Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 43
Ó Ð I N N
43
með togara, »Eggerti Ólafssyni*, sem fara átti á
laugardag þann 15, þá í vikunni. — Mjer þótti vænt
um aö leggja af stað í þænavikunni, og var viss um
að það yki mjer fararheill.
Frh.
®
Sýnin í Pörtschack.'1
Eftir sjera Friðrik Friðriksson.
Það var svartnætti þá,
er jeg sýn eina sá;
hún kom sólbjört, er heima jeg krjúpandi bað.
Alt var heillandi hljótt,
þessa heilögu nótt
fann minn hugur þann veg, sem jeg Ieitaði að.
Og jeg sá yfir svið,
hvar einn riddari reið
sínum rösklega gangvara, búinn í stríð.
Alt hans herklæða skart
var skrautlegt og bjart,
og sem skínandi sól var hans ásjóna fríð.
Og það sverð, sem hann bar,
eins og eldblossi var
og jeg undraðist, hvernig það náttmyrkrið klauf.
Er við geislanna glans
birtist gunnfáni hans,
kvað við gleðióp margfalt, sem þögnina rauf.
Og jeg sá yfir svið,
þar sem Ijósmöttlað lið
gekk í ljómandi fylkingum, sveit eftir sveit.
Það var ungmenna her,
sem þar safnaði sjer,
er hann sólbjarta gunnfánann riddarans leit.
Og í dýrð þessa geims
sá jeg drengi als heims
eins og daggperlur speglandi himinsins ljós.
1) Kvæðið var ort á ensku, á alþjóðamóti K. F. U. M., sem
haldið var í júnf 1923 fyrir starfsmenn unglinga- og yngstu deilda
fjelagsins. Mótið var haldið í Pörtschack, litlum bæ í Kárnten
í Austurríki; voru þar yfir 800 fulltrúar frá 53 löndum og stóð
mótið í 12 daga. Seinna var kvæðið prentað í alþjóðablaði
K. F. U. M. og endurprentað í ýmsum K. F. U. M.-blöðtim í
Englandi og Ameríku, og það hefur verið þýtt á dönsku.
Þar var æska hvers lands
undir eldmerki hans,
sem er alheimsins vörður, og söng honum hrós.
Það var dásamleg ferð,
og hver drengur fjekk sverð;
það var Drottins vors }esú Hrists lifandi orð.
Þeirra brynja var trú,
sem ei bugast, og nú
skal til blessunar sigra á mannanna storð.
O, hve dýrðlega skein
þeirra hrifning, svo hrein
eins og himinsins stjarna skin augunum frá.
Vfir hindranir heims
til hins himneska geims,
upp að hástóli drottins var öll þeirra þrá.
Og hve fagurt mun frá
himins sölum að sjá
vorn hinn svífandi hnött með sín ríki og lönd,
þá öll æskunnar sveit
hefur unnið sín heit,
gengið einhuga Ijósanna föður á hönd.
Og jeg sá yfir svið,
hvar hið sólbjarta lið
hinna syngandi engla í fylkingum leið.
Þessi himneska sveit,
sem oss hjálpar, öll leit
upp til hásætis Drottins og skipunar beið.
Og hið helgasta svið
blasti hug mínum við,
og hins heilaga ásýnd leit starfsvið vort á.
En jeg misti þá mátt,
jeg var hrifinn svo háft,
og jeg hneig eins og dropi í ljósgeimsins sjá.
Þ. G. þýddi.
(D
Jónas Hallgrímsson. Fimla og síðasta bindið af ritum
Jónasar Hallgrímssonar, sem Matthías Þórðarson þjóðminja-
vörður hefur safnað til, en ísafoldarprentsmiðja gefið út, er
nú nýlega komið, og er í því m. a. æfisaga Jónasar eftir
Matthías, miklu ítarlegri en þær æfisögur hans, sem áður hafa
verið prentaðar. Tll þess að safnið sje fullbúið, vanta þó enn
skýringar og athugasemdir við öll bindin.