Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 21
O Ð I N N
21
Til hans herradóms, Marteins biskups,
á nafndegi hans, 11. nóvember.
Marteinn Hólabiskup.
I.
Wjer syngjum hjer með sönnum gleðirómi
í sælli eining hugðnæm þakkarorð,
sem flytjast yðar háa herradómi,
er hófuð merkið upp á vorri storð.
Já! hófuð merki Krists í kirkjumálum,
að kveikja heita trúar-aringlóð,
að bjarga öllum vegaviltum sálum
og veita blessun yfir land og þjóð.
Wjer minnumst einnig löngu liðnra daga,
er Ijóma sveipa yðar glæsta starf.
Oss gleymist ei hin göfga íslandssaga,
er geymir þennan dýra feðra-arf.
Vjer tignum Þorlák, Jón og Guðmund góða,
og gjöldum minning þeirra lotning enn,
því það er ment og máttur allra þjóða,
að meta sína bestu afreksmenn.
Vjer þökkum yðar dáð í orði’ og verki,
er aldrei skorti framtaksmátt og þor;
þjer reistuð kirkju — voldugt minnismerki,
hún máttug geymir brautryðjandans spor.
A meðan boðuð verður krossins kenning,
á meðan kristinn íslendingur finst,
á meðan lifir landsins mál og menning,
mun yðar, biskup kær, æ verða minst.
II.
Mítra og bagal berið þjer
og biskupstign í landi hjer.
Nútíð — framtíð — fortíð glæst
í frægðar þrenning hafa mætst.
Minninganna morgunsól —
máttartign frá Róma-stól,
rjeði hjer með rausn og völd
rjetta hálfa sjöttu öld.
Hingað þetta þjóðarhnoss
þjer nú aftur færðuð oss.
Bráðum lúta bygðir lands
boðum Pjeturs fiskimanns.
Aðalsmerki andans bar
Island, meðan kaþólskt var.
Omi því frá unn' að dal:
Island kaþólskt verða skal!
S. K. Steindórs,