Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 77
Ó Ð I N N
77
voru að reyna að koma því aftur á. Svo fór jeg til
þeirra og bauð þeim hjálp mína. Þeir urðu því fegnir.
Bindin voru orðin brún af óhreinindum. Jeg tók
bindin alveg af þeirn, því að jeg var svo heppinn, að
hafa með mjer dálítið af sárabindum. Þeir höfðu ljót
og illa gróin brunasár. Jeg batt um sárin eins vel og
jeg gat, og leið þeim miklu betur á eftir. Þeir voru
Þjóðverjar og höfðu verið hásetar á stóru skipi, sem
brunnið hafði úti á Atlantshafi um sumarið. Jeg hafði
lesið um þennan skipsbruna í blöðunum heima, en
nú hef jeg gleymt nafni skipsins. Þeir höfðu svo legið
á sjúkrahúsi í New Vork, og voru nú á leið til ætt-
ingja vestur í Alberta. Þeir voru hálfilla til fara, því
að þeir höfðu mist alt sitt í brunanum. — Nú var
jeg ekki lengur einmana. Þeir voru alvörugefnir ungir
menn, töluðu lítið ensku, og jeg talaði illa þýsku, en
samt nutum vjer samverunnar.
(Jm morguninn var lestin komin inn í Manitoba,
og jeg kominn rjett að takmarki mínu, Winnipeg.
Mig langaði mest til að halda áfram með lestinni,
því að jeg var orðinn þar sem heima, og jeg sá líka
eftir að skilja við þessa nýju vini. Jeg gaf þeim nokkra
dollara, og viknuðu þeir af gleði. Jeg sagði þeim, að
vjer gætum fundist aftur í himninum, ef þeir vildu
halda sjer fast við Krist. Um kl. 11 árd. rann lestin
inn í Winnipeg. Jeg kvaddi Þjóðverjana mína og fór
út á stöðinni. Jeg hafði ekki látið neinn vita um
komu mína, og hafði ekki hugmynd um heimilisfang
nokkurs manns. Jeg einsetti mjer að leita einhverja
Islendinga uppi, án þess að spyrjast fyrir eða líta í
vegvísara. — Jeg geymdi dót mitt á stöðinni og lagði
af stað beint af augum. Jeg sá að bærinn mundi
liggja í ferhyrningum, því að allar götur eru þráð-
beinar norður og suður, austur og vestur, með jöfn-
um millibilum. Jeg hugsaði mjer að Ieita að »Fyrstu
lúthersku kirkjunni*, og þar stæði, ef til vildi, nafn
og heimilisfang dr. Jóns Bjarnasonar, því jeg hafði
tekið eftir því í Halifax, að spjöld með nafni prestsins
höfðu staðið við ýmsar kirkjudyr. Þegar jeg sá kirkju-
turn einhverstaðar, fór jeg þangað, en varð fyrir nokkr-
um vonbrigðum. Þegar jeg svo hafði reikað um í
rúman hálftíma, sá jeg spjald yfir búðardyrum, sem
gladdi mig. Það var verslun Halldórs Bardal, og gekk
jeg þar inn. Stúlka var í búðinni. Jeg ávarpaði hana
á íslensku og tók hún undir það. Jeg spurði eftir
Bardal og sagði hún, að hann væri uppi á Iofti að
borða, en kæmi bráðum ofan. Jeg tók eftir að
stúlkan þúaði mig, og fanst mjer það skrítið, ókunn-
ugan manninn. Svo spurði hún hver jeg væri og hvaðan.
Jeg sagði henni það. — Hún fór þegar upp á loft
og Bardal kom ofan, og urðu fagnaðarfundir með
okkur. Hann tók mig upp til borðhalds og þar leitst
mjer vel á alt, því að þar voru margir inndælir drengir.
Svo fór Bardal að síma og brátt komu þeir Jón Vopni
og Jón Bíldfell, og nú fanst mjer að mjer væri vel
borgið. Þeir voru ekkert reiðir af því að jeg kæmi
svona seint. — Þeir sögðu mjer, að jeg ætti að vera
4 daga í Winnipeg, og fara síðan suður til Banda-
ríkjanna til safnaða sjera Björns Jónssonar í Minne-
ota, og vera þar fram í janúar; en þessa 4 daga
ætti jeg að dvelja hjá dr. Jóni Bjarnasyni, og fóru
þeir með mig þangað, og sóttu um leið farangur minn
á járnbrautarstöðina.
Um kvöldið talaði jeg á fundi Bandalagsins og var
þar margt af ungu fólki. Mjer var fagnað hið besta.
— Jeg notaði þessa daga til að skoða borgina, og
heimsótti nokkra Islendinga. Jeg var í kirkju næsta
sunnudag hjá dr. Jóni Bjarnasyni, við morgun-
messuna, en prjedikaði við kvöldmessuna kl. 7, og
hafði yfirfulla kirkju. Þar kom jeg auga á ungan pilt,
sem mjer þótti gaman að sjá, Sveinbjörn Jónasson,
sem verið hafði í V-D hjer heima, en farið sem ungur
drengur vestur um haf. Hann hafði verið mjög hændur
að mjer og jeg sá mikið eftir honum, hann var svo
Ijúfur og efnilegur. Nú var hann orðinn stór og mjög
glæsilegur unglingur. Það urðu með okkur miklir
fagnaðarfundir eftir messuna. — Jeg kveið nú ekki
lengur fyrir ferðinni suður í Bandaríkin, því á laugar-
daginn höfðu komið tveir menn frá Minneota, og ætl-
uðu á mánudagskvöld suður aftur, og gat jeg orðið
þeim samferða. Það voru þeir Gunnar Björnson, rit-
stjóri og þingmaður, og kjötsölumaður Bjarni Jones;
voru þeir safnaðarstólpar í Minneota-söfnuðinum, þar
sem jeg átti að byrja starfsemi mína, og koma þeir
mjög við Ameríku-sögu mína.
Þetta voru nú mín fyrstu kynni af Winnipeg.
Bandarikjaferðin.
A mánudagskvöldið lagði jeg af stað frá Winnipeg,
í fylgd með þessum tveimur nýju vinum. Þeir voru
hinir skemtilegustu menn og sögðu mjer margt frá
Minneota, um fólk þar og þá sjerstaklega um frænd-
fólk mitt, dætur Jóhannesar föðurbróður míns, sem
dó heima haustið 1908, eins og fyr er frá sagt. Jeg
hlakkaði mjög til að kynnast þessu frændfólki mínu.
Jeg fjekk og að vita um börn þeirra og hafði Jó-
hannes sagt mjer um það áður, en öllum nöfnum
, hafði jeg gleymt, nema Oskari, sem jeg átti að láta
fá gullúrið. Jeg mintist þá, að liðin voru 5 ár frá því,
er hann dó, og rúmum mánuði betur.