Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 5
Ó Ð I N N 5 Einar Helgason garðyrkjustjóri. I. Mig langaði til þess, ef lifði jeg þig, að ljóða þjer minningar-kvæði. — En nú finst mjer helkuldi næða’ um mig svo napurt, — og hjarta mitt blæði. — Jeg sakna þín, vinur, af samferðarleið, því sýnast mjer dagarnir taldir. — En aftur samt lifum við æskunnar skeið, þó enn sjeu vegirnir faldir. Svo heilráður ávalt, þú vildir mjer vel, og varnaðir heimsins frá táli. Og dygðug var sál þín, með drenglyndisþel, en djarft beittir sannleikans máli. — Og djörf var þín ásján, og hugurinn hreinn, með höfðingja-svipinn um brána. — En jafnan varst þjettur sem jarðfastur steinn, og jafnan barst hreinan þinn fána. Þitt líf var að yrkja hjer blómanna beð, og búa sem fegurstan garðinn; svo umhyggjuríkur, með glaðværðargeð, það gæfi sem langmestan arðinn; því sál þín var auðug í eðlinu gjörð, hún elskaði fegurð og listir. — Það virðist, sem enn ríki á okkar jörð, að afbragðsmenn deyi þar fyrstir. Alt fellur að síðustu dauðlegum dóm, en dýrðarheims vonirnar glóa. — Nú ræktar þú upphimins eilífðar blóm í ódáins lundinum frjóa. — I víngarði Drottins um víðlendisgeim er verk fyrir garðyrkjumanninn, þegar frá jarðríki hann kemur heim í hásala fegurðar-ranninn. Þú rósanna vinur og blómanna barn, sem búinn ert heiminn að kveðja og skilinn við jarðlífsins hrjóstruga hjarn, á himnum nú englar þig gleðja. — Því gleðinni unnir þú, göfgi og trú, og gekst alt af veginn þinn beina. — Og sá, sem að eitt sinn sjer bygði þá brú, ei brotnar nje fellur um steina. Jens Sæmundsson. II. Hreinn í lundu’ og lipurmenni, en lýsti trygð úr svip og augum. Brosið milda’ og birta á enni bræddi kulda’ í mæddum taugum. Höndin prúða’, er hlúði’ að blómi og herfði fagran reit úr móum, hnigin er, en helgur ljómi hvílir yfir verkum frjóum. Brönugras og blóm á engi og birkirunnar daprir standa, alþjóðatímarit og handbækur á þessu sviði. Síðasta rit sitt, sem er á frönsku og heitir »La Lepra«, sendi hann mjer fáum mánuðum, áður en hann dó. Það er yfirlit yfir sögu holdsveikinnar, rannsóknir á henni og um meðferð hennar, stutt, skýrt og þrungið af alhliða þekkingu á málinu og reynsluþekkingu heillar æfi. Sæmundur var auk þess sjerfræðingur í húðsjúk- dómum, sem margir sóttu til, og hjelt áliti sínu óskertu, þó að ungir menn bættust í hópinn. Að síðustu verð jeg að minnast á starf hans í þágu sjúkratrygginganna og sjúkrasamlaganna. Hjá þeim var hann starfsmaður frá því fyrsta og lengi vel einn af þeim fáu, sem skildu hlutverk og köllun læknisins í þjóðfjelagsmálum. Hann var þar á undan samtíðarmönnum sínum. Hann hafði mikinn áhuga á þeim málum og aðhyltist stefnu frjálslyndu flokkanna. Hann var ágætur starfsbróðir og einn af fremstu forgöngumönnum Læknafjelags Islands. Heilsu hafði Sæmundur ágæta — reglulega hestaheilsu — þangað til á síðustu árum, að henni fór hnignandi. Það hefur eflaust hjálpað til að viðhalda hans góðu heilsu, að hann fór fótgangandi á hverjum morgni inn á spítal- ann — um 4 km veg — fram og aftur, í hvaða veðri, sem var, áratug eftir áratug. Þetta var honum heilsu- samlegur göngutúr. Við fráfall próf. Sæmundar Bjarnhjeðinssonar hefur læknastjettin mist einn sinn besta mann. Próf. Sæmundur var kvæntur danskri hjúkrunar- konu, Christophine Mikkeline, f. Jiirgensen. Hún var yfirtijúkrunarkona við spítalann, en ljet af því starfi, er hún giftist lækninum. Hún hefur uppalið og kent íslensku hjúkrunarkonunum og komið á fjelagsstarfi þeirrar stjettar. Hún lifir nú mann sinn ásamt einka- dóttur þeirra, Gerðu. Hún er læknir í Kaupmanna- ,höfn«. Læknir. (D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.