mankato. Mjer þótti vænt um þá samfylgd, enda var Mr. Hinderly hinn skemtilegasti maður og mjer ákaflega góður. í Tracy hjálpaði hann mjer til að fá rjettan farseðil og leiðbeiningu. Farseðillinn kostaði 34 doll., en jeg þurfti að eins að borga 17 doll. — Jeg fjekk að vita, að mjer bæri að skifta um lest í Mankato, og yrði jeg að dvelja þar um daginn, því að sú lest, sem jeg átti að fara með þaðan, færi fyrst kl. 11 um kvöldið. — Nú var jeg hress í skapi og tók það sem góðs vita, að jeg í byrjun hefði fengið svo góða sam- fylgd. — ]eg vildi nota tímann til þess að skoða mig um í Mankato (frb. Mankeito). Það er bær með 10,000 íbúum, mjög vel bygður, en stendur á sljett- lendi. Jeg leitaði þar uppi K. F. U. M., og var það ný og falleg bygging. Jeg hitti þar framkvæmdastjór- ann, mjög prúðan ungan mann, að nafni Finnley, og tók hann mjer mjög vel, bauð mjer til miðdegisverðar og fylgdi mjer um bæinn, að sýna mjer hann. Hann kynti mig líka ýmsum fjelagsmönnum, og hafði jeg þarna mjög ánægjulegan dag. Um kvöldið veitti hann mjer líka kvöldverð, og sat jeg síðan á samtali við hann, og fræddi hann mig um ýmislegt, sem laut að starfi og starfsháttum í K. F. U. M. í Ameríku. Hann ætlaði að fylgja mjer á stöðina. Kl. 10 var barið að dyrum og inn kom hár og glæsilegur maður. Finnley spratt upp og fagnaði komumanni. Síðan kynti hann okkur. Þetta var Mr. Turner, ferða-framkvæmdastjóri fyrir K. F. U. M. í New-Vork, á leið til stúdenta- fundarins. Hann var sænskur að ætt, en fæddur í Mexico, og nú starfandi í New-Vork. Hann falaði sænsku ágætlega, og fanst mjer nú að mjer væri vel borgið. — Svo lögðum vjer af stað á tilsetíum tíma. Hann hafði svefnvagn, og bauð mjer að sofa hjá sjer um nóttina. Jeg afþakkaði boðið, vildi heldur sitja í reykingavagninum og lesa um nóttina. Jeg vissi heldur ekki þá, að heimilt er tveimur að hafa sama rúm í svefnvagni fyrir sama verð og einn. í hinum almennu vögnum í Ameríku getur maður ekki legið, nema þá í hnipri, því að gangurinn í gegn um miðjan vagninn endilangan er svo breiður, að það eru að eins sæti fyrir tvo, sinn hvoru megin. Jeg sat því og var að lesa mestalla nóttina, og blund- aði bara við og við í sæti mínu. Kl. 7 komum við fil Omaha í ríkinu Nebraska, og borðuðum þar morgunverð, því að viðstaða þar var rúmur hálftími. Svo var haldið áfram til kl. 7 um kvöldið; var afar- lengi farið eftir Missouri-dalnum, með Missouri-fljótið á hægri hönd. Dalurinn er rennisljettur, og lágir skógi vaxnir hálsar báðu megin. Ekki fanst mjer mikið koma til Missouri-fljótsins, er rennur þarna milli bakka sinna kolmórautt, með litlu straumfalli. Jeg var að hugsa um Hjeraðsvötnin, og fanst mjer þau bera langt af þessu fljóti. — Mr. Turner var sjerlega skemtilegur maður, og hafði frá mörgu að segja frá bernsku sinni í Mexico. — Þegar komið var á járnbrautarstöðina í Kansas- City, bauð Turner mjer að fylgja mjer til K. F. U. M., þar sem jeg gæti verið um nóttina. Járnbrautarstöðin Iiggur niður við fljótið og er þar höfn mikil, og lágu á henni mörg skip, stór og smá. En upp yfir stöðina gnæfir snarbrattur háls, og liggja þar upp trjestigar, með mörg hundruð þrepum; eftir erfiða göngu var komið upp á háhæðina og blasti þá eitt ljóshaf við okkur. Borgin liggur í brekku mikilli, niður í þröngan dal, sem ekki er meira en ein götubreidd; og þar á móti rís upp annar háls, þar sem göturnar liggja í syllum, hver upp af annari. — Það var all-Iangur gangur til K. F. U. M. Það er stórt og mikið hús, 9 hæða hátt, og með öll nútímans þægindi. Jeg fjekk þar herbergi all-gott. — Að skilnaði gaf Turner mjer nafnspjald sitt og skrifaði á bakið á því leiðbeiningu. Var þar til tekið, að jeg skyldi næsta morgun kl. 10 fara til ákveðinnar byggingar, þar sem skrifstofur fundahaldanna voru, og framvísa nafnspjaldinu, og mundi mjer þá verða leiðbeint á sinn fund, sagði hann. Næsta morgun fór jeg þangað, sem mjer var til vísað, og var þar múgur og margmenni fyrir. Undir eins og jeg sýndi nafnspjaldið, var mjer vísað inn í geysistóra skrifstofu, með mörgum borðum; sat Turner við eitt þeirra og tók hjartanlega á móti mjer. Síðan gaf hann mjer ýmsa aðgöngumiða; einn til hótelsins, þar sem jeg átti að búa, annan til máltíðanna, þriðja að fundunum. Þegar hann hafði að fullu afgreitt mig, sendi hann mig í bíl til hótelsins. Þar var svo tekið á móti mjer, og fjekk jeg þar ágætt herbergi. Hótelið heitið »Coates House*, og er það eitt stærsta og fín- asta hótelið í borginni. Þar dvöldu flestir gestir fund- arins, og þar áttum vjer að borða. — Kl. 2 síðdegis átti svo fyrsti fundurinn að vera. Jeg spurði mig fyrir, og fann staðinn, risavaxið hús með mörgum inn- göngudyrum. Jeg gekk að einum dyrunum og sýndi dyraverðinum aðgöngumiða minn. Hann var ekki í gildi við þessar dyr, heldur fjórðu dyr þar frá. Jeg fór þangað, og fjekk þar inngöngu. Leiðsögumenn voru á hverju strái, og með hjálp þeirra komst jeg inn á minn rjetta stað. Jeg sá, að þetta var geysi- mikið hring-leikhús með stórum hjálmi, og hækkandi stúkum, og stóru leiksviði niðri á gólfinu. Það tók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.