Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 20

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 20
20 Ó Ð I N N fýsilegt. Þá bauðst Páll til; sagðist ekki geta hugsað til, að börnin yr'ðu tekin frá móðurinni og sett niður. Þessu boði var tekið fegins hendi og fór hann að Iðu vorið 1904, og veitti búinu forstöðu með ekkjunni (Guðrúnu Markúsdóttur) til vorsins 1913. Þá voru börnin uppkomin öll, og fluttist þá ekkjan með þeim austur í átthaga sína. Páll vann kauplaust öll árin, og gaf af sínu fje til styrktar að auki, eftir þörfum, svo að stóru nam«. Þar sem Páll var alveg einstakur reglumaður í hvívetna, neytti hvorki víns nje tóbaks og var frá- munalega sparneytinn, græddist honum nokkurt fje á verkstjórnarárum sínum. Styrkti hann að vísu systur sína, Sigríði, mjög miklð; kom meðal annars upp húsi handa henni í Reykjavík (Klapparsííg 10). Seldi hann húsið og gaf um það leyti allar eigur sínar í tvo opinbera sjóði, undir stjórn Stjórnarráðsins. Annar var að stofninum til 6000 kr., og heitir: Samgöngu- bótasjóður Páls ]ónssonar, og er ætlaður til styrktar vegabótum. Var hann í árslok 1933 orðinn kr. 18253,47- Hinn sjóðurinn var upphaflega kr. 1400,00, og var ællaður til styrktar ekkjunni frá Iðu, ef hún yrði þurf- andi. Mun og Sigríður, systir Páls, hafa notið hans. Sá sjóður var í árslok 1933 kr. 864,59. Enn tók Páll þátt í sjóðsstofnun með Birni bónda í Grafarholti. Þegar Páll fer frá Iðu, virðist honum þrent fyrir hendi: a) að vinna sjálfum sjer, b) að vinna einhverri nauðstaddri ekkju á nýjau leik, c) að gerast próventu- maður hjá einhverjum bónda með þeim hætti, að vinna honum eftir megni, en áskilja sjer í staðinn kr. 100,00 á ári til ekkjunnar á Iðu, meðan hún þyrfti þeirra með, og sjálfum sjer kr. 30,00 á ári til sjer- stakra þarfa. Kaus hann helst síðasta kostinn, og stóð til, að hann rjeðist hjá Birni í Grafarholti, en eigi varð það úr, heldur fluttist hann að Lækjamóti í Víðidal til Margrjetar húsfreyju, en eftir lát hennar, 1917, að Holtastöðum í Langadal, til Guðríðar dóttur hennar og Jónatans ]. Líndals manns hennar. Og þar dvelur hann síðan. Þótt 30 kr. á ári myndu ekki endast mörgum til mikils, hefur Páll þó getað miðlað talsverðu hin síðari ár. Þannig gaf hann eftir ófriðinn mikla kr. 100,00 til styrktar börnum í Austurríki og kr. 70,00 til Skaft- fellinga eftir Kötlugosið, um kr. 30,00 tvisvar til fá- tækra bænda, og smáupphæðir iðulega um jólin til fátækra barna. Þannig má sá mikið, er vill, og sann- ast hjer, sem oftar, að hinn fátæki gefur oft mest. Páll hefur unnið flest algeng störf á Holtastöðum fram á þennan dag. Hann var þar og lengst af ferju- maður og aukapóstur upp á Laxárdal. Er ráðvendni hans viðbrugðið í þeim sökum. T. d. var hann ætíð ófáanlegur til að taka ófrímerkt brjef eða nokkurn hlut burðargjaldslaust af nokkrum á Holtastöðum, er hann fór póstferðir, enda þótt hann væri hjú Jóna- tans og færi ferðirnar að sjálfsögðu á hans ábyrgð. Og ekki ferjaði hann svo hund yfir ána, að hann gerði þess ekki grein. — Enn skal ein saga sögð af grandvarleik hans, eftir sögn sjera Magnúsar Helga- sonar: »Þegar Páll var á Iðu, skrifaði hann einu sinni brjef til kunningja síns í Ameríku og sendi að Skál- holti í leið fyrir póstinn. Daginn eftir kom Páll upp að Skálholti, til þess að rífa upp brjefið og leiðrjetta nokkuð í því. Hann hafði getið þess í brjefinu, hve oft hefði verið messað í Skálholti síðasta ár, jeg man ekki, hvort það var 5 eða 6 sinnum; en eftir að hann hafði sent brjefið, komst hann að raun um, að mess- urnar höfðu orðið einni fleiri, en hann skrifaði. Slíkri missögn vildi Páll ekki gera sig sekan í, og fór þegar á eftir brjefinu, til að leiðrjetta þetta*. Páll hefur nú um mörg ár verið meðhjálpari í Holtastaðakirkju og rækt það starf af sömu alúð sem hinir fornu leikmenn, er vönduðu jafnt hið minsta sem hið mesta í guðshúsinu, minnugur þess að Guð sjer alt jafnt. — Þannig er saga Páls Jónssonar á Holtastöðum. ]eg veit, að hann hefur ekki fengið neina opinbera viðurkenningu, þó að hann hafi unnið ríkinu eins vel og dyggilega og raun ber vitni. Því að slíkir menn eru salt þjóðfjelagsins. ]eg veit að gatan hans er að gróa upp, þó að hann sje jafnvel ekki enn kominn í áfanga. En jeg veit líka, að það eru blóm í sporum hans. Og af því að hann hefur þvegið fætur annara, veit jeg, að hann á síðar von mikils fagnaðar. ]eg hugsa alt af til hans með aðdáun. Vel sje þeim, er kvittar eins vel reikningana hjerna megin og er jafnríkur af því, sem hann hefur gefið, og hefur svo hreinan skjöld í hvívetna. Guð gefi honum góða heimför. Gunnar Árnason frá Skútustöðum. Ljóðmæli sjera Matthíasar Jochumssonar eru nú að koma út í heildarútgáfu, á kostnað Magnúsar Matthíassonar heildsala, sonar skáldsins. — Munu þau verða fullprentuð fyrir næstu jól. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.