Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 92

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 92
92 Ó Ð I N N og bæta úr mörgu böli, ef bylting væri gjörð. Á hátindi Himalaia jeg hamrinum mikla slæ og fleygi hnjúkum og hömrum í hyldjúpan Indlands sæ. Og Grænlandsjöklum jeg grýti í Golfstraumsins heita mar við miðjarðarbaugsins breiddir og bræði hann allan þar. Og landið mitt langt í norðri, sem líður neyð og smán, jeg dreg burt úr svala sænum í suður á móts við Spán. Og er í þeim stórræðum stend jeg, jeg stíg o’n á Lundúnaborg. Sem músatíst aðeins met jeg þar mannanna grát og org. ]eg sinni því ekkert, þótt sökkvi sveitir og fólk í kaf, og Alpafjöllunum ýti jeg ofan í Miðjarðarhaf. Og Afríku alla jeg kanna með eigin raun og sjón, og mer undir mínum hælum þar menn og fíla’ og ljón. Og Bretar, sem eiga eignir um álfurnar til og frá, þeir fá nú að horfa á það hryggir, hvað herskipin duga þá. Og Zarinn í Rússa ríki jeg rek frá valdastól með aðli og gæðingum öllum í útlegð á norðurpól. Og auðmenn Ameríku, sem eiga nú heimsins prís, jeg rek inn í rándýraholur sem rottur og smáar mýs. Jeg fyrrum girntist gullið, sem gat jeg mjer aldrei veitt. Hvað megnar nú mannanna auður? Hann má sín ekki neitt. Það gildir, að drýgja dáðir með djörfung og ganga’ í stríð. Nú lifir nafn mitt hjá Iýðum og lýsir um alla tíð. Og alt þetta feikna framtak til framtíðar opnar sjón. Og þetta alt þurfti’ að gera, og þetta er revólutión. Og hún verður þjóðunum þarfleg, þótt þyki’ hún í svipinn hörð. Hjer þarf alt úr skorðum að skaka og skapa nýja jörð. II. Jeg veit það, að hnattarins herrar fá hatur og skömm á mjer, og dæma mig brátt til dauða og draga saman her. Og fallbyssur foldar drynja. Sem frelsarar þessa heims úr stríðinu stekk jeg burtu og stefni til fegra geims. í himnanna vídd jeg heyri hnattanna dýrðarsöng, og langt úti’ í geimnum greini svo glitrandi fagra spöng. Jeg gríp í þær geislaslæður og get þar fengið hald, og veit, að mín hönd nú heldur í herrans klæðafald. Og hnattakerfin hendast um himingeimsins svið. En einhver feiknafótur mjer finst vera’ að spárka’ í mig. Og þrumurödd gall í geimnum: Hún gengur ekki rjett ein blástjarna’ í Orions belti þá braut, sem fyrir er sett. Jeg skalf, því mjer skildist óðar, að skekkjunni ylli jeg. Ef sólkerfin rækjust saman, mín synd væri skelfileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.