Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 67

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 67
Ó Ð I N N 67 Foreldrar Guðmundar bjuggu um 30 ára skeið á Staðarhóli. Móðir Guðmundar, Helga, var komin af hinni alkunnu Dalaætt, og var faðir hennar bróðir Þorvalds í Dölum. Hún var annáluð gáfukona og vel hagmælt Börn þeirra Lofts og Helgu voru 10, en auk þeirra tvö hálfsystkini. Var Guðmundur yngst- ur þeirra systkina og er nú einn eftir á lífi. Á Möðruvallaskóla segist Guðmundur hafa kcmist þannig, að hann samdi við Jón Guðmundsson, þá bónda á Möðruvöllum og ráðsmann skólans, að vinna hjá honum um vorið og sumarið, en hann legði hon- um svo alt til yfir námstímann á skólanum næsta vetur. En sumarið milli námsvetranna var Guðmund- ur austur á Mjóafirði við sjómensku. Á Hólaskóla las hann fyrir báða bekki á einu ári. Og við burtfararpróf á báðum skólunum hlaut hann 1. eink., og hafði hann kostað nám sitt á báðum skólunum að öllu leyti sjáifur. Á 65 ára afmæli Guðmundar síðastl. vetur flutti »Bankablaðið« grein um hann, og fylgir hún hjer á eftir: Guðmundur Loftsson, bankafulltrúi, varð 65 ára þann 14. marts síðastliðinn. — Hann er sá maður, sem lengst hefur starfað við Landsbankann, kom þang- að 1906 og á því 30 ára starfsafmæli á þessu ári. Guðmundur er fæddur á Staðarhóli í Siglufirði 14. marts 1871. 14 ára gamall fór hann að heiman og stundaði allskonar vinnu, og var hugurinn allur, að komast til menta, en auðvitað hafði hann ekkert annað en sína éigin vinnu til þess að komast áfram með. — Ungur gekk hann þó á Möðruvallaskólann, og síðan lauk hann og prófi á búnaðarskólanum á Hólum. Gerðist hann um skeið kennari við Hólaskóla, en eftir það gekk hann á verslunarskóla í Kaup- mannahöfn og lauk alstaðar prófum með ágætum vitnisburðum. Síðan var hann bókhaldari við verslun, og þótti í báðum stöðum hinn nýtasti maður. Árið 1906 var hann ráðinn starfsmaður Landsbankans. Hefur hann gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum, verið settur bankagjaldkeri, skipaður útibússtjóri á Eskifirði, skrifstofustjóri o. m. fl., er nú fulltrúi í Veðdeild bankans. — Jeg hygg, að enginn bankamaður hafi unnið svo alhliða starf sem Guðmundur, enda bankinn fámennur og lítill, er hann kom þangað, en nú orðinn stór banki með fjölda starfsmanna og deilda. Eins og geta má nærri hefur Guðmundur haft ýms önnur störf með höndum, jafnhliða sínu aðalstarfi, því að hann er mjög fjölhæfur maður og starfsglaður. Hann hefur verið settur sýslumaður, kennari við skóla hjer, organisti og einn af fremstu mönnum Góð- templara reglunnar, enda er hann einlægur og trúr bindindismaður. En hann hefur þann góða kost fram yfir ýmsa aðra templara, að vera umburðarlyndur og ofstækislaus; hann getur ætíð glaðst með glöðum, jafnvel þótt Bakkus gamli hafi Iyft sumum upp úr drunganum. Hann hefur, þrátt fyrir sína lífsskoðun, sem er sú, að vín sje óholt, getað skilið það, að hóf- lega drukkið vín gleður hjörtu, sem annars finna litla gleði í lífinu. Þótt Guðmundi hafi lánast að hafa þá skapsmuni, er hefja sig upp yfir óþægindi lífsins, þá hefir hann líka haft það vit og skilning, að gleyma því ekki, að það er svo langt frá því, að allir sjeu jafn sterkir á orustuvelli lífsins. Jeg held að jeg hafi aldrei þekt mann, sem hefur viljað reynast vinum sínum og raunar öllum mönnum betur en Guðmundur Loftsson. Þar hefur ekki verið unnið með hangandi hendi. Um þetta munu allir, sem Guðmund þekkja, vera sammála mjer. Sama má segja um alúð hans við þau verk, sem honum hafa verið falin. — Trúari þjón mun bankinn aldrei eignast, og væri óskandi að yngri starfsmenn bankans tækju hann sjer til fyrirmyndar. Á fyrri árum, meðan fátt var um starfsmenn og oft mikið að gera, voru þeir límar ótaldir, sem Guð- mundur sat við vinnu sína eftir að flestir aðrir voru farnir úr bankanum. Það er áreiðanlegt, að Guðmund- ur Loftsson hugsar ætíð fyrst og fremst um hag þeirrar stofnunar, er hann vinnur fyrir. — Þegar bruninn mikli varð árið 1915, gekk hann svo vel fram við björgun í bankanum, að húsbændum hans fanst ásfæða til þess að sýna honum sjerstakt þakklæti fyrir það. — Jeg held, að allir þeir, sem þekkja Guðmund, muni vilja taka undir með mjer, er jeg Iýk þessum orðum mínum með því að segja, að mjer virðist hann með allri sinni framkomu og lífi hafa sannað hin gull- fallegu orð Björnsons: »Der bra Folk gaar, der er Guds Veje«. Þ. Við blaðalestur. Hryggur jeg les um, hve lýður lands vors sje gerspiltur orðinn, íhald og framsókn og einnig alþýðuflokkur og bolsar. Aftur með ánaegju les jeg útfararminningar blaða: Alt er það ágætis fólk, hið unga og gamla, sem deyr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.