Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 81
Ó Ð I N N
81
inn um gluggann hjá mjer, og var jeg nokUra stund
að álta mig á því, hvort þetta gæti verið jóladags-
morgun. Það átti að messa í Vesturkirkjunni, og ók-
um við snemma af stað og komum fyrst til Pjeturs
Guðmundssonar. Áður en við settumst að kaffiborð-
inu, kallaði jeg Óscar á einmæli, og þar afhenti jeg
honum gullúrið sem jólagjöf frá afa hans. Hann varð
mjög hrærður, og þau hjónin líka, er þau sáu úrið.
Jeg hafði áður ekkert á það minst; sögðust hjónin
hafa haldið, að það hefði gengið upp í útfararkostnað-
inn. — Þeir frændur mínir, Óscar og þrír elstu synir
Jóhönnu, færðu mjer jólagjafir í gullpeningum. Hafði
jeg aldrei á æfi minni haft svo mikið gull í vasanum,
60 dollara. — Jeg prjedikaði í kirkjunni, en sjera
Björn hjelt jólaguðsþjónustuna í Minneota um kvöldið.
Annar jóladagur er ekki haldinn helgur þar vestra,
en samt var messað í Austurkirkjunni, og var þar
margt fólk. Þar var gömul timburkirkja og stóð ein
sjer, en ekki við neinn bóndabæ. Voru engin hús við
kirkjuna, nema heil röð af hesthúsum, til þess að
geyma í hesta kirkjufólksins, meðan á messu stóð.
Svo var ráð fyrir gert, að sunnudaginn milli jóla og
nýárs ætti að vera samkoma þar í kirkjunni, þar sem
jeg flyfti erindi um K. F. U. M. og kristilega unglinga-
starfsemi. Og þar á eftir áttu að vera samræður um
stofnun Bandalags þar í söfnuðinum. Þar var margt
af mjög efnilegu ungu fólki. — Jeg bjó mig nú ræki-
lega undir þetta fyrirhugaða erindi mitt. — Þessa
dagana var afar-mikið frost og byrjaði það á jóla-
daginn, og herti meir og meir á. Sunnudaginn þann
28. des. hjeldum við svo austur til kirkjunnar, og var
þar fjöldi manns, og mest af unga fólkinu þar í sveit-
inni. Það var milli 20 og 30 stiga frost og all-hvast,
og mesta nepja. I kirkjunni var gamall ofn, og var
hann kappkyntur, svo vart var líft nálægt honum, því
að hann varð rauðglóandi. Jeg hjelt svo langan fyrir-
lestur um málið, og var hlýtt á það með mestu at-
hygli, og þóttist jeg viss um, að alt unga fólkið mundi
í hrifningu stofna hinn nýja fjelagsskap. Sjera Björn
innleiddi svo með mjög hvetjandi orðum umræðurnar
um málið. Á eftir stóð upp gamall bóndi og talaði
fyrir málinu; hann var heitur trúmaður og vildi vel,
en hann vantaði >takt<, og fór heldur niðrandi orð-
um um unga fólkið f söfnuðinum. Og alt í einu
breyttist svo veður í lofti, að varla fjekst orð úr
nokkrum manni, og þeir fáu, sem töluðu, töldu á
þessu öll tormerki. Og þegar svo að lokum var spurt,
hverjir vildu leggja til að Bandalagið yrði stofnað,
voru þeir sárfáir, sem rjettu upp hendina, og þar með
var málið fallið. — Jeg var talsvert vonblektur af
þessum köldu undirtektum og var í fremur leiðu skapi
á leiðinni heim. En svo var nú ekki tími til að sýta,
því að hálf-tíma eftir að við komum heim, byrjaði
messa í St. Páls-kirkjunni. Þegar komið var út úr
kirkjunni, sáu menn mikinn roða á austurloftinu.
Maður kom út úr næsta húsi við kirkjuna og kvaddi
sjera Björn í símann. Jeg fylgdist með honum inn
og heyrði á ýmsum upphrópunum, að eitthvað hefði
komið fyrir. — Svo fjekk jeg að vita, hvað í efni var.
Austurkirkjan stóð í björtu báli, og varð við ekkert
ráðið vegna stormsins. Barst nú þetta, eins og eldur
í sinu, um allan bæinn. Klukkan 9 um kvöldið var
kirkjan brunnin til kaldra kola. — Þessi kirkja hafði
verið bygð á fyrstu árum íslendinga bygðarinnar þar
í sveit. En á meðan á brunanum stóð, höfðu menn í
Minneota hóað sig saman og heitið gjöfum til Austur-
bygðar safnaðarins, og minnir mig, að um kvöldið
hafi safnast um 5000 dollarar, mest frá Islendingum,
en einnig frá hinum söfnuðunum, bæði hinum norska
og hinum kaþólska. — Mjer þótti þetta mjög leitt,
og fanst einhvern veginn eins og þetta væri mjer
að kenna, eins og þessi óhamingja hefði staðið af
mjer. — Við þessar hugsanir bættist líka hálfgerður
kvíði fyrir þeirri langferð, sem jeg átti fyrir höndum
næsta morgun.
Kansas City.
Eftir að jeg hafði verið rúma viku í Minneota,
fjekk jeg stórt brjef frá New-York, þar sem mjer
var tilkynt að mjer væri boðið á stúdentafundinn í
Kansas City í Missouri-ríkinu, sem halda ætti daganá
31. des. 1913 til 5. jan. 1914. Voru þar meðfylgjandi
skírteini öll, og tilkynning um að mjer bæri að eins
að borga hálft fargjald með járnbrautum, fram og
aftur. Sömuleiðis heimildar-skírteini að fundinum.
Vissi jeg að þetta var verk Mr. Peck’s, aðal-fram-
kvæmdastjóra. Fanst öllum vinum mínum í Minneota
sjálfsagt, að jeg setti mig ekki úr færi, að kynnast
þannig hinum ameríska æskulýð. — Jeg varð svo að
leggja af stað þann 29. des., til þess að komast í
tæka tíð. Jeg hlakkaði til, en hálf-kveið þó fyrir, að
leggja einn í þessa ferð, og eiga að skifta um lestir
á rjettum stöðum, eins illa máli farinn og jeg var.
Svo þurfti jeg að skifta um lest, og fá mjer far fyrir
hálft verð á járnbrautarstöðinni í Tracy, sem er all-
stór bær, eiithvað 30 mílur frá Minneota; það var
ekki hægt að fá það á stöðinni í Minneota. — Jeg
■ lagði svo af stað snemma um morguninn. Sjera Björn
og Gunnar Ðjörnson fylgdu mjer á stöðina. Jeg fjekk
mjer svo farseðil til Tracy. Sjera Björn kynti mig á