Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 7
Ó Ð I N N
7
því fyrir borð, og rak það á land, þar sem nú heitir
Minþakseyrr. Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða*...
Það, sem fyrst verður að hafa í huga, er, að hjer
er um alvana sjófarendur að ræða, annað það, að
þeir höfðu siglt til landsins áður, vissu því nokkuð, í
hvaða átt þess var að leita og hvaða vindátt væri
heppilegust á þeirri leið, og sem gæti enst þeim best
yfir hafið, og jafnvel til Iandtöku, þegar þar að kæmi.
Það er því ekki ósennilegt, að þeir hafi valið sjer
austan- eða norðaustanátt til burtferðar; sú vindstaða
hefði átt að vera fremur rúm, svo að með »afdrift«
þeirri, sem þeirra tíða skip hafa hlotið að hafa, ef
ekki var um beint undanhald að ræða, var sennilegt,
að þeir gætu náð austarlega að landinu. Þar voru
þeir líka kunnugastir því og landtökuskilyrðum. ]afn-
vel hefur þeim Iíka verið að einhverju leyti kunnugt,
að vestur með suðurströndinni var hafnleysi. »Land-
náma« segir, að þeir hafi haft »samflot«, það er: þeir
sáu eða vissu hver til annars yfir hafið, þar til undir
landið kom. Nú vita það allir, sem nokkuð til sjó-
mensku þekkja, að það þarf ekki stundum stór atvik
eða tilhögun til þess, að annar nái Iandi, en hinn
ekki, ef vindstaðan er á þrotum eða breytir sjer, og
eitíhvað því likt mun hjer hafa átt sjer stað. Ingólfur
nær strax landi, en Hjörleifur ekki. Nú segir »Land-
náma«: »Þá er Ingólfur sá Island, skaut hann fyrir
borð öndvegissúlum sínum til heilla*. Það hefur sagt
mjer vanur millilandasjómaður, að í sæmilegu skygni
að degi til muni sjást til jökla minst 75 sjómílur
undan suðurströnd landsins. Skýri nú »Landnáma«
rjett frá, að Ingólfur hafi kastað súlum sínum fyrir
borð, strax og hann kom í Iandsýn, eða um 75 sjó-
mílur undan landi, þá er þaðan nokkur vegalengd til
lands, og engin ástæða til að ætla, að þær reki upp
á sandfjörur suðausturstrandarinnar að vindstöðu
óbreyttri.
En nú er að athuga: Höfum við nokkur tök á því
nú, að segja um, hvort eða hvernig vindstaðan muni
hafa breytt sjer, eða verið, næstu dægrin eftir að
Ingólfur varpaði súlum sínum fyrir borð? Já, það eru
miklar líkur fyrir því, að það sje hægt.
Um það Ieyti, sem þeir fóstbræður eru komnir í
landsýn, eða undir landið, breytir vindstaðan sjer
meir til norðausturs, og jafnvel eykst líka, og það
mun einmitt hafa verið þetta, og einhver önnur at-
vik, sem alt af geta komið fyrir, sem verður þess
valdandi, að skip þeirra skilja, þegar þarna er komið.
Ingólfi tekst að ná til hafnar. »En Hjörleif rak vest-
ur fyrir land og fjekk vatnfátt«. Þessi orð, ef sönn
eru, sýna greinilega, að vindur hefur stóraukist af
óhagstæðri átt til Iandtöku í námunda við Ingólf; en
þar vildi Hjörleifur helst land taka, ef þess væri
nokkur kostur, enda þar kunnugastur landslagi og
höfn. Hjörleifur hefur orðið fyrir því, sem á sjó-
mannamáli er kallað að »leggja til drifs*. Hann hefur
rekið vestur með suðurströnd landsins og að líkind-
um nokkuð til hafs, og er ekki ósennilegt, að sú
»drift« hafi varað nokkuð lengi, því þeir eru komnir
í vatnsþrot, sem þrengir mjög að mönnum við erfiða
vinnu, t. d. að standa í austri og fleira í ágjöfum.
Þá er það, sem þrælarnir taka það ráð, að hnoða
saman mjöl og smjör handa sjer, til að slökkva mesta
þorstann með. En svo segir »Landnáma«: »En er
það var tilbúið, kom regn mikið, og tóku þeir þá
vatn á tjöldum*.
Þetta, sem sagt hefur verið um sjóferðalag þeirra
fóstbræðra, eftir það að þeir komu undir land og
þeir skildu, eftir því sem »Landnáma« skýrir frá,
sýnir, að vindur hefur aukist mikið af norðaustri. Því
annars var ekki hægt að segja, að Hjörleif hefði
rekið vestur fyrir land. Og svo af hinu: »kom regn
mikið, og tóku þeir þá vatn á tjöldum*, má álykta, að
vindstaðan hafi að lokum gengið til suðurs og suð-
vesturs, og þá fór að rigna.
Hvar Minþakseyri er eða hefur verið, þar sem min-
þakið átti að hafa rekið á land, hefur mjer ekki tek-
ist að fá upplýst. í fljótu bragði virðist, eftir því sem
áður er ályktað um vindstöðu, eftir að fór að rigna,
að það hefði átt að reka upp einhverstaðar vestar-
lega á Reykjanesskaga, eða jafnvel fyrir innan hann.
En svo þarf ekki að vera fyrir því. Því þótt »Land-
náma« geti þess ekki, hve nær því var kastað fyrir
borð, gefur hún þó í skyn, að það hafi ekki verið
strax og tók að rigna, því hún segir: »En er min-
þakið tók að mygla, köstuðu þeir því fyrir borð«.
Það er heldur ekki gætinna sjómanna háttur, sem
hafa lent í hrakningum og skorti, að kasta fyrir borð
því, sem mætti að gagni koma til matar eða drykkjar,
þó ljelegt sje orðið, fyr en örugt er um, að ekki
muni þurfa á því að halda. Þeir munu því að öllum
líkindum ekki hafa kastað minþakinu út, fyr en þeir
hafa þótst öruggir um að ná höfn undir Hjörleifs-
höfða, og hefur það þá að líkindum í suðvestlægri
átt rekið á land ekki alllangt frá landtökustaðnum. '
En þar mun strandlína hafa breytst svo mikið, að
það, sem þá var við sjó, er nú uppi í landi, og þess
vegna hafi staðurinn og nafnið gleymst, ef það er
ekki til lengur.
Þetta, sem sagt hefur verið um sigling þeirra fóst-
bræðra og um vindáttir, um og eftir að þeir tóku