Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 11

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 11
O Ð I N N 11 Minningarorð. Það hefur dregist hjá mjer lengur en skyldi að minnast þín að nokkru, góði, gamli sveitungi og vinur, og skal nú ekki svo til ganga lengur. Árni Antoníus Guðmundsson, óðalsbóndi og trje- smíðameistari í Víkum á Skaga, A.-Húnavatnssýslu, andaðist á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 7. október 1931, af krabbameini, eftir erfiða og kvalafulla legu, fyrst á sjúkrahúsinu á Blönduósi og síðar á sjúkra- húsinu á Sauðárkróki. Árni heitinn var fæddur 2. apríl 1870 í Víkum á Skaga, og ólst hann þar upp með foreldrum sínum fram yfir fermingaraldur. Foreldrar Arna voru hjónin Guðmundur Bjarnason bóndi og smiður í Víkum og kona hans Valgerður Jónatansdóttir Ólafssonar fyrr- um bónda þar, og var jörðin leigujörð. Bar snemma á því, að Arni væri starfshneigður og að hugur hans hneigðist sjerstaklega að alls konar smíði — eitthvað að skapa, — og fór saman hugvit og handlagni. — Og strax eftir fermingu, eða upp úr 1885, brá Árni sjer til Reykjavíkur og tók að stunda þar trjesmíða- nám, og lauk hann því á 4 árum með ágætum vitnis- burði. Var kennari hans Jakob Sveinsson trjesmíða- meistari í Reykjavík, sem á þeim tíma var talinn einn með bestu trjesmiðum höfuðstaðarins, — vandvirkur, strangur, siðavandur, enda talinn grandvar sæmdar- maður í hvívetna. — Að loknu námi rjeðist Arni áfram um óákveðinn tíma hjá meistara sínum og kennara, til þess að hafa umsjón með smíðavinnu — byggingavinnu —, sem Jakob dreif þá í Reykjavík með sveinum o. fl., með því að þá var byrjaður fram- gangur bæjarins og því mikið um húsagerð þar ár- lega. Þetta, að Árni rjeðist til Jakobs að loknu námi sem umsjónarmaður og verkstjóri við húsabyggingar hans, bendir ótvírætt til þess, að Jakob hafi fundist mikið til um sveininn sem góðan verkmann og smið, enda var Árni viðurkendur alla tíð af öllum, sem hann þektu, bæði sem smiður og að því, er kom til afkasta, trúleiks og hagsýni, og var hann því ávalt mjög eftir- sóttur vegna hygni og handtaka. Um þessar mundir má með sanni segja það, að framtíðin hafi brosað við Árna og gefið honum góð fyrirheit. Hann var útlærður i þeirri iðn, sem hann hafði kosið sjer að lífsstarfi, kominn að tekjuríkri atvinnu og ótæmandi verkefni í hans atvinnugrein voru fram undan. Enda sagði hann mjer sjálfur, að hann hefði þá ágætlega unað hag sínum og að hugur sinn hefði ákveðið stefnt að því um skeið, að ílengj- Avni Antoníus Guðmundsson. ast fyrir fult og fast um ókomna framtíð í Reykja- vík. En á honum, sem svo mörgum öðrum, sannaðist hið fornkveðna: »Röm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til«. Því að, þá er faðir hans ljest, 25. apríl 1892, sagði Árni lausri atvinnu sinni í Reykja- vík, hjelt heim til föðurhúsanna og tók við búsfor- ' ráðum í Víkum með móður sinni, þá 22 ára. Bjó hann þar eftir í Vík- um til dauðadags, eða nær því í 40 ár. Árið 1894kvænt- ist Arni fyrri konu sinni,Lucindu Magn- úsdótfur, en misíi hanaeftirfárramán- aða samveru, ásamt einkabarni þeirra hjóna. A þriðja dag ióla 1896 kvæntist Árni öðru sinni eftirlif- andi konu sinni, frú Önnu Tómasdóttur frá Asbúðum áj Skaga.og var brúð- urin að eins 18 ára gömul og heimalningur, eins og kallað er, — hafði ekki farið að heiman, til að kynna sjer háttu manna í öðrum hjeruðum, — en hún hafði alist upp hjá móð- ur sinni, Höllu Guðlaugsdóttur, mestu þrifnaðar- og myndarkonu í hvívetna, sem ástundaði að uppala börn sín til manndóms, með því að kenna þeim þrifnað, reglusemi og að vinna hverl verk trúlega og sam- viskusamlega. Þetta hjónaband varð Árna mjög ham- ingjusamt og blessunarríkt í besta máta, enda var hann gæfumaður. Hjónin voru sköpuð til að vinna saman, sköpuð hvort fyrir annað. Það kom líka brátt í ljós, að unga húsfreyjan í Víkum var skörungur hinn mesti og ágætur kvenkostur, tápmikil, víðsýn og forsjál. Komu þessir eiginleikar Víkna-húsfreyjunnar heimilinu að góðu haldi, einkum og sjerstaklega þar sem húsbóndinn var löngum frá heimilinu við húsa- byggingar, jafnt um Skagafjarðar sýslu og Húnavatns, og varð ekki annað sjeð, en að vel tækist henni að sinna jafnt bónda- og húsfreyjustörfum. Þau hjónin Arni og Anna eignuðast 9 mannvænleg myndarbörn, er náðu fullorðinsaldri, 7 sonu og 2 dætur. Dæturnar heita Fanney og Sigríður, báðar giftar. Synirnir, nefndir eftir aldri, eru: Guðmundur, Vilhjálmur, Karl, Leó, Hilmar, Hjalti og Lárus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.