Óðinn - 01.01.1936, Page 11

Óðinn - 01.01.1936, Page 11
Ó Ð I N N 11 Minningarorð. Það hefur dregist hjá mjer lengur en skyldi að minnast þín að nokkru, góði, gamli sveitungi og vinur, og skal nú ekki svo til ganga lengur. Árni Antoníus Guðmundsson, óðalsbóndi og trje- smíðameistari í Víkum á Skaga, A.-Húnavatnssýslu, andaðist á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 7. október 1931, af krabbameini, eftir erfiða og kvalafulla legu, fyrst á sjúkrahúsinu á Blönduósi og síðar á sjúkra- húsinu á Sauðárkróki. Árni heitinn var fæddur 2. apríl 1870 í Víkum á Skaga, og ólst hann þar upp með foreldrum sínum fram yfir fermingaraldur. Foreldrar Árna voru hjónin Guðmundur Bjarnason bóndi og smiður í Víkum og kona hans Valgerður Jónatansdóttir Ólafssonar fyrr- um bónda þar, og var jörðin leigujörð. Bar snemma á því, að Árni væri starfshneigður og að hugur hans hneigðist sjerstaklega að alls konar smíði — eitthvað að skapa, — og fór saman hugvit og handlagni. — Og strax eftir fermingu, eða upp úr 1885, brá Árni sjer til Reykjavíkur og tók að stunda þar trjesmíða- nám, og lauk hann því á 4 árum með ágætum vitnis- burði. Var kennari hans jakob Sveinsson trjesmíða- meistari í Reykjavík, sem á þeim tíma var talinn einn með bestu trjesmiðum höfuðstaðarins, — vandvirkur, strangur, siðavandur, enda talinn grandvar sæmdar- maður í hvívetna. — Að loknu námi rjeðist Árni áfram um óákveðinn tíma hjá meistara sínum og kennara, íil þess að hafa umsjón með smíðavinnu — byggingavinnu —, sem ]akob dreif þá í Reykjavík með sveinum o. fi., með því að þá var byrjaður fram- gangur bæjarins og því mikið um húsagerð þar ár- lega. Þetta, að Árni rjeðist til Jakobs að loknu námi sem umsjónarmaður og verkstjóri við húsabyggingar hans, bendir ótvírætt til þess, að Jakob hafi fundist mikið til um sveininn sem góðan verkmann og smið, enda var Árni viðurkendur alla tíð af öllum, sem hann þektu, bæði sem smiður og að því, er kom til afkasta, trúleiks og hagsýni, og var hann því ávalt mjög eftir- sóttur vegna hygni og handtaka. Um þessar mundir má með sanni segja það, að framtíðin hafi brosað við Árna og gefið honum góð fyrirheit. Hann var útlærður í þeirri iðn, sem hann hafði kosið sjer að lífsstarfi, kominn að tekjuríkri atvinnu og ótæmandi verkefni í hans atvinnugrein voru fram undan. Enda sagði hann mjer sjálfur, að hann hefði þá ágætlega unað hag sínum og að hugur sinn hefði ákveðið stefnt að því um skeið, að ílengj- ast fyrir fuit og fast um ókomna framtíð í Reykja- vík. En á honum, sem svo mörgum öðrum, sannaðist hið fornkveðna: »Röm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til«. Því að, þá er faðir hans ljest, 25. apríl 1892, sagði Árni lausri atvinnu sinni í Reykja- vík, hjelt heim til föðurhúsanna og tók við búsfor- ráðum í Víkum með móður sinni, þá 22 ára. Bjó hann þar eftir í Vík- um til dauðadags, eða nær því í 40 ár. Árið 1894 kvænt- ist Árni fyrri konu sinni.Lucindu Magn- úsdóttur, en misti hanaeftirfárramán- aða samveru, ásamt einkabarni þeirra hjóna. Á þriðja dag jóla 1896 kvænfist Árni öðru sinni eftirlif- andi konu sinni, frú Önnu Tómasdóttur frá Ásbúðum á) Skaga, og var brúð- Árni Antoníus Guðmundsson. urin að eins 18 ára gömul og heimalningur, eins og kallað er, — hafði ekki farið að heiman, til að kynna sjer háttu manna í öðrum hjeruðum, — en hún hafði alist upp hjá móð- ur sinni, Höllu Guðlaugsdóttur, mestu þrifnaðar- og myndarkonu í hvívetna, sem ástundaði að uppala börn sín til manndóms, með því að kenna þeim þrifnað, reglusemi og að vinna hvert verk trúlega og sam- viskusamlega. Þetta hjónaband varð Árna mjög ham- ingjusamt og blessunarríkt í besta máta, enda var hann gæfumaður. Hjónin voru sköpuð til að vinna saman, sköpuð hvort fyrir annað. Það kom líka brátt í ljós, að unga húsfreyjan í Víkum var skörungur hinn mesti og ágætur kvenkostur, tápmikil, víðsýn og forsjál. Komu þessir eiginleikar Víkna-húsfreyjunnar heimilinu að góðu haldi, einkum og sjerstaklega þar sem hús'oóndinn var löngum frá heimilinu við húsa- byggingar, jafnt um Skagafjarðar sýslu og Húnavatns, og varð ekki annað sjeð, en að vel tækist henni að sinna jafnt bónda- og húsfreyjustörfum. Þau hjónin Árni og Anna eignuðast 9 mannvænleg myndarbörn, er náðu fullorðinsaldri, 7 sonu og 2 dætur. Dæturnar heita Fanney og Sigríður, báðar giftar. Synirnir, nefndir eftir aldri, eru: Guðmundur, Vilhjálmur, Karl, Leó, Hilmar, Hjalti og Lárus.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.