Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 18
18
O Ð I N N
Trúr þjónn.
Jeg veit, að það er landssiður að lofa sjaldan góða
menn, fyr en þeir eru komnir undir græna torfu.
Jeg ætla að bregða út af þeim ósið í þetta sinn, af
því að jeg finn, að jeg myndi fyrirverða mig fyrir að
segja þá fyrst sögu Páls Jónssonar á Holtastöðum,
þegar ekki yrði þagað yfir henni lengur, þ. e. a. s.
við líkbörurnar. Hann á þann drátt ekki skilið. Jeg
hef fáa menn þekt merkari, og jeg veit ekki, hvort
jeg hef orðið nokkrum samferða, sem hefur betur
gert það, sem í hans valdi stóð, af því, sem lá hendi
næst. Og þó hafa flestir litið yfir hann, eða gleymt
honum, líkt og kjarngóðri nytjajurt milli trjenaðrá
skrautblóma. Það sakar hann sjálfan ekki, en maður
fær hins vegar hálfgerða klígju við að hugsa um kross-
ana, sem hengdir eru á hina og þessa, enginn veit
fyrir hvað, og minnist þess um leið, að þeirra, sem
fórnuðu mestu til þjóðþrifa, er að engu getið.
Hjer er annars saga Páls Jónssonar í stuttu máli.
Hann er fæddur að Helliskoti í Mosfellssveit 21. nóv.
1853. Faðir hans var Jón Sigurðsson, sjómaður, og
dó hann, er Páll var um það bil 3ja ára að aldri.
Olst Páll því upp með stjúpa sínum, Jóni Halldórs-
syni, bónda í Helliskoti, og lærði ungur að vinna, en
ekki annað, er heitið gæti. 17 ára gamall fluttist Páll
að Reykjum í Mosfelissveit og var þar á annað ár;
var þá fóstri hans látinn og átti hann fáa að. Síðan
var hann um 5 ára skeið í Garðahverfinu og stund-
aði sjóróðra, og áfti þá hina verstu aðbúð til líkama
og sálar, að því er hann sjálfur segir. Þá komst hann
til Guðna Guðnasonar á Keldum í Mosfellssveit og
var hjá honum í 3 ár. Á þeim tíma komst Páll í
nokkur kynni við Hannes Hafliðason, er þá var ný-
kominn frá Höfn með siglingaprófi. Vakti hann náms-
hug hjá Páli á þeim fræðum, og fór hann nú að kynna
sjer reikning eftir föngum, eftir bók Eiríks Briems, og
tók einnig 40 tíma í sjómannafræði hjá Markúsi Bjarna-
syni. Er það eina skólaganga Páls um æfina. En að
hún var ekki til einskis, sjest m. a. á eftirfarandi sögu.
Jeg hygg, að það hafi verið á einhverjum næstu ár-
um, er Páll átti heima í Reykjavík og stundaði sjó-
mensku, að hann var háseti á fiskiskútu. Fjekk hún
eitt sinn mikið áfall í hafi, og tók þá út skipstjórann
og nokkra háseta, en skipið rak, svo að dægrum skifti,
að hvorki sá til lands nje lofts. En er birti í lofti,
fjekk Páll reiknað út áttir af stjörnum; tók hann við
stjórn skipsins og barg þannig þeim skipverjum, er
eftir voru lífs. En nokkurt mark er það um lítillæti
Páls, að þegar alda- og trúnaðarvinur hans, sjera
Magnús Helgason frá Birtingaholti, löngu síðar lofaði
þetta afrek hans, svaraði Páll: »Nei, það var sfýri-
manninum að þakka, að hann trúði mjer«. — Ást-
fóstri því, sem Páll tók við stærðfræðina á þessum
árum, hefur hann og ekki brugðist fram á þennan dag.
Hefur hann löngum glímt við ýmsar stærðfræði-þrautir
og átti langan aldur brjefaviðskifti um þau efni við
sjera Eirík Briem, og síðar dr. Olaf Daníelsson- Hann
kynti sjer og fingrarím og notaði sjer það oft til
hægðarauka. Jafnframt var hann hneigður til heim-
spekilegs þankagangs, og varð gagnhrifinn af *Njólu«
Björns Gunnlaugssonar. Varð það til þess, að á þeim
árum, sem hann dvaldi í Rvík, gaf hann, ásamt Jóni
Árnasyni landsbókaverði, út »Njólu« í annað sinn, og
lagði til þess nálega aleigu sína eða um 300 kr.
Síðan sendi Páll af sínum hluta hverjum hreppstjóra
á landinu 1 eintak (og síðar 1—2) af »NjóIu«, með
þessu ávarpi: »Jeg bið yður, hr. hreppstjóri, að gera
svo vel að færa meðfylgjandi kver, »Njólu«, að gjöf
snertir. Hjer þyrfti að fást kaupandi, sem hefði vilja,
smekk og getu til að halda öllu vel við, auka og
fullkomna prýðina og gagnsemina, sem þarna hefur
svo vel verið stofnað til. Væri tilvinnandi fyrir stofn-
endur og seljendur þessa Ólafs-Bóls, að selja lægra
verði en ella, ef slíkur kaupandi kynni að bjóðast.
Lang-líklegastur kaupandi til slíkra hluta mætti ætla,
að væri »Ferðamannafjelagið«, sem þarna gæti fengið
handa sjálfu sjer eða leigt öðrum yndislegan gist-
ingar- eða sumarbústað, eða þá fjelag prýðilegs fólks,
sem vill eða þarf að eiga sjer skemtilegan sumar-
bústað, og má þá geta þess, sem er, að þarna eru
nóg húsakynni fyrir 4 —5 fjölskyldur eða meira, í
sumardvöl. Jeg get varla hugsað mjer sumarbústað
betur settan en hjer, og fallegt og fjölbreytt er út-
sýnið. Og hvað mundi verða góðum snyrtikonum og
börnum þeirra indælla, hollara og uppbyggilegra á
allan hátt, en að umgangast jurta- og blómagarðana
þarna og bæta og prýða enn meira, eða fyrir karlana
að hreyfa sig við að yrkja, verja og auka túnin, sem
þarna eru komin, og fá svo laxveiðileyfi í Þjórsá
þarna rjett hjá, ef fáanlegt væri, sem líklegt má telja?
Guð blessi og gleðji gamla, blinda, síunga öldunginn
og konu hans að Ólafs-Bóli. • Landi.
(D