Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 39

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 39
ÓÐINN 39 á hvolfi. Líka var búið til merki flokksins, þnhyrndur fáni hvítur og blár, með rauðu nafnmerki Krists í hvíta feldinum. Það merki finst í katakombunum í Róm og er í alþjóðamerki K. F. U. M. — Gáfu sig nú fram allmargir drengir, keyptu búninginn, sem kostaði 8 kr. fyrir drengina og 18 kr. fyrir foringjana. Æfíngar byrjuðu þegar í kyrþey. Sumardagurinn fyrsti, 24. apríl, var einn glæsilegasti dagur í sögu þeirra ára. Var þá stofnuð Væringja sveitin með mikilli há- tíð, og Væringjar vígðir, og unnu þeir fána-eið. Síðan hófst síðdegis skrúðganga mikil um bæinn, með leyfi ]óns Magnússonar, sem þá var bæjarfógeii. Fyrstir gengu þeir lúðrasveitarmenn og Ijeku fjörug fót- göngulög, þá kom hið nýja merki Væringja, og fylgdu Væringjar því í búningum sínum; þar næst kom merki Y-D og deildin þar á eftir, um þrjú hundruð drengja. En U-D og A-D komu þar á eftir. Var hátt á 7. hundrað í þessari skrúðgöngu. Fylkingin gekk víða um göiur og varð mörgum starsýnt á. Staðar var numið á Ðergstaðastræti, fyrir framan nr. 9, en þar bjó þá Bjarni Jónsson prestur og formaður K. F. U.M. Kom hann út og ávarpaði fylkinguna. Svo var haldið niður á Hverfisgötu og staðnæmst við hús ]óns bæjar- fógeta Magnússonar; kom hann til dyra og mælti nokkrum hlýjum orðum til heimsækjenda, en þeir báðu hann lengi lifa, með fagnaðargný. Þegar fylk- ingin hafði gengið um vesturbæinn, var gengið niður Túngöfu og ekki leikið á lúðrana meðan farið var fram hjá sjúkrahúsinu, en eftir tilmælum var þar numið staðar og sungnir nokkrir söngvar, þar á meðal fánasöngur Væringja, var hann á latínu: »VexilIa regis prodeunt«, sem allir drengir í V-D kunnu þá. — Sá söngur er eftir Venatius Foitunatus, er uppi var um 500 e. Kr. — Benti Meulenberg, þá prestur í Landa- koti, mjer á, að þetta vor (1913) voru rjett 1600 ár frá sigri kristninnar á dögum Konstantins mikla. Margir Ijetu mjer í ljós gleði sína yfir þessari nýju starfsgrein og dáðust að hinum fornaldarlega búningi vorum; þar á meðal Bjarni ]ónsson, frá Vogi, sem þótti vænt um þetta forn-þjóðlega snið á einkennis- búningnum. Reglur vorar voru sniðnar að nokkru eftir skáta- reglum, og nokkurt hermannasnið á æfingum. Fóru æfingar fram bæði í portinu heima og úti á Vals- velli. Axel Tulinius, fyrrum sýslumaður á Eskifirði, sem, eins og jeg, hafði á stúdentsdögunum verið í »Akademisk Skytteforening«, tók að sjer að æfa for- ingjana og stjórna æfingum, og gerðist brátt hi^n áhugamesti um þessi mál. — Á þessu vori hófst undirbúningur undir hafnar- gerðina og var lögð járnbraut upp í Öskjuhlíð, bæði úr vestur- og austurbænum; hafði orðið að leggja vestur- álmuna þannig, að hún lá yfir suðvesturhornið á Vals- vellinum. Vjer urðum því að færa svæðið til, með því að breikka það austur, og var það mikið verk, en menn lögðu fúslega út í þá vinnu. Var í maímánuði unnið að þessu á vissum kvöldum og á daginn fjekk jeg marga sjálfboða meðal hinna yngri drengja, og fór- um vjer út siðdegis. Komu drengirnir fyrst upp í K. F. U. M. að fá skóflur og gengum vjer svo í fylk- ingu, með skóflur um öxl, suður á Mela, og var þar unnið af mesta kappi einn klukkutíma eða svo, að ryðja vallarviðbótina. — Það var mikil furða, hve mikið svo ungir drengir gátu gert, en kappið og áhug- inn var svo mikill. Á leiðinni til og frá var gengið eftir fullu hljómfalli, 4 drengir í röð, og oft var sungið á hergöngunni: „Röskir drengir reika’ um fold, reika’ um fold, reika’ um fold. Röskir drengir moka mold, moka, moka rnold". Höfðu drengirnir hið mesta gaman af þessu og handljeku skóflurnar eins og hermenn byssur. Á einni slíkri göngu mættum vjer Hannesi Hafstein ráðherra, og er hann var örskamt fram undan, stansaði fylk- ingin, sneri sjer að honum og heilsaði með skóflunum, eins og hermenn. Hafstein hafði auðsjáanlega gaman af þessu, »tók ofan* brosandi og gekk heilsandi fram hjá fylkingunni. Brátt var völlurinn kominn í lag og var nú jafnvel betri en áður. Svo byrjuðu æfingar af fullu fjöri. Þetta sumar fengum vjer heimsókn frá erlendum K. F. U. M.-manni. Það var unglingspilfur frá Göteborg í Svíþjóð. Hann var mentaskólanemandi þar og kom hingað í sumarfríi sínu. Hann hjet Hákon Wadell. Hann hafði brennandi áhuga fyrir jarðfræði og lang- aði til þess að kynnast jarðfræði Islands. Hann skrif- aði Guðmundi landlækni Björnssyni til og spurði, hvort hann gæti ekki útvegað sjer sfað, þar sem hann gæti borðað og sofið endurgjaldslaust, þá daga sem hann yrði í Reykjavík. Hann lýsti löngun sinni að sjá ísland og bjóst við að fara fótgangandi eitthvað um landið, en hafði ekki úr svo miklu að spila, að hann gæti kostað dýrt uppihald í Reykjavík. Guðmundur skrifaði honum aftur og bauð honum gjaldlausa dvöl hjá sjer. Svo kom pilturinn, hann var víst eitthvað 17 ára. Hann dvaldi svo hjá Guðmundi fyrst í nokkra daga, og heimsótti þá K. F. U. M. hjer. — Vjer vild- um líka vera honum hjálplegir að einhverju leyti, Hann fjekk sjer barnavagn undir pjönkur sínar og fór gang- andi til Þingvalla og Geysis og hingað aftur. Svo fór hann til Krýsuvíkur og meðfram ströndinni til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.