Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 66
66
Ó Ð I N N
Guðmundur Loftsson
bankafulltrúi.
Hann er fæddur á Staðarhóli í Siglufirði 14. marts
1871. Foreldrar hans voru Loftur Bjarnason og Helga
Jónsdóttir, búandi á Staðarhóli, og var hann hjá þeim
Guðmundur Loftsson.
þar til hann var 16 ára. Fór hann þá, vorið 1887,
sem vinnumaður að Arnarnesi í Eyjafirði og var
þar tvö ár1).
Vorið 1889 fór hann frá Arnarnesi að Möðru-
völlum í Hörgárdal og fjekk inntöku á skólann þar
sama haust og lauk þar burtfararprófi vorið 1891.
Ári síðar, 1892, fjekk hann inntöku á búnaðarskólann
á Hólum í Hjaltadal og útskrifaðist þaðan vorið 1893.
Rjeðist hann þá sem búfræðingur í Hjaltadal og vann
að jarðabótum á sumrum, en barnakenslu á vetrum,
þar til vorið 1896, en þá var honum veitt kennara-
sýslan við búnaðarskólann á Hólum. Frá þeirri sýslan
fjekk hanr. sig þó lausan í ágústmánuði 1897, fór
1) Hann skrifaöi um Arnarnes-hjónin, þau ]ón og Quðlaugu
Helgu, og heimili þeirra, í októberblað „Óðins" 1915, með
myndum af þeim, og má þar sjá, að hann hefur unað hag sín-
um vel þau ár, sem hann var í Arnarnesi.
til Kaupmannahafnar og var næsta vetur á verslunar-
skóla V. Nehn þar í borginni og á skrifstofu hjá stór-
kaupmanni I. B. T. Bryde, og rjeðst svo þaðan sem
bókhaldari til verslunar hans í Borgarnesi og kom
þangað vorið 1898. Var þar siðan til 1. janúar 1905.
Þá fluttist hann til Reykjavíkur, til kaupm. Th. Thor-
steinsson. Árið 1906 fjekk hann atvinnu við Lands-
Hilduv Guðmundsdóttir.
banka íslands og hefur verið þar síðan. —
27. maí 1905 kvæntist hann Hildi Guðmundsdótt-
ur frá Deild á Akranesi. Hún er fædd í Teigakoti
þar á nesinu 16. jan. 1882, dóttir Guðmundar Guð-
mundssonar, sem lengi bjó í Deild og var alkunnur
greindarmaður á sinni tíð, og Kristjönu Kristjáns-
dóttur, frá Vallnakoti í Borgarfirði, systur Sesselju
konu Andrjesar Fjeldsteð á Hvítárvöllum, og er Hildur
fósturdóttir þeirra hjóna. Frú Kristjana, móðir Hildar,
er enn á lífi, og er nú hjá tengdasyni sínum hjer í
bænum, Bjarna Jónssyni frá Galtafelli. Hún er nú
85 ára, en þó vel ern. — Frú Hildur er hin mesta
dugnaðarkona, vel greind og framúrskarandi hús-
móðir, en einnig mikil hannyrðakona, þótt ekki hafi
hún gengið á skóla til þess náms. Þau Guðmundur og
Hildur hafa ekki eignast börn, en uppeldisdóttur eiga
þau, sem dvalið hefur hjá þeim frá bernsku.