Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 48
48
0 Ð I N N
Frú Octavia Smith
andaðist að heimili sínu í Reykjavík þann 7. des. sl. ár,
að eins 49 ára gömul. Var þar mikill harmur kveðinn
að vandamönnum hennar og vinum.
Odavia sál. var fædd á Seyðisfirði þann 15. apríl
1886. Hún var dóttir Carls ]. Grönvold, er þar var
verslunarstjóri, og
síðar á Siglufirði,
og konu hans Vil-
borgar jónsdóftur.
Olst hún upp hjá
foreldrum sínum, en
síðari æskuárin var
hún off langvisfum
hjá þeim hjónum
Vigfúsi Sigfússyni,
hóteleiganda á Ak-
ureyri, og konuhans
Maríu, sem var
amma Odaviu. —
Grönvold, faðir
hennar, var sonur
frú Maríu af fyrra
hjónabandi hennar.
Ung giftist Octavia
Paul Smith, verkfræðingi, norskum manni, sem kom
hingað til lands samtímis Forberg, og var hans önnur
hönd við að koma upp símakerfinu hjer á landi; tók
hann trygð við Island, og er nú búseftur í Reykjavík,
sem kunnugt er.
Octavia sál. var ein af fríðustu og tilkomumestu
konum þessa lands, há og vel vaxin, fremur föl yfir-
litum; fyrirmannleg var hún í framkomu og vakti eftir-
tekt, hvar sem hún fór, með glæsimensku sinni; ljúf-
mannleg var hún í viðmóti og vildi öllum gott gera.
Húsmóðurstörfin leysti hún snildarvel af hendi, meðan
henni entist heilsa, kunni kvenna best til hannyrða,
var vel gefin, og einkar vel ljet henni að gera heim-
En nú er komin önnur öld. Helgihjúpnum er nú
svift af kynferðismálunum. Fá mál eru nú meira rædd.
Þau eru komin inn í þingsalina. Þjóðnýtingar-stefnan
ryður sjer ört til rúms eða afskifti þings og stjórnar
því nær alira mála. Lög eru nú komin í mörgum ríkjum
til hindrunar arfgengum sjúkdómum o, fl. Sterilitets-lög
— þ. e. heimild stjórna til þess að gera menn ófrjóa.
Um þetta mál hafa nú verið flutt hjer 4 erindi við
háskólann, undanfarna daga, af hr. Eiði Kvaran, sem
er docent við þýskan háskóla. Hann hefur meðal
ilið vistlegt og fagurt. — Þau hjónin eignuðust þrjá
syni, sem nú eru upp komnir, og eiga þeir á bak
að sjá ástríkustu móður.
Vanda- og vinafólk frú Ocfaviu, og allir þeir, sem
kynni höfðu af henni, finna sárt til þess, hve stórt skarð
er höggvið í vinahópinn við fráfall hennar, og biðja Guð
að blessa hana og minningu hennar. Vínkona.
Guðrún á Ðálkastöðum.
Veður gnýja vora þjóð,
víða hálka’ í tröðum.
Nú er hnigin Guðrún góð
á gömlu Bálkastöðum.
Hafa mundi’ af harmi sýrst
hugur bernsku minnar.
Sú var konan djásnadýrst
drotning gestrisninnar.
Nú var eigi þjóðbraut þó
þar um Bálkastaði;
umferðin samt yfrið nóg,
einatt þröng í hlaði.
Kaupalýður, kirkjufólk
krókinn af ei sneiddi,
eins og börn að brjóstamjólk
bærinn gesti seiddi.
Hvar sem þjettust ösin er
ærið þarf til neyslu,
hleifa og drykk, — hvað haldið þjer,
í hálfrar aldar veislu?
Tíðrætt er um töframann,
er tók sjer ljett um auðinn,
en fallega drýgðu fleiri’ en hann
fiskana og brauðin.
Kærleiks afgang — karfir tólf —
konan skráð mun eiga
og inn á drotna dómþings-gólf
djarflega ganga mega. jak.Thor.
annans bent á þá miklu hættu, er grúfði yfir oss
af voðalegum arfgengum sjúkdómum, glæpa-tilhneig-
ingu og alls konar úrættun. Vjer eigum þar sam-
merkt við aðrar menningarþjóðir. Enda hefur heyrst,
að frumvörp til laga, eins og þau, sem hjer hefur
verið bent á, mundu verða lögð fyrir næsta þing. —
En vel hefði farið á því, að málið hefði verið kynt
hér áður, bæði gegn um útvarpið og á annan hátt.
20. október 1936 Jýn Jónsson Gauti.
Octavia Smith.
®<2®