Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 41
Ó Ð I N N
41
um í dynjandi steypibaði út um annan enda svefn-
skálans og inn um hinn, þurkuðu sig og klæddust;
fengju svo góðan morgunverð og færu síðan út í
kirkju til morgunbæna. Síðan væri liðinu raðað upp
til »Parade« og dagskrá lesin upp, og síðan færi hver
10 drengja flokkur, með foringja sínum, þangað sem
þeir ættu að vinna, og ynnu í skerpu tvo tíma. Svo
væri öllu liðinu blásið heim kl. 11, og tæki þá hver
drengur sín sundföt og færu niður að víkinni, sumir
til að synda, sumir að róa og sigla á smábátum um
pollinn, alt eftir föstum reglum. Svo kl. 12 miðdags-
verður og hvíld á eftir. Hl. 2-4 síðd. vinna, svo nón-
bítur og síðan leikir, knattspyrna á tveim eða þremur
völlum, og ýmsar aðrar íþróttir æfðar. Svo kvöld-
verður, þar næst samvera með söng og hljóðfæra-
slætti, erindi um fræðandi efni, síðan stuttar kvöld-
bænir og svo í rúmið kl. 9]/2. — Þannig hafði jeg
útmálað lífið hversdagslega í hinum stóru römmum,
og myndað mjer hugmyndir um einstaka drengi eftir
skaplyndi þeirra, og spunnið sögur um marga ein-
staklinga, suma erfiða og gallagripi, hvernig fara ætti
að þeim hverjum fyrir sig o. s. frv. — A veturna
hugsaði jeg mjer að hafa lýðháskóla fyrir unga menn.
Jeg hugsaði mjer ræktun jarðarinnar og tún aukið
upp í að ala 150 kýr, og þar fram eftir. —
Jeg skemti mjer við þessar myndir svo oft og á
ýmsan hátt, að þetta urðu nær lifandi sýnir fyrir mjer.
Eina nótt í byrjun maí, á heimleiðinni, var jeg að
skemta mjer við að hugsa mjer, hvernig jeg fengi
fjárafl til als þessa. Jeg þóttist vera á járnbrautarferð
í Ameríku og í klefanum hjá mjer var afar-viðmóts-
góður maður, sem jeg komst í viðræður við, og fræddi
jeg hann á mörgu um Island, og svo kom, að jeg
lýsti fyrir honum hugsjónum mínum um svona stofnun.
Við komumst svo til Chicago og þar skildu leiðirnar;
en eftir nokkra daga var jeg boðinn til hans, og kom
þá í ljós, að þetta var margfaldur miljónamæringur
og gaf hann mjer nokkrar miljónir til framkvæmdar
hugsjón minni. — Jeg var svo niðursokkinn í þessa
sögu mína, að mjer þótti leiðin alt of stutt, er heim
var komið; en er jeg kom inn í stofu mína, lá brjef
á borðinu; það var frá Ameríku, ekki þó frá neinum
miljónamæring, heldur frá nafna mínum, sjera Friðriki
Hallgrímssyni. Hann tjáði mjer, að á sambandsþingi
Bandalaga íslensku kirkjunnar hefði verið ákveðið að
bjóða mjer til Ameríku, til þess að ferðast á milli
safnaðanna og starfa fyrir Bandalögin, en það eru
hin kristilegu ungmennafjelög íslensku kirkjunnar þar.
— Þetta kom eins og inn í hugsanir mínar á leiðinni
heim, og mjer fanst eins og í því gæti legið meira
en það eitt, að koma til Ameríku. í marga daga velti
jeg þessu máli fyrir mjer. Fanst mjer þetta mjög girni-
legt, og langaði til þess í aðra röndina, en hugsunin
um að skilja við starfið hjer á þeirri blómaleið, sem
það var að komast á, varð mjer samt ærið þung.
Jeg leit til baka yfir starfið frá því er jeg kom heim,
1908, og hitti alt í kalda koli; ef nú ætti að fara eins;
mig hrylti við þeirri tilhugsun. Jeg leit yfir þennan
blómgunartíma, sem liðinn var. Jeg sá blóma ung-
lingadeildarinnar, og hve mikið hún hafði gefið fje-
laginu af áhugamiklum starfskröftum; jeg sá vöxt og
viðgang yngstu deildarinnar og hið ágæta »UrvaI«,
ungt að vísu, en fyrirtak að áhuga og lífi. Jeg hugs-
aði um knattspyrnufjelögin »Val« og »Hvat«, gátu
þau haldið strykinu og 7 ára áætluninni, þeirri, að
keppa bara innbyrðis og leika vegna listarinnar sjálfrar,
og geta svo 1918 valið úr bestu krafta þeirra beggja
og sett reglulega gott lið á opinbert kappmót? Jeg
leit á »Væringjana«, hvernig færi um þá, ef jeg yfir-
gæfi þá á fyrsta ári þeirra. Jeg leit á jarðræktina,
við höfðum fengið erfðafestuland á hrjóstrugum stað
inn víð þvottalaugar, eitthvað 3 dagsláttur að stærð,
og þar höfðu aðallega yngri aðaldeildarmenn starfað
á hverju fimtudagskvöldi á sumrin, undir hinni ágætu
forystu Guðmundar Bjarnasonar klæðskera. Jeg var
ekki hræddur um þá grein. Jeg var heldur ekki
hræddur um aðaldeildina, því jeg vissi, hvílíkan kraft
vjer áttum í sjera Bjarna og stjórninni, eins og hún
nú var samsett. — Mátti jeg fara frá þessu öllu?
Svo kom sú hugsun: Ef til vill á jeg að fara! —
Jeg hafði oft sagt við vini mína: »Jeg er hræddur
um að fjelagið verði aldrei sterkt, ef jeg er alt af
með því. Það hlýtur að reka að því, að jeg verði að
fara, svo að þið getið þroskast til að sjá, að jeg er
ekki nauðsynlegur*. Það var þá ekki svo lítið af þeirri
hjátrú, að jeg yrði að vera með í öllu, og jeg var
oft hræddur um að að því ræki, að jeg yrði málefn-
inu til hindrunar. — Mjer hafði oft dottið í hug, að
Guð yrði að taka mig burtu úr starfinu, annaðhvort
alveg eða þá að fjarlægja mig með löngum sjúkdómi.
Nú skaut þeirri hugsun upp hjá mjer, að ef til vildi
væri Guð með þessu að stía mjer burtu, svo að hinir
gætu sjeð, að alt gæti gengið án mín. En jeg vildi
umfram alt vita með vissu, hvað Guð vildi í þessu efni.
Jeg var því ekki bráður á að gefa svar vestur. Jeg
þurfti líka að útvega mann í minn stað. Jeg kom
auga á einn. Það var Páll V. Guðmundsson (nú Páll
Kolka læknir). Hann Ias þennan vetur utanskóla fyrir
tvo bekki. Mjer fanst hann langlíklegastur til þess að
geta komið í minn stað. Hann var svo nákunnugur