Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 63
Ó Ð I N N
63
ekki var eftir gefið, að vinna heimilinu inn alt, sem
unt var. — Að þeirri mentun, sem Bjarni naut í
Flensborgarskóla, hefur honum notast vel. Stundaði
hann barnakenslu um nokkur ár, og veitti jafnframt
piltum tilsögn í ensku o. fl. námsgreinum; ætla jeg,
að honum veitist enn ljett að tala og rita sæmilega
enska tungu; hann mun og geta fleytt sjer nokkuð í
þýsku. Fjekk hann nokkra æfingu í að tala ensku,
er hann reri hjá Þorbirni frá Nesi í Selvogi, en hann
sótti oft afla í enska togara, eins og alsiða var á
þeim árum; var Bjarni þá jafnan »túlkurinn«. —
Heyrt hef jeg þá sögu, að þýskan ferðalang hafi
borið að garði hjá Bjarna, og undraðist ferðamaður-
inn að hitta fyrir bónda svo langt upp í sveit, sem bæði
talaði ensku og þýsku, og var vel heima á fleiri sviðum.
Verslunarmál hefur Bjarni nokkuð fengist við. Var
hann um skeið starfsmaður við kaupfjelagið »Hekla«
á Eyrarbakka. Þar, sem annarstaðar, komu hæfileikar
hans skýrt í ljós: trúmenska, lipurð og áreiðanleiki;
og er Kristján Jóhannesson kaupfjelagsstjóri fjell frá,
mun Bjarni fyllilega hafa komið til greina sem eftir-
maður hans. En hann hafnaði boðinu, »moldin kallaði*
hann til starfa aftur að Meiri-Tungu. Þar var blettur-
inn, sem hann unni.
Þegar stofnaður var »Sparisjóður Holta- og Asa-
hrepps*, var Bjarni þar aðal-hvatamaður, ásamt sjera
Ólafi heitnum Finnssyni í Kálfholti, og var lengi í
stjórn hans. I stofnun kaupfjelags við Rauðalæk átti
Bjarni og góðan þátt.
í stjórnmálum hafa þeir Meiri-Tungu-bræður lítinn
þátt tekið opinberlega, en slíkt þykja ekki meðmæli
með mönnum nú á tímurn. Er þar máske að finna
skýringuna á því, hve lítið þeir eru þektir utan síns
hjeraðs. Það er þó ekki sökum þess, að þeir hafi
ekki dómgreind til jafns við ýmsa þá menn, er við
stjórnmál fást, heldur mun hift valda afskiftaleysi þeirra
um þau mál, að þeim mun hafa fundist vopnin, sem
stjórnmálaflokkarnir berjast með, ekki ávalt svo skygð,
sem æskilegt væri. Ef til vill hafa þeir líka verið of
frjálslyndir til þess, að vilja láta »stimpla« sig með
flokks-merki eða bindast flokksböndum, enda hafa
þeir ekki hlotið nein pólitísk bein eða bitlinga.
Við erum mis-aðlaðandi mennirnir; heimilin engu
síður. Meiri-Tungu-heimilin eru mjög aðlaðandi. Þar
er sem andi á móti gestinum hlýju og vingjarnleik.
Þar líður manni strax vel eftir fyrsta handtak hús-
bændanna. Þaðan fer gesturinn hress og glaður, eftir
hlýtt og glaðlegt viðmót, og eiga þar bæði heimili
þeirra hjóna óskilið mál. G.
Æfiminning.
Hinn 29. jan. síðastliðinn andaðist merkiskonan
Guðrún í Vtra-Vallholti. Hún var fædd í Djúpadal
22. febr. 1848, og skorti því fæpan mánuð á 88. aldursár.
Móðir Guðrúnar var Hólmfríður Jónsdóttir bónda
Einarssonar, frá
Flatatungu, Sveins-
sonar prests í Goð-
dölum (d. 1757),
Pálssonar prestsþar.
En faðir hennar var
Eiríkur hreppstjóri
(d. 4. des. 1872)
Eiríksson prests á
Staðarbakka (d. 27.
febr. 1843) Bjarna-
sonar, Eiríkssonar
(Mera-Eiríks)
Bjarnasonar, og
höfðu þeir feðgar,
hver fram af öðrum,
búið í Djúpadal.
Guðrún ólst upp
í Djúpadal hjá for-
eldrum sínum, og var snemma vanin við vinnu, sem þá
var títt. Ekki var hún nema á 12. árinu, er hún var látin
fylgja ánum, og voru þær þó margar, sem fært var
frá, því faðir hennar bjó stórbúi. Voru ærnar hafðar
í seli fram á dalnum, og var hún drifin á fætur kl.
5—6 á morgnana til ánna. Sagðist hún oft hafa mátt
ganga mikið áður en hún var búin að hafa þær sam-
an, og ekki ætíð sem best klædd að skófötum. En til
þess var snemma tekið, hve hún var fádæma skörp,
unglingurinn. Gekk þetta fram yfir fermingaraldur.
Eftir að Valgerður systir hennar giftist og þau hjón
fóru að búa í Djúpadal, var Guðrún í selinu með
systur sinni á sumrum. En er hún þroskaðist, vildi
systir hennar ekki taka hana til þess frá hrifunni.
Því hún var með afbrigðum dugleg við heyvinnu.
Guðrún var hjá systur sinni uns hún giftist Guð-
mundi (f. 15. febr. 1838) Sigurðssyni frá Miðgrund.
Guðmundur var alinn upp í sárri fátækt, og komið í
dvöl á 8. ári. Atti hann oft við slæma líðan að búa
á þeim árum, fram yfir fermingu. Laust fyrir lvífugs-
aldur fór hann með Vilhjálmi Oddsen söðlasmið frá
Húsey austur að Hofi í Vopnafirði og var hjá hon-
um í 4 ár og nam þar söðlasmíði. Leið honum þar
ágætlega. Eftir það fór hann aftur vestur í átthagana.og
Guðníti Eiríksdóitir
®»®