Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 46

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 46
46 0 Ð I N N starfi þeirra beint á þá leið. En nú munu stefnur í skólamálum vera mjög breyttar frá því, er var fyrir 50 árum. Tekið meira tillit til sjergáfna og eðlisfars hvers einstaklings. Menningin (Kulfur) gengur ótvírætt í þá átt, að gera muninn á mönnunum meiri og sí- vaxandi. Kröfur þær, sem gerðar eru til einstakling- anna, fara einnig vaxandi. Meðal villimanna var mun- urinn næsta lítill á mönnunum. Munurinn á húsbónd- anum og vinnumanninum var heldur ekki mikill í gamla daga. En munurinn t. d. á vjelfróðum og verkfróð- um nútíma-forstjóra stórs atvinnufyrirtækis og óbreytt- um verkamanni er næsta mikill. Aldrei hefur verið meiri þörf afburðamannsins en nú. En sje svo, að hæfileikinn gangi í arf, frá manni til manns, fer þá mannkynið batnandi, að sama skapi og menningin vex og gerir stærri kröfur til þess? Og hvaða lífsmögn eru þar að verki? Er ekki líklegt að náttúran, enn í dag, sjái fyrir þessu, haldi áfram að skapa afburðamennina, gegnum náttúrlegt úrval, eins marga og þörf er á? Útlitið er, eins og stendur, ekki gott. Eins og áður er bent á, virðist framundan fremur blasa við rýrnun mannkynsins, þ. e. mannvits- ins. Vjer megum ekki gleyma sögu hinna gömlu, staðbundnu menningarríkja, svo sem Egifta, Kaldea, Indverja og Kínverja, og löngu síðar Grikkja og Rómverja. Þessi ríki áttu öll sjerstæða menningu. — Kyn eftir kyn ruddu sjer leið inn um hlið menning- arinnar, er áttu sinn blómaaldur, óx hröðum fetum, en hnignaði eins fljótt, af því manndómur sá þvarr, er hana hafði reist. Þeim hæfu fækkaði um leið og þeim óhæfu fjölgaði, eins og öflugt náttúrulögmál væri að verki; þar til menningarlaus skríll, sem alla tíð hefur verið andsfæður menningu, stóð á rústum þessara ríkja1). En hinn bjarfi fáni, sem þau höfðu Iyft, fjell þó aldrei til jarðar. Einn þjóðstofn eða kynþátfur tók við af öðrum, og hjelt uppi merkinu. En þannig gefur það ekki lengur haldið áfram. Hin staðbundna menning fornþjóðanna er nú sameinuð í einni alheims- menningu. Fyrir það er hún svo voldug, að hún hef- ur að baki sjer það, sem heimurinn allur eða jörðvor á af vitsmunum og hæfileikum; — en þaðerþáeng- in þjóð til eða kynflokkur, að taka upp menningar- fánann, ef hann fjelli úr höndum þessarar kynslóðar, er nú heldur honum upp. Það eru ekki lengur til neinar þróftugar og göfugar »barbara«þjóðir með óveiklaða krafta, til þess að taka upp merkið. — Ef menningin á að halda áfram, verður hún að 1) Sbr. Lodhrup Stoddard: Þess verður aö geta, að sum þessi gömlu menningarríki voru lögð í rústir með hernaði „barbara". Höf. varðveita alt það besta og þróttugasta í sínum eigin kynstofni. Það er tvent, sem hin vestræna menning hefur fram yfir alla aðra menningu, fyr eða síðar. Það er vísindaleg þekking og rannsóknarandi. Vjer höfum fundið með því mörg þau leyndu sannindi, sem for- feður vorir höfðu ekki hugmynd um. Og þráin eftir því að höndla sannleikann hefur aldrei verið slík. Eldri tímar áttu sína spámenn og skáld. Af vörum þeirra átti sannleikurinn að birtast. — Vorir tímar krefjast vísindalegra staðreynda. Aðrir tímar áttu sína helgi- menn og píslarvotta, — er ekki ótfuðust dauðann, og fórnuðu Iífi sínu fyrir það, er þeir álifu satt. Vorir tímar eiga einnig slíka menn. Menn, sem þrá það eitt, að leita að og finna ný sannindi; að offra öllu lífi sínu fyrir vísindin; að opna menningunni nýjar leiðir og útsýni. En þetta er að eins úrval og kjarni mannkynsins. Verði hann kvalinn eða kæfður, stöndum vjer aftur, er minst varir, í ólgandi hafi dýrslegrar villimensku. Afburðamennirnir eru tilíölulega fáir. Þeirra gæfir löngum lítið, og þorri manna gleymir þeim og verk- um þeirra, er þeir hlusta á þá, sem æpa á strætum og gatnamótum. Á þá, sem kunna að nota sjer ástríður manna, hleypidóma og heimsku. Það er nú svo, að fjöldi manna er lílt hæfur til að meta ný sannindi, eða æskja eftir sívaxandi menningu. Þeir kunna ekki að meta hana, og vilja ekki bera byrðar hennar, Hinn lægsti og lítt þroskaði lýður, sem er allfjölmenn- ur hjá flesfum þjóðum, æskir ekki eftir framþróun, heldur einmitt hið gagnstæða. Hann vill rífa niður og Ieggja í rústir, það sem jafnvel fleiri kynslóðir hafa verið að byggja. — Það er frá þessum vanþroskaða hluta mannanna og samtökum þeirra, sem menningu þessara tíma er mest hætta búin. — Þó þetta eigi ekki við Islendinga, nje Norðurlandaþjóðir aðrar —, enn sem komið er. Æði stríðs og als konar byltinga má að m. k. felja þeim fjarlægt enn. III. Menning (Kultur) er kallað blóm mannkynsins. — í rauninni má telja það enn nýtt og þróttlítið hugtak. Það eru að eins átta eða tíu þúsund ár síðan fyrsti bjarmi menningarinnar gerði vart við sig. Þessi tími kann nú að sýnast töluvert langur; en hann er ekki langur, þegar þess er gætt, að bak við hann liggur afarlöng nótt villimenskunnar, sem vísindin telja alt að hálfri miljón ára. Þetta er frá þeim tíma að apa- maðurinn skreið út úr myrkri frumskóganna, og fór að greina sig frá öðrum dýrum. En ferð mannkyns-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.