Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 59

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 59
Ó Ð I N N 59 mála, og sunnudaga árið um kring. Las húsfreyja lesturinn, en allir sungu sem það gátu, og hvíldi lotn- ingarfull alvara yfir athöfninni. Börnunum fanst eng- inn húslestur vera, ef út af því brá, að mamma þeirra læsi sjálf. Ef Kristrún brá sjer út af heimilinu, sem sjaldan bar við, var sem heimilið brigði svip og lit; hlökkuðu börnin, og annað heimafólk, til heimkomu hennar eins og stórhátíðar. Kristrún var gæfukona. Vfirleitt naut hún vinsælda og virðingar þeirra, er hún hafði nokkuð saman við að sælda, gift ágætum manni, móðir margra mann- vænlegra og elskulegra barna, sem keptust um að gera henni lífið sem ljettast. En þrátt fyrir alt þetta átti hún sí og æ margar óskir og þrár. Hún var kona ríklunduð, og henni var í raun og veru lagið að krefj- ast mikils af lífinu. Höfðingslund og stórhugur var henni í blóð borinn, hafði hún og í æsku þótt afbragð annara kvenna um marga hluti: fríð og tíguleg ásýnd- um, lá alt í augum uppi til munns og handa, enda vel látin og sjálfráð í föðurgarði. Mintist hún jafnan æskuvina og æskustöðva með aðdáun og söknuði. Lítið atvik, sem mjer hefur verið sagt frá æsku hennar, sýnir drætti í lyndiseinkunn hennar, sem vinir hennar kannast svo vel við. Hún var nýfermd. I ná- grenninu var drengur, sem átti engin spariföt. Einn blíðan vordag situr Kristrún í sólskininu undir bæjar- veggnum og saumar í ákafa drengjaföt úr svörtu vaðmáli — í höndum sínum auðvitað, um saumavjel var ekki að ræða í þá tíð. — Móðir hennar gengur hjá og Iítur eftir, hvað telpan hefur fyrir stafni; sjer hún þá, að hún er langt komin með að sauma föt úr sínu eigin nýja vaðmálspilsi. Sennilega hefur þetta tiltæki ungu stúlkunnar þótt nokkuð djarft í þá daga, en móðir hennar sagði ekki annað en þetta: »Þú hefðir átt að láta mig vita um þetta, telpa mín! Jeg hefði hjálpað þjer um eitthvað hentugra«. — Drengurinn fjekk fötin og komst til kirkju. Að bæta úr vöntun, gleðja vini sína og ættmenn, og greiða veg þeirra á ýmsan hátt, það var Krist- rúnar líf og yndi. Sást hún lítt fyrir, þó að hún tæki nærri sjer, enda var undravert, hve oft henni tókst að íinna ráð til að fullnægja löngun sinni í þessa átt; það vita þeir, sem þektu hana best. Síðustu árin tók hún sjaldan á heilli sjer, en samt var hugur og hönd sístarfandi; tók hún þá oft pennann sjer til afþreyingar í kyrðinni. Var sem vænta mátti, að vanmáttar-tilfinningin varð henni á stundum þung, með hennar viðkvæma og ríka skapi; kemur það fram í smávísum hennar frá þeim tíma, t. d. þessari: Það er svo margt í heimi hjer, sem hugnast ei nje geðjast mjer. Stöðugt leitar andinn að yndislegum samastað. Hún andaðist 30. júní 1935. Tíminn flýgur áfram. Unga fólkið man nú ekki Kristrúnu öðruvísi en sem aldurhnigna konu í skjóli barna sinna. En við, hin eldri, sem áratugum saman nutum vináttu hennar, finnum til þess, að sætið, sem hún skipar í endurminningum okkar, verður aldrei fylt af neinum öðrum. Jafnvel á síðustu árum, þar sem hún sat við hannyrðir sínar, beygð af langri van- heilsu, var nálægð hennar sá arineldur, sem skapar yl og öryggi heimilisins. Hún er og verður vinum sínum ógleymanleg. I. E. ® Horaz á Vúltúr-fjalli. Eitt sinn Horaz, ungur drengur, Uppi’ um Vúltúr-fjallsins skóga Reikar einn að leik í lundum, — Lundar veita skemtun nóga. — Fuglar syngja’ í fögru limi Fagurt kvæði’ um vor og yndi, Blómin anga alt í kring um, Ilmur berst með hægum vindi. Augu sveinsins í sig drekka Unaðsfegurð náttúrunnar; Mótast inn í unga hjartað Unaðsmyndir; trje og runnar Klæðast mjúkum vafningsviði, Visin lauf frá haustinu’ áður Bjóða mjúkan beð til náða, Ðlómum nýjum er hann stráður. Vfir höfði hvelfing mynda Háar krónur myrtus-viðar, Blandast þar við lárviðslaufið, Ljúfur blær um fylgsnið niðar, Svalur skuggi sólarbálið Sefar í því skógarleyni; Stöku geisli á stangli bjartur Strýkur koll á ungum sveini. Og við samsöng flugna’ og fugla Færist kyrð um skógarsalinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.