Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 4
4 Ó Ð I N N Sæmundur Bjarnhjeöinsson, prófessor, nafnkendur íslenskur læknir, vinur og læknir hinna holdsveiku landa sinna, er látinn. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 21. febr. 1936. Próf. Sæmundur var fæddur á Böðvarshólum 26. ágúst 1863, og varð hann því 72 ára að aldri. Stúdent 1890 með I. eink., cand. med. 1897 með II. eink. betri. — Varð hjeraðslæknir í 9. hjeraði, Sauðárkróki, 1. júlí 1897. Læknir við Holdsveikraspí- talann í Reykjavík 8. júlí 1898. Varð þá aukakennari við Læknaskólannílyfja- fræði og holdsveiki, og eftir að Háskól- Sæmundur Bjarnhjeðinsson. inn tok til starfa 1911, kennari við hann í þessum greinum. Hann mætti fyrir Islands hönd á 2. alþjóðafundi leprologa í Bergen 1909. Þann 9. okt. 1912 fjekk hann prófessorsnafnbót. Hann hætti störf- um vegna heilsubilunar vorið 1933, og flutti sig um sumarið til Kaupmannahafnar. Dr. med. Skúli Guðjónsson skrifar um hann f Politiken: »Um suma menn er nægilegt að nefna ár og daga, og er þar með sögð öll þeirra æfisaga. En svo er ekki um próf. Sæmund. Starf hans og þau verk, sem hann vann um sína daga, hafa haft þýðingu, sem hvorki er bundin við þann stað eða tíma, sem hann vann þau á. Þegar jeg, sem er einn af hans gömlu lærisvein- um, frjetti um fráfall hans, þá minnist jeg hans fyrst sem kennara og vinar okkar nemendanna í náms- grein (lyfjafræði), sem eigi var í miklu áliti hjá lækna- nemum á þeim árum. Formúlurnar, langir og sam- settir lyfjaskamtar, eiturskamtar, hámarksskamtar, drápsskamtar, tölur, mál, þyngd, — alt átti að lærast utan að, óendanlegar þulur, blað eftir blað. Það þurfti góðan kennara íil að gera málið hugðnæmt í þessari grein. En þetta gat Sæmundur manna best. Alt þetta drepandi þuludót hafði hann á hraðbergi, svo það komst líf og fjör í það. En þó var það persónan, viðmótið og glaðlyndið, sem heillaði okkur, fyndnin og sögurnar. ]eg þori að fullyrða það í nafni allra nemenda hans, þessi 35 ár, sem hann var kennari, að þeir elskuðu hann og virtu, bæði sem kennara og mann. Fyrsta mannsaldurinn, eða því sem næst, eftir að Háskólinn var stofnaður og læknakenslan varð ein deild af honum, voru þrír af kennurunum, sem báru uppi deildina, allir afburðamenn. Prófessor Guðmund- ur Magnússon, skurðlæknirinn, sem dáinn er fyrir nokkrum árum — fyrstur, próf. Sæmundur var ann- ar, og nú er hann líka dáinn. Sá þriðji er enn á lífi, ísl. læknanna »grand old man«, próf. Guðmundur Hannesson. Próf. Sæmundur var ekki að eins ágætur háskóla- kennari, heldur var hann viðurkendur vísindamaður og heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar á holdsveik- jnni. Þegar Oddfellowreglan hafði bygt Holdsveikra- spítalann í Laugarnesi, var Sæmundur sjálfkjörinn læknir og umsjónarmaður hans. Þessu starfi gegndi hann 35 ár, og hjer vann hann sín aðalafrek. Ollum holdsveikum sjúklingum í landinu var safnað á spí- talann, og með lögum voru þeir skyldaðir til að dvelja þar flestir æfilangt. Það er ekki öllum gefið að geta tekið slíkum valdboðum með jafnaðargeði, og því var það vandasamt verk að umgangast þessa aumingja með þeirri alúð og nærgætni, að þeir gætu sætt sig við hin breyttu lífskjör. Oft voru þeir fluttir nauðugir á spítalann úr fjarlægum hjeruðum. Allir þóttust vita, að þetta væri þeirra síðasti áfangi. Að verða holds- veikur, var hið þyngsta böl, sem hugsast gat, — sjúk- dómurinn hinn hryllilegasti af öllum. Hin mannúðlega umgengni Sæmundar var frábær, engu síður en lækn- ismeðferðin, og engu vandaminni eða óerfiðari. Holdsveikraspítalinn varð heimur fyrir sig, þar sem Sæmundur ríkti, græddi sár og læknaði. Jeg gleymi aldrei komum mínum þangað, og nú, eftir 16-18 ár, er mjer ríkust í minni gleðin og ánægjan hjá sjúk- lingunum. Margir voru svo lemstraðir, að þeir gátu lítið unnið, en hver, sem gat, sat við vinnu sína, og þar var hlátur og kæti og glatt á hjalla. Lækninum hafði tekist að fá aumingjana til að gleyma böli sínu og þrautum. Árangurinn af lækningatilraunum Sæmundar var betri en á nokkrum öðrum holdsveikraspítala í heim- inum. Hann fylgdist með öllum nýjungum og fram- förum, og hann var einn af þeim fyrstu, sem notaði Chaulmogra-olíuna og efnishluta hennar til lækninga við holdsveikina. Hann hefur skrifað fjölmargar rit- gerðir um holdsveikina og verið meðstarfsmaður við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.