Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 57

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 57
Ó Ð I N N 57 Ættjarðarsöngur. Menn kenna vora ey við ís. — En eldi mögnuð hátt hún rís úr hafsins djúpi voldug, væn, á vetrum hvít, á sumrin græn. Við skulum syngja henni hrós um hennar vetra norðurljós, og vorsins björtu, bláu tjöld, og blíð og fögur sumarkvöld. Og hennar fríðu fjarða svið, og fossa söng og lækja nið, og háan, víðan heiða sal, og hýran hvamm í mörgum dal. Og grösug engi' og grænan völl, og gnípum skreyttu, háu fjöll. Þar uppi sindrar sól á ís; í sveitum niðri hverinn gýs. Og eyjar byggir æður mörg. Á ystu nesjum fuglabjörg úr legi rísa' af lífi kvik, með ljettra vængja fjaðra blik, Og alt í kring við augum hlær hinn auðgi, víði, bjarti sær. Við elskum fjöll þín, fjörð og sand og foss og dalagrund, vort land. Þ. G. V. Framanritaðar línur eru að eins sundurlaust hrafl um hið helsta úr lífi og starfi þess mæta manns, sem þær eru helgaðar. ]eg hef stiklað á stærstu steinun- um eingöngu. Störf þau, er Ólafur vann í þarfir hins opinbera, hef jeg engin nefnt. En eins og að líkum lætur, þá komst slíkur hæfileikamaður, sem Ólafur var, ekki undan því að gegna mörgum ábyrgðarstörfum í hrepps- og sýslufjelagi sínu. Gegndi hann um mörg ár opinberum störfum í Patrekshreppi, og var á þeim störfum hans, sem öðrum, sama snildarbragðið. Fyrir störf sín og framtak, í þarfir lands og þjóðar, var hann sæmdur riddarakrossi islensku Fálkaorð- unnar árið 1924. — Áður hafði Frakklands-stjórn sæmt hann frakknesku heiðursmerki, eins og fyr er getið. Var hann vel að þeirri virðing kominn. En þó ætla jeg að hitt hafi glatt hann meir, að sjá viðgang Vatn- eyrar og not þau, er aðrir höfðu af framtaki hans, en virðingarmerki valdhafanna, því að hann var veru- leikans maður, en aldrei fyrir það að sýnast. Vjer Patreksfirðingar munum lengi minnast Ólafs. Og þótt hann sjálfur sje oss ekki lengur sýnilegur, þá lifa verkin hans, og þau munu tala sínu máli leng- ur og betur en nokkur minnisvarði reistur á dáins gröf. Æfi hans var óslitinn starfsdagur, að heita mátti. Og störf hans voru slík, að öðrum máttu til góðs verða. Seinasta árið, sem hann lifði, kendi hann nokkurs sjúkleika, en oftast gekk hann að störfum sínum, þar til um síðustu áramót, aðhann fjekk ekkilenguraf borið vegna svefnleysis og ýmiskonar annarar vanlíðunar. Hinn 21. jan. síðastliðinn fór hann tíl Reykjavíkur, að leita sjer lækninga við meini sínu. En sú ferð hans var hin síðasta frá Vatneyri. Sunnudaginn 2. febr. að morgni ljest hann af hjartasjúkdómi í St. Jósepsspítala,* að Landakoti í Reykjavík. Lík hans var flutt heim og jarðsungið frá Eyrarkirkju í Patreksfirði miðvikud. 12. febr. síðast liðinn, að meira fjölmenni viðstöddu en áður hafði þekst á Eyrum. Þótt sú ósk hans rættist ekki, að hann fengi að deyja á Vatneyri, þá var þó öllu Iífi hans Iifað þar og fyrir þann stað. Og í firðinum sínum heima fjekk hann að lokum beinin að bera. Hvíla þeir nú hlið við hlið í Eyrarkirkjugarði feðgarnir, Ólafur og Kristinn. Hver sú þjóð, sem á marga menn slíka sem Ólaf- ur var, er vel á vegi stödd. Hann var elju- og atorku- maðurinn mikli, gullneminn, sem altaf er að verki og beitir hug og hönd til að notfæra sjálfum sjer og öðrum þau óþrotlegu gæði, sem land og sjór hafa í sjer fólgin. Hann hefur sjáifur reist sjer þann minnisvarða, sem óbrotgjarnastur er, minnisvarða mikilla verka og góðra. I þá sömu átt stefndi og sonur hans, Kristinn. En hans naut aðeins of skamt við, að oss vinum hans þótti. Minning þeirra feðga mun lifa í hugum manna hjer vestra, því „Orðstírr deyr aldrigi hveims sjer góðan getr". Einar Sturlaugsson frá Snartartungu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.