Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 76

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 76
76 Ó Ð I N N um í hverjum, og voru tvö og tvö sæti andspænis hvort öðru, og svo var miðgangur eftir endilöngum vagninum. I þessum vögnum voru tómir emigrantar (útflytjendur); voru engin þægindi í þeim vögnum. Voru þarna fluttir þeir, sem verið höfðu á þriðja far- rými skipsins. — I básnum mínum sátu hjá mjer 3 ungir menn, fremur illa til fara. Sparnaðar vegna, og sökum ókunnugleika, hafði jeg í Grimsby keypt far- miða á þriðja farrými frá Halifax til Winnipeg. — Jeg heyrði, að þessir þrír básnautar mínir töluðu saman tungu, sem jeg skildi ekkert í, og var jeg lengi að hugsa um, hvaða mál þetta gæti verið, og hjelt helst, að það væri eitthvert slafneskt mál. Jeg fór að reyna að tala við þá ensku — en þeir skildu ekkert í ensku. Jeg prófaði Norðurlandamálin og þýsku og frönsku, en ekkert dugði. Þegar þeir raul- uðu, fanst mjer mál þeirra ákaflega hreimfagurt, og fanst mjer það minna mig á finsku, en ekkert skildu þeir í sænsku, sem margir Finnar skilja og tala. Jeg hafði á árunum 1902 og 1903 lesið málfræði og litla lestrarbók í finsku, en síðan ekki litið í það mál og algerlega gleymt því. Ein setning loddi þó í mjer úr lestrarbókinni, spurning, og vildi jeg prófa hana. Jeg sneri mjer að ungu mönnunum og sagði við þá: »Seisottinkó korkealla kalliolla?« Þeir tóku viðbragð af fögnuði, og síðan beljaði fram orðastraumur, sem jeg auðvitað skildi ekkert í. Jeg hálfsá eftir, að jeg hafði kastað spurningunni fram og gert þá vonblekta. Jeg sá nú að þetta voru Finnar. Spurningin var svo heimskuleg sem verða mátti, Vjer vorum á járn- brautarferð um sljettlendi mikið, þar sem varla sást þúfa, ömurlegt og ljótt, og grátt snjóföl þakti alla sljettuna, og enginn vor allra fjögra hafði nokkru sinni áður stigið fæti sínum á þetta land, en setningin úr lestrarbókinni þýðir: »Stóðuð þið uppi á háu hæðinni þarna?« — I þessu öngþveiti kom ung stúlka úr öðr- um vagni og fór að tala við piltana. Svo sneri hún sjer að mjer og spurði á sænsku, hvort jeg skildi finsku. Jeg sagði henni sem var, og að þessi setning væri það eina, sem jeg kynni í finsku; hefði jeg að eins verið að prófa, hverrar þjóðar þeir væru. — Hún sagði þeim þetta og svo varð hún túlkur, og hlógum vjer nú dátt að þessu, og urðu þeir brátt góðir kunningjar mínir. Ferðinni var nú haldið áfram allan daginn gegn um Nova Scotia. Jeg vissi ekki að þeir, sem á þriðja farrými væru, mættu ganga í gegn um alla lestina, og kaupa mat í matarvagninum. Jeg þorði mig ekki að hreyfa og sat matarlaus og vatnslaus allan sólar- hringinn, til kl. 9 næsta dag. Þá var komið til Mon- treal og þar átti að skifta um lest. Jeg kvaddi Finn- ana mína, því að þeir ætluðu ekki lengra. í Montreal var klukkustundar viðdvöl og þar fjekk jeg mjer morgunverð á járnbrautarstöðinni. Svo fluttist jeg inn í nýja lest. Þjónn, sem jeg fjekk til að bera dót mitt, setti það, og mig, inn í fallegan vagn með »stoppuðum« sætum, -og minti það mig á annað farrými á dönskum járnbrautum. Jeg sýndi honum farseðil minn og kvaðst víst ekki eiga þar að vera. En hann sat við sinn keip og sagði »all right« hvað eftir annað, og fór svo. Jeg fór nú að leita að »emigranta«-vögnunum, með trjebekkjunum, en fann þá hvergi. Svo brunaði lestin af stað, og jeg sat í þessum fína vagni. Síðan kom lestarstjórinn. Jeg sagði honum, að jeg vissi ekki hvar jeg ætti að vera, jeg væri víst á skökkum stað. Hann skoðaði farseðil minn, sagði síðan »all right«, og fór. Seinna komst jeg að því, að frá Montreal er engin skifting á farrýmum. — Jeg hafði ekki setið þarna lengi, þegar Wafson, vinur minn, gekk í gegn um vagninn. Hann kvaðst hafa leitað að mjer daginn áður og haldið, að jeg hefði orðið strandaglópur í Halifax, en honum hafði ekki dottið í hug, að jeg væri í »emigranta«-vagni. Hann flutti sig svo til mín og við höfðum iveir klefa saman, Nú fjekk alt annan svip. Hann leiðbeindi mjer inn í matarvagninn og borðaði jeg þar með þeim frændum og fleirum, kunnugum frá skipinu. Þelta var hraðlest, og nam að eins staðar í stærstu borgum. Mjer þótti einkennilegt landslagið meðfram Lake Superion. Vatnið öðru megin og hinu megin háar klettahæðir með litlum gróðri, að eins stöku kræklulegum trjám í klettasprungunum. Það var nú haldið áfram allan þriðjudaginn og miðvikudaginn viðstöðulaust. Jeg var farinn að kunna vel við mig og fanst mjer jeg eiga heima í lesfinni. Watson og frændi hans ætluðu til lítils bæjar í fylkinu Ontario sem heitir Ignace. Um kvöldið, og fram til kl. 3, töluðum við Watson saman um alvarleg mál, og kl. 3 skildum við. Jeg fylgdi honum út á stjettina. — Síðan fór jeg strax aftur inn í lestina. — Jeg saknaði vinar míns mikið og var í meyru skapi. Hann var orðinn svo inngróinn hjarta mínu, eins og við hefðum þekst í mörg ár. — Mjer fanst alt í einu jeg vera orðinn svo einmana. En eftir dálitla stund tók jeg eftir tveimur ungum mönnum, sem höfðu verið með frá Montreal. Þeir töluðu þýsku og höfðu sárabindi á báðum höndum. Jeg hafði ekki gefið þeim mikinn gaum, og þeir hjeldu sig mjög út af fyrir sig. Þeir höfðu sofi-ð um nóttina, meðan við Watson vorum að tala saman. Nú sá jeg að þeir voru vaknaðir, og sá að bindið var dottið af hendinni á öðrum þeirra. Þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.