Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 16

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 16
16 0 Ð 1 N N vír, aðallega með eigin höndum, og vann að því öll- um stundum, er nokkurt tóm gafst til. Að því búnu, eða jafnhliða, fer hann að undirbúa þennan reit, til þess að gera hann að trjá- og blómjurtagarði, útbýr, mokar upp og hleður smá-lautir og hóla í honum, og ýmislega lagaðar smá-kvosir eða hvamma, með upphlöðnum setubekkjum, en grasbletti og sljettur á milli, einnig ýmislega lagaðar. Gróðursetur síðan um alt íslenskar viðartegundir og blómjurtir, sem unt var í að ná, og líka nokkrar útlendar. Var margt af þessu verki og fyrirkomulagi þess hreinn og beinn skáld- skapur, og hann fagur og göfugur. En blettinn næst húsinu sunnan og vestan gerir hann að túni. Fjekst hann við þetta árum saman og varði til þess miklum tíma, kröftum, aðallega sínum eigin, og eflaust samtals miklu fje, jafnframt því, sem hann starfaði aðallega að lækningum o. fl. Og fyrst framan af leit alt vel og fallega út með hinn einkennilega og skáldlega skemtigarð. Trjen, jurtirnar og blómin hans stóðu þá svo, að yndislegt var að reika um garðinn og sitja eða liggja á gras- bekkjunum og hinum ýmislega löguðu tilbúnu smá- kvosum. En holtið þarna ljet ekki á sig ljúga, því að svo ófrjólegt sem það var á yfirborðinu, áður en nokkuð var við því hreyft, þá reyndist þó, þegar til kom, undirborð þess enn ófrjórra en vænta hefði mátt af sæmilegri jörð, a. m. k. fyrir hinn fagra og göfuga gróður, sem þarna átti að rækta, svo að endirinn varð sá, eftir nokkur ár, að alt visnaði og veslaðist upp þannig, að nú eru litlar eða engar menjar þarna eftir, nema jarðlagið, sem hendur stofnandans hafa skapað. Það mun sjást þar enn. Er leiðinlegt til þessa að hugsa. En sjálfsagt vantar þarna mikið af ein- hverjum sjerstökum efnum í jarðveginn, til þess að þar geti þrifist annað en óræktar gróður. En ekki var gefist upp, enda var nú þessi maður ekki lengur »einsamall«, því að hann hafði nú fengið »meðhjálp, sem með honum skyldi vera«, ágæta eigin- konu, honum mjög svo hentuga og samhjálpandi um alt. Fór þá óðum og mjög að herða á framkvæmdum. Litla einbúahúsið fjekk bráðlega umbót og viðbót, og aftur og aftur umbót og viðbót, þar til þarna var komin heil þyrping af húsum, stærri og smærri og ýmislega löguðum, út frá frumbýlings-húsinu litla, með sæg af mismunandi vistarverum fyrir mannlegar verur, auk gripahúsa og annars þar tilheyrandi. ]afn- framt var og sífelt verið að plægja, sá og herfa, og reyna að rækta óræktar móana í kring, til túnmynd- unar, með ærnum kostnaði, og má nú vænta allgóðs árangurs af þessu, með sama eða líku áframhaldi. Enda eru nú túnblettirnir þarna orðnir stórir og álit- legir. Aðal-orsök og jafnframt afleiðing allra þessara framkvæmda var hin sívaxandi, geysilega umferð um þjóðveginn þarna, fast við setur þessara hjóna, ásamt mjög ríkri framkvæmdaþrá og nýsköpunarhneigð í brjósti beggja hjónanna. Hin mikla umferð og aðsókn manna knúði til híbýla-aukningar, og húsnæðisaukn- ingin varð aftur til að auka gestakomuna á nótt og degi; og svo var það líka læknirinn, sem þarna mátti finna og leita ráða og hjálpar til, sem ávalt dró þangað æði marga úr öllum áttum. En jafnframt þessu voru það ekki síst alúðar viðtökurnar og viðgerðirnar hjer, við hvern sem var, er drógu að gesti og gang- andi. Kvað og svo mjög að gestnauð þarna, að brátt varð óumflýjanlegt að koma á gistingar- og greiða- sölu, og stóð svo alt þangað til, að bílar tóku við af hestunum um mannaferðir og flutninga. Var þá um langt skeið svo til hagað af þeim hjónum, að hús og herbergi voru höfð ólæst að nóttu til, jafnt og degi, handa hverjum þeim, er leita þyrfti hvíldar og skjóls að næturlagi, og mun þar margur hafa orðið hvíld og skjóli feginn. Hjer var það Iíka um langt skeið, sem fiestar hinar stærstu samkomur, fundahöld og ráðstefnur fyrir nær- sýslur áttu sjer stað; hjer voru stórmót ungmenna- fjelaga og íþróttasýningar haldnar á tilbúnu íþrótta- og áhorfendasvæði, prestafundir háðir o. s. frv., og hjer var einn af þeim stöðum, sem Friðrik konungur VIII. gisti, og margt stórmenni með honum, árið 1907. En hvort sem hjer voru margir eða fáir, stórir eða smáir, á ferð, þá var jafnvel við öllu búist og móti öllum tekið, og eigi síst þeim smærri. Átti húsfreyjan þar eigi hvað minstan hlut að máli. — Um alt virtust þau hjón vera samráða og kunna vel hvort með annað að fara, jafnan hafa samúð hvort með öðru, nærgætni og umburðarlyndi, uppörfandi og styðjandi hvort annað til dáða. Þó voru þau, og eru líklega enn, allmjög hvort með sínu móti: hann nokkuð út af fyrir sig, fáskiftinn og fátalaður meðal margra, lesandi, gruflandi og tilraunagjarn; en hún forkur í hússtjórn, bústjórn og framkvæmdasemi, jafnt sem búandi og gestgjafi. Börn hafa þessi hjón átt 3, sem upp hafa komist: Ingveldi, Huxley og Eggert. Eru þau nú öll að heiman farin, hvert í sína stöðu, og virðast öllum vel. En á meðan þau öll voru upp komin heima, var mikið að- hafst á nýbýlinu þarna við Þjórsá. Var þá sett þar upp verslun allmikil og hagkvæm, og stóð svo um skeið, að þar voru flest þarfaþing á boðstólum og viðskifti mikil, uns breytt var til og lífið kallaði á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.